Erlent

Myrti hvít­voðung sinn

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Konan er ung að aldri að sögn danskra fjölmiðla.
Konan er ung að aldri að sögn danskra fjölmiðla. Vísir/Getty

Kona á þrí­tugs­aldri verður sótt til saka fyrir að hafa myrt ný­fætt barn sitt stuttu eftir að hafa fætt það í gær­morgun í bænum Næst­ved á Sjá­landi í Dan­mörku.

Í um­fjöllun Ekstra­bladet um málið kemur fram að konan hafi eignast barnið í heima­húsi í bænum í gær­morgun, um sex­leytið að dönskum tíma og svo myrt það. Ekki er vitað hvernig.

Þá er ekki vitað hvort um hafi verið að ræða strák eða stelpu. Fram kemur í frétt blaðsins að konan sé á spítala og hafi því ekki getað verið við­stödd þegar á­kæra á hendur henni var gefin út af dómara.

Ekstra­bladet hefur eftir verj­enda konunnar, Steen Djur­toft, að málið sé harm­leikur. Réttað verður yfir konunni fyrir luktum dyrum en Steen segir að málið sé á al­gjöru frum­stigi.

Konunni verður gert að mæta fyrir dómara þegar hún hefur heilsu til. Hún gæti átt yfir höfði sér allt að fjögurra ára fangelsi vegna málsins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×