Búast má við nokkuð mildu veðri í dag. Samkvæmt hugleiðingum veðurfræðings Veðurtofunnar verður suðaustan gola eða kaldi. Þó verða einhverjir skúrir sunnanlands og rigning við austurströndina, en úrkomulítið á Norðurlandi. Hiti verður á bilinu átta til 15 stig, hlýjast verður á Austurlandi.
Á morgun hvessir nokkuð norðantil á landinu en þá verður norðaustlæg átt. Búast má við talsverðri rigningu norðan- og austanlands, en að mestu þurru suðvestantil og þar ætti að sjá vel til sólar. Hiti verður á bilinu sjö til þrettán stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á mánudag:
Norðaustan 10-18 m/s við norðurströndina og á Vestfjörðum, en hægari í öðrum landshlutum. Víða talsverð rigning norðan- og austanlands, en úrkomulítið á Suðvesturlandi. Hiti 7 til 13 stig.
Á þriðjudag:
Norðaustan 13-20 og rigning, einkum norðaustan- og austanlands. Hiti 5 til 10 stig.
Á miðvikudag:
Ákveðin norðaustanátt og dálítil væta, en þurrt á Suður- og Vesturlandi. Hiti 4 til 11 stig, mildast við suðurströndina.
Á fimmtudag og föstudag:
Norðlæg átt og dálítil rigning eða slydda norðan- og austanlands, en bjartviðri suðvestantil. Hiti 1 til 8 stig, mildast syðst.
Á laugardag (haustjafndægur):
Norðaustlæg átt og úrkomulítið.