„Höfðum það í höndum okkar að ná öðru sætinu en réðum ekki við pressuna“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 17. september 2023 17:17 Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar, var svekktur á svip 0-2 tap á heimavelli gegn Þór/KA. Þróttur missti þar af gullnu tækifæri til að koma sér upp fyrir Breiðablik og blanda sér í baráttuna um Evrópusætið. „Þór/KA voru bara betri en við í dag, þær komu inn í þennan leik af meiri ákefð og orku. Við mættum þeim ekki almennilega fyrr en við lentum undir. Fyrri hálfleikurinn var góður, bæði lið áttu nokkur góð tækifæri og héldu ágætlega í boltann. En við vorum langt frá okkar besta í dag“ sagði Nik strax að leik loknum. Með sigri í dag hefði Þróttur farið upp fyrir Breiðablik og jafnað Stjörnuna að stigum í 2./3. sæti deildarinnar. „Það er mest svekkjandi við þetta. Við höfðum það í höndum okkar að ná öðru sætinu en réðum ekki við pressuna, Þór/KA á samt allt hrós skilið, þær voru betri en við í dag.“ Þróttur hefur spilað vel í úrslitakeppninni og náð í tvo góða sigra gegn Breiðablik og FH. Þrátt fyrir það virtist liðið ekki með mikið sjálfstraust á boltanum í dag. „Sammála því, mér fannst við byrja þennan leik vel en svo gerðum við nokkur klaufaleg mistök með boltann og náðum okkur ekki almennilega á strik. Maður bjóst við að sjá aðeins meira sjálfstraust í liðinu, sérstaklega á heimavelli, en formið okkar hefur reyndar ekki verið nógu gott á heimavelli í sumar.“ Nú tekur við tæplega tveggja vikna landsleikjahlé áður en síðustu tveir leikir deildarinnar fara fram. Þar mætir Þróttur Íslandsmeisturum Vals og Stjörnunni sem situr í 2. sætinu. „Tveir erfiðir leikir, alveg eins og síðustu leikir hafa verið. Allir leikir eru barátta, sem er gott, þannig að ég býst ekki við neinni breytingu á því og vonandi getum við endað þetta vel“ sagði Nik að lokum. Þróttur Reykjavík Besta deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Þróttur 0 - 2 Þór/KA | Norðanstúlkur sækja sigurinn og Þróttur missir af þriðja sætinu 17. september 2023 13:15 Mest lesið Tárvot Ásta sátt í hjarta sínu með ákvörðunina Íslenski boltinn UEFA hefur rannsókn vegna kvartana Tel Aviv Fótbolti Njarðvík semur við eina unga og efnilega Körfubolti Hætti á samfélagsmiðlum og hættir ekki að skora Enski boltinn Varði mark botnliðsins en bar samt af Íslenski boltinn Daníel Ingi framlengir hjá Nordsjælland Fótbolti Gylfi Þór ekki í hóp Vals í gær en á landsliðsæfingu í dag Íslenski boltinn Ómar Ingi frábær í öruggum sigri Magdeburg Handbolti Dásamar Albert og segir hann ráða hver taki vítin Fótbolti Þekkti þjálfarann og fékk því himnasendingu frá Reyðarfirði Íslenski boltinn Fleiri fréttir Varði mark botnliðsins en bar samt af Gylfi Þór ekki í hóp Vals í gær en á landsliðsæfingu í dag Tárvot Ásta sátt í hjarta sínu með ákvörðunina Katrín ekki með slitið krossband „Átti þetta tækifæri skilið“ Þekkti þjálfarann og fékk því himnasendingu frá Reyðarfirði Bergrós besti dómari Bestu deildar kvenna Mörkin úr Bestu: Sjáðu sturlað mark Emils frá miðju og Davíð bjarga stigi Sjáðu atvikið: Reiður Rúnar sá rautt „Þú ert skilgreindur af nútíðinni“ Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-2 | Óskar Örn bjargaði stigi fyrir Víking Uppgjörið: HK - Fylkir 2-2 | Brynjar Snær felldi Fylki Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-2 | Óbreytt staða á toppnum eftir jafntefli á Kópavogsvelli „Ég verð bara að setja fleiri í vegginn næst og standa í nærhorninu“ Uppgjörið: KA - KR 0-4 | Gott gengi KR heldur áfram Uppgjörið: ÍA - FH 4-1 | Skagamenn blanda sér í baráttuna um þriðja sætið Fyrirliði Íslandsmeistaranna hætt Sjáðu vandræðalegt vítaklúður Viðars Vaknar Árbærinn aftur? Sækja innblástur til kvennaliðsins: „Frábært að fylgjast með þessu“ Sjáðu Andra Rúnar skjóta Fram í kaf „Áfram Breiðablik, það er það eina sem ég veit núna“ Einkunnir stórleiksins á Hlíðarenda: Telma og vörn Blika bar af Hrafnhildur Ása efnilegust og Telma hlaut gullhanskann „Ótrúlega stolt af hópnum hvernig við nálguðumst þetta tímabil“ „Þessi er klárlega mjög sérstakur“ „Agla María hélt liðsfund eftir þann leik og hvatti liðið áfram“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-0 | Breiðablik Íslandsmeistari eftir spennutrylli Áhorfendamet slegið í úrslitaleiknum Uppgjörið: Þór/KA - Víkingur 0-1 | Gestirnir taka bronsið Sjá meira
„Þór/KA voru bara betri en við í dag, þær komu inn í þennan leik af meiri ákefð og orku. Við mættum þeim ekki almennilega fyrr en við lentum undir. Fyrri hálfleikurinn var góður, bæði lið áttu nokkur góð tækifæri og héldu ágætlega í boltann. En við vorum langt frá okkar besta í dag“ sagði Nik strax að leik loknum. Með sigri í dag hefði Þróttur farið upp fyrir Breiðablik og jafnað Stjörnuna að stigum í 2./3. sæti deildarinnar. „Það er mest svekkjandi við þetta. Við höfðum það í höndum okkar að ná öðru sætinu en réðum ekki við pressuna, Þór/KA á samt allt hrós skilið, þær voru betri en við í dag.“ Þróttur hefur spilað vel í úrslitakeppninni og náð í tvo góða sigra gegn Breiðablik og FH. Þrátt fyrir það virtist liðið ekki með mikið sjálfstraust á boltanum í dag. „Sammála því, mér fannst við byrja þennan leik vel en svo gerðum við nokkur klaufaleg mistök með boltann og náðum okkur ekki almennilega á strik. Maður bjóst við að sjá aðeins meira sjálfstraust í liðinu, sérstaklega á heimavelli, en formið okkar hefur reyndar ekki verið nógu gott á heimavelli í sumar.“ Nú tekur við tæplega tveggja vikna landsleikjahlé áður en síðustu tveir leikir deildarinnar fara fram. Þar mætir Þróttur Íslandsmeisturum Vals og Stjörnunni sem situr í 2. sætinu. „Tveir erfiðir leikir, alveg eins og síðustu leikir hafa verið. Allir leikir eru barátta, sem er gott, þannig að ég býst ekki við neinni breytingu á því og vonandi getum við endað þetta vel“ sagði Nik að lokum.
Þróttur Reykjavík Besta deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Þróttur 0 - 2 Þór/KA | Norðanstúlkur sækja sigurinn og Þróttur missir af þriðja sætinu 17. september 2023 13:15 Mest lesið Tárvot Ásta sátt í hjarta sínu með ákvörðunina Íslenski boltinn UEFA hefur rannsókn vegna kvartana Tel Aviv Fótbolti Njarðvík semur við eina unga og efnilega Körfubolti Hætti á samfélagsmiðlum og hættir ekki að skora Enski boltinn Varði mark botnliðsins en bar samt af Íslenski boltinn Daníel Ingi framlengir hjá Nordsjælland Fótbolti Gylfi Þór ekki í hóp Vals í gær en á landsliðsæfingu í dag Íslenski boltinn Ómar Ingi frábær í öruggum sigri Magdeburg Handbolti Dásamar Albert og segir hann ráða hver taki vítin Fótbolti Þekkti þjálfarann og fékk því himnasendingu frá Reyðarfirði Íslenski boltinn Fleiri fréttir Varði mark botnliðsins en bar samt af Gylfi Þór ekki í hóp Vals í gær en á landsliðsæfingu í dag Tárvot Ásta sátt í hjarta sínu með ákvörðunina Katrín ekki með slitið krossband „Átti þetta tækifæri skilið“ Þekkti þjálfarann og fékk því himnasendingu frá Reyðarfirði Bergrós besti dómari Bestu deildar kvenna Mörkin úr Bestu: Sjáðu sturlað mark Emils frá miðju og Davíð bjarga stigi Sjáðu atvikið: Reiður Rúnar sá rautt „Þú ert skilgreindur af nútíðinni“ Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-2 | Óskar Örn bjargaði stigi fyrir Víking Uppgjörið: HK - Fylkir 2-2 | Brynjar Snær felldi Fylki Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-2 | Óbreytt staða á toppnum eftir jafntefli á Kópavogsvelli „Ég verð bara að setja fleiri í vegginn næst og standa í nærhorninu“ Uppgjörið: KA - KR 0-4 | Gott gengi KR heldur áfram Uppgjörið: ÍA - FH 4-1 | Skagamenn blanda sér í baráttuna um þriðja sætið Fyrirliði Íslandsmeistaranna hætt Sjáðu vandræðalegt vítaklúður Viðars Vaknar Árbærinn aftur? Sækja innblástur til kvennaliðsins: „Frábært að fylgjast með þessu“ Sjáðu Andra Rúnar skjóta Fram í kaf „Áfram Breiðablik, það er það eina sem ég veit núna“ Einkunnir stórleiksins á Hlíðarenda: Telma og vörn Blika bar af Hrafnhildur Ása efnilegust og Telma hlaut gullhanskann „Ótrúlega stolt af hópnum hvernig við nálguðumst þetta tímabil“ „Þessi er klárlega mjög sérstakur“ „Agla María hélt liðsfund eftir þann leik og hvatti liðið áfram“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-0 | Breiðablik Íslandsmeistari eftir spennutrylli Áhorfendamet slegið í úrslitaleiknum Uppgjörið: Þór/KA - Víkingur 0-1 | Gestirnir taka bronsið Sjá meira
Leik lokið: Þróttur 0 - 2 Þór/KA | Norðanstúlkur sækja sigurinn og Þróttur missir af þriðja sætinu 17. september 2023 13:15