Arnar eftir sigur á Stjörnunni: Alltaf ánægður að vinna og halda hreinu Kári Mímisson skrifar 17. september 2023 22:30 Arnar Grétarsson og Sigurður Heiðar Höskuldsson á hliðarlínunni. Vísir/Diego Arnar Grétarsson, þjálfari Vals var að vonum sáttur með 2-0 sigur liðsins á Stjörnunni í Bestu deild karla í knattspyrnu nú í kvöld. Liðin leika í efri úrslitakeppni deildarinnar og með sigrinum styrktu Valsarar stöðu sína í 2. sæti. „Maður er náttúrulega alltaf ánægður að vinna og halda hreinu sem er líka plús. Þetta var bara erfiður leikur, alvöru leikur með tveimur góðum liðum að spila og ég er bara mjög sáttur með að hafa náð í þessi þrjú stig. Gott að byrja þetta á sigri og halda í ákveðna fjarlægð frá þessu þriðja sæti,“ sagði Arnar strax eftir leik. Valur komst yfir með góðu marki frá Birki Heimissyni í fyrri hálfleik en Stjarnan sótti stíft síðustu 20 mínútur leiksins á meðan Valur varðist á 11 mönnum. Arnar segir honum hafi ekki liðið vel í 1-0. „Manni lýður náttúrulega aldrei vel með 1-0, það er alveg klárt. Stjarnan þrýsti okkur svolítið niður síðustu tíu mínúturnar og náði að skapa hættu nokkrum sinnum. En ég er bara ánægður eins og ég segi að halda þetta út og halda hreinu marki. Það er alltaf jákvætt og eitthvað til að byggja á en við erum í smá basli með að spila út frá markmanni, höfum verið mjög góðir í því en erum aðeins í vandræðum þar núna. Vinnusemin í liðinu og dugnaðurinn er eitthvað sem ég er virkilega ánægður með.“ Valsarar vildu fá víti þegar það virtist sem svo að boltinn hafi farið í höndina á Örvari Loga Örvarssyni innan teigs. Arnar telur að þetta hafi átt að vera víti en tekur það þó fram að hann sé ekki dómari og að það sé ekkert við þessu að segja. „Ég held að við höfum átt að fá víti í stöðunni 1-0 og hefðum því getað klárað leikinn svolítið fyrr. Stundum falla hlutir með þér og stundum ekki. Frá okkar sjónarhorni þá leit þetta þannig út að þetta hafi farið í höndina á honum, hann var með höndina vel til hliðar. Við fengum svo staðfestingu á því að boltinn hafi verið í höndina á honum. Þeir (dómararnir) meta það þannig að hann hafi verið með hana í eðlilegri stöðu en menn verða líka að átta sig á því að það er verið að gefa fyrir og þú getur verið að stoppa dauðafæri. Það er annað ef þú ert með höndina alveg upp við þig en ekki út frá þér. Mér finnst þetta vera klárt víti en ég er ekki dómari, þeir taka þarna ákvörðun og það er ekkert við því að segja þó maður verði smá æstur þarna en það er ekkert meira en það.“ Valur fer vestur í bæ í næstu umferð þar sem liðið mætir erkifjendum sínum í KR. Valur hefur átt góðu gengi að fagna í undanförnum leikjum gegn KR og því má reikna með að KR-ingar mæti klárir í þann leik. En hvernig leggjast erkifjendurnir í Arnar? „Ég er nú ekkert byrjaður að hugsa um það. Ég horfi á KR spila gegn Víking á miðvikudaginn og skoðum þá þar. Við þekkjum þá ágætlega búnir að spila við þá nokkrum sinnum, vorum með þeim í Lengjubikarnum og svo tvisvar í deildinni. Býst við alvöru leik þar. KR er í þeirri stöðu eins og næstum því öll liðin í þessum efri hluta að vera að keppa um Evrópusæti eftir að fjórða sætið kom inn þannig að ég held að þeir eigi eftir að koma dýrvitlausir inn í leikinn gegn Víking og svo gegn okkur.“ Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Valur Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira
„Maður er náttúrulega alltaf ánægður að vinna og halda hreinu sem er líka plús. Þetta var bara erfiður leikur, alvöru leikur með tveimur góðum liðum að spila og ég er bara mjög sáttur með að hafa náð í þessi þrjú stig. Gott að byrja þetta á sigri og halda í ákveðna fjarlægð frá þessu þriðja sæti,“ sagði Arnar strax eftir leik. Valur komst yfir með góðu marki frá Birki Heimissyni í fyrri hálfleik en Stjarnan sótti stíft síðustu 20 mínútur leiksins á meðan Valur varðist á 11 mönnum. Arnar segir honum hafi ekki liðið vel í 1-0. „Manni lýður náttúrulega aldrei vel með 1-0, það er alveg klárt. Stjarnan þrýsti okkur svolítið niður síðustu tíu mínúturnar og náði að skapa hættu nokkrum sinnum. En ég er bara ánægður eins og ég segi að halda þetta út og halda hreinu marki. Það er alltaf jákvætt og eitthvað til að byggja á en við erum í smá basli með að spila út frá markmanni, höfum verið mjög góðir í því en erum aðeins í vandræðum þar núna. Vinnusemin í liðinu og dugnaðurinn er eitthvað sem ég er virkilega ánægður með.“ Valsarar vildu fá víti þegar það virtist sem svo að boltinn hafi farið í höndina á Örvari Loga Örvarssyni innan teigs. Arnar telur að þetta hafi átt að vera víti en tekur það þó fram að hann sé ekki dómari og að það sé ekkert við þessu að segja. „Ég held að við höfum átt að fá víti í stöðunni 1-0 og hefðum því getað klárað leikinn svolítið fyrr. Stundum falla hlutir með þér og stundum ekki. Frá okkar sjónarhorni þá leit þetta þannig út að þetta hafi farið í höndina á honum, hann var með höndina vel til hliðar. Við fengum svo staðfestingu á því að boltinn hafi verið í höndina á honum. Þeir (dómararnir) meta það þannig að hann hafi verið með hana í eðlilegri stöðu en menn verða líka að átta sig á því að það er verið að gefa fyrir og þú getur verið að stoppa dauðafæri. Það er annað ef þú ert með höndina alveg upp við þig en ekki út frá þér. Mér finnst þetta vera klárt víti en ég er ekki dómari, þeir taka þarna ákvörðun og það er ekkert við því að segja þó maður verði smá æstur þarna en það er ekkert meira en það.“ Valur fer vestur í bæ í næstu umferð þar sem liðið mætir erkifjendum sínum í KR. Valur hefur átt góðu gengi að fagna í undanförnum leikjum gegn KR og því má reikna með að KR-ingar mæti klárir í þann leik. En hvernig leggjast erkifjendurnir í Arnar? „Ég er nú ekkert byrjaður að hugsa um það. Ég horfi á KR spila gegn Víking á miðvikudaginn og skoðum þá þar. Við þekkjum þá ágætlega búnir að spila við þá nokkrum sinnum, vorum með þeim í Lengjubikarnum og svo tvisvar í deildinni. Býst við alvöru leik þar. KR er í þeirri stöðu eins og næstum því öll liðin í þessum efri hluta að vera að keppa um Evrópusæti eftir að fjórða sætið kom inn þannig að ég held að þeir eigi eftir að koma dýrvitlausir inn í leikinn gegn Víking og svo gegn okkur.“
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Valur Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira