Möguleg vatnaveröld með kolefnissamböndum í lofti Kjartan Kjartansson skrifar 13. september 2023 09:35 Teikning af fjarreikistjörnunni K2-18b. Hún gæti verið svonefnd hafvetnisreikistjarna með yfirborði fljótandi vatns. NASA, CSA, ESA, J. Olmsted (STScI), Science: N. Madhusudhan (Cam Stjörnufræðingar hafa fundið kolefnissameindir í andrúmslofti fjarreikistjörnu sem styrkir tilgátur um að þar kunni að vera haf fljótandi vatns. Einnig fundust óskýrari merki um að þar sé að finna efnasamband sem aðeins sjóþörungar mynda á jörðinni. K2-18b er reikistjarna, um 8,6 sinnum massameiri en jörðin og fimm sinnum stærri að þvermáli, í lífbelti rauðrar dvergstjörnu í 120 ljósára fjarlægð frá jörðinni í stjörnumerkinu ljóninu. Tilgátur hafa verið um að hún kunni að vera svonefnd hafvetnisreikistjarna, reikistjarna með vetnisríkt andrúmslof og vatnshaf, frá því að hún fannst árið 2015. Nýlegar athuganir James Webb-geimsjónaukans á K2-18b benda til þess að í andrúmslofti hennar sé að finna bæði metan og koldíoxíð. Lítið reyndist hins vegar af ammoníaki, sem leysist greiðlega upp í vatni. Þetta er talið styrkja þá trú vísindamanna að undir andrúmsloftinu leynist fljótandi vatnshaf, að því er segir í grein á Stjörnufræðivefnum um uppgötvunina. Þrátt fyrir að K2-18b sé töluvert frábrugðin jörðinni og beri að mörgu leyti meiri líkindi við Neptúnus telja sumir stjörnufræðingar að hafvetnisreikistjörnur geti verið lífvænlegar. Því þykja vísindamönnunum sem gerðu rannsóknina nú það spennandi tíðindi að Webb hafi fundið merki um sameindina dímetýlsúlfíð. Á jörðinni eru það eingöngu lífverur sem framleiða hana, fyrst og fremst ljóstillífandi bláþörungar í sjónum. Niðurstöður Webb um dímetýlsúlfíð eru þó ekki staðfestar en til stendur að rannsaka reikistjörnuna frekar til þess fá betur úr því skorið hvort að sameindin sé raunverulega til staðar þar. Efnasamsetning lofthjúps K2-18b. Webb-sjónaukinn nam ljós sem skein í gegnum lofthjúpinn þegar reikistjarnan gekk fyrir móðurstjörnuna frá jörðinni séð. Efni í lofthjúpnum skilja eftir sig verksummerki í ljósinu sem gera vísindamönnum kleift að efnagreina hann.Illustration: NASA, CSA, ESA, R. Crawford (STScI), J. Olmsted (S Hafið gæti verið of heitt fyrir líf Fleiri varnagla um mögulegan lífvænleika K2-18b þarf að slá. Þó að hún sé í lífbelti móðurstjörnu sinnar, þar sem hitinn er hvorki of mikill eða lítill til að vatn geti verið á fljótandi formi, er margt á huldu um hafvetnisreikistjörnur. Þó að þær séu algengustu fjarreikistjörnurnar sem menn hafa fundið til þessa í Vetrarbrautinni er enga slíka að finna í sólkerfinu okkar. Stærð reikistjörnunnar gæti þýtt að innviðum hennar svipi frekar til Neptúnusar en bergreikistjarna eins og jarðarinnar. Líklegt er þannig að undir niðri sé að finna stóran möttul úr ís undir miklum þrýstingi. Yfirborðið gæti verið úr fljótandi vatni með þunnum vetnislofthjúp, að því er segir í tilkynningu á vef bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA. Allt eins líklegt er þó talið að hafið væri of heitt til þess að líf gæti þrifist í því eða að vatn gæti hreinlega ekki verið á fljótandi formi á reikistjörnum af þessu tagi. Geimurinn Vísindi Tengdar fréttir Webb mældi hitastig á innstu reikistjörnu Trappist Hitastigið á dagshlið fjarreikistjörnunnar Trappist-1 b nær um 230 gráðum og gefur það til kynna að ekkert andrúmsloft sé þar að finna. Þetta segja meðlimir alþjóðlegs teymis vísindamanna sem beindu öflugum linsum James Webb geimsjónaukans (JWST) að fjarreikistjörnunni. 28. mars 2023 10:24 Fundu steindaský í lofthjúpi fjarlægrar risareikistjörnu Ský úr sílíkötum eru á meðal þess sem James Webb-geimsjónaukinn fann í lofthjúpi fjarreikistjörnu sem er margfalt stærri en nokkur hnöttur í okkar sólkerfi. Mælingar sjónaukans á reikistjörnunni eru sagðar byltingakenndar. 23. mars 2023 13:53 Fordæmalaus sýn á andrúmsloft fjarreikistjörnu Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) hefur birt nýjar mynd sem tekin var með James Webb geimsjónaukanum. Um er að ræða litrófsgreiningu af andrúmslofti fjarlægs gasrisa en greiningin hefur varpað ljósi á hvaða efni finna má í andrúmslofti reikistjörnunnar og er það í fyrsta sinn sem geimvísindamenn öðlast svo nákvæm gögn af þessu tagi. 22. nóvember 2022 17:04 Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Sjá meira
K2-18b er reikistjarna, um 8,6 sinnum massameiri en jörðin og fimm sinnum stærri að þvermáli, í lífbelti rauðrar dvergstjörnu í 120 ljósára fjarlægð frá jörðinni í stjörnumerkinu ljóninu. Tilgátur hafa verið um að hún kunni að vera svonefnd hafvetnisreikistjarna, reikistjarna með vetnisríkt andrúmslof og vatnshaf, frá því að hún fannst árið 2015. Nýlegar athuganir James Webb-geimsjónaukans á K2-18b benda til þess að í andrúmslofti hennar sé að finna bæði metan og koldíoxíð. Lítið reyndist hins vegar af ammoníaki, sem leysist greiðlega upp í vatni. Þetta er talið styrkja þá trú vísindamanna að undir andrúmsloftinu leynist fljótandi vatnshaf, að því er segir í grein á Stjörnufræðivefnum um uppgötvunina. Þrátt fyrir að K2-18b sé töluvert frábrugðin jörðinni og beri að mörgu leyti meiri líkindi við Neptúnus telja sumir stjörnufræðingar að hafvetnisreikistjörnur geti verið lífvænlegar. Því þykja vísindamönnunum sem gerðu rannsóknina nú það spennandi tíðindi að Webb hafi fundið merki um sameindina dímetýlsúlfíð. Á jörðinni eru það eingöngu lífverur sem framleiða hana, fyrst og fremst ljóstillífandi bláþörungar í sjónum. Niðurstöður Webb um dímetýlsúlfíð eru þó ekki staðfestar en til stendur að rannsaka reikistjörnuna frekar til þess fá betur úr því skorið hvort að sameindin sé raunverulega til staðar þar. Efnasamsetning lofthjúps K2-18b. Webb-sjónaukinn nam ljós sem skein í gegnum lofthjúpinn þegar reikistjarnan gekk fyrir móðurstjörnuna frá jörðinni séð. Efni í lofthjúpnum skilja eftir sig verksummerki í ljósinu sem gera vísindamönnum kleift að efnagreina hann.Illustration: NASA, CSA, ESA, R. Crawford (STScI), J. Olmsted (S Hafið gæti verið of heitt fyrir líf Fleiri varnagla um mögulegan lífvænleika K2-18b þarf að slá. Þó að hún sé í lífbelti móðurstjörnu sinnar, þar sem hitinn er hvorki of mikill eða lítill til að vatn geti verið á fljótandi formi, er margt á huldu um hafvetnisreikistjörnur. Þó að þær séu algengustu fjarreikistjörnurnar sem menn hafa fundið til þessa í Vetrarbrautinni er enga slíka að finna í sólkerfinu okkar. Stærð reikistjörnunnar gæti þýtt að innviðum hennar svipi frekar til Neptúnusar en bergreikistjarna eins og jarðarinnar. Líklegt er þannig að undir niðri sé að finna stóran möttul úr ís undir miklum þrýstingi. Yfirborðið gæti verið úr fljótandi vatni með þunnum vetnislofthjúp, að því er segir í tilkynningu á vef bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA. Allt eins líklegt er þó talið að hafið væri of heitt til þess að líf gæti þrifist í því eða að vatn gæti hreinlega ekki verið á fljótandi formi á reikistjörnum af þessu tagi.
Geimurinn Vísindi Tengdar fréttir Webb mældi hitastig á innstu reikistjörnu Trappist Hitastigið á dagshlið fjarreikistjörnunnar Trappist-1 b nær um 230 gráðum og gefur það til kynna að ekkert andrúmsloft sé þar að finna. Þetta segja meðlimir alþjóðlegs teymis vísindamanna sem beindu öflugum linsum James Webb geimsjónaukans (JWST) að fjarreikistjörnunni. 28. mars 2023 10:24 Fundu steindaský í lofthjúpi fjarlægrar risareikistjörnu Ský úr sílíkötum eru á meðal þess sem James Webb-geimsjónaukinn fann í lofthjúpi fjarreikistjörnu sem er margfalt stærri en nokkur hnöttur í okkar sólkerfi. Mælingar sjónaukans á reikistjörnunni eru sagðar byltingakenndar. 23. mars 2023 13:53 Fordæmalaus sýn á andrúmsloft fjarreikistjörnu Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) hefur birt nýjar mynd sem tekin var með James Webb geimsjónaukanum. Um er að ræða litrófsgreiningu af andrúmslofti fjarlægs gasrisa en greiningin hefur varpað ljósi á hvaða efni finna má í andrúmslofti reikistjörnunnar og er það í fyrsta sinn sem geimvísindamenn öðlast svo nákvæm gögn af þessu tagi. 22. nóvember 2022 17:04 Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Sjá meira
Webb mældi hitastig á innstu reikistjörnu Trappist Hitastigið á dagshlið fjarreikistjörnunnar Trappist-1 b nær um 230 gráðum og gefur það til kynna að ekkert andrúmsloft sé þar að finna. Þetta segja meðlimir alþjóðlegs teymis vísindamanna sem beindu öflugum linsum James Webb geimsjónaukans (JWST) að fjarreikistjörnunni. 28. mars 2023 10:24
Fundu steindaský í lofthjúpi fjarlægrar risareikistjörnu Ský úr sílíkötum eru á meðal þess sem James Webb-geimsjónaukinn fann í lofthjúpi fjarreikistjörnu sem er margfalt stærri en nokkur hnöttur í okkar sólkerfi. Mælingar sjónaukans á reikistjörnunni eru sagðar byltingakenndar. 23. mars 2023 13:53
Fordæmalaus sýn á andrúmsloft fjarreikistjörnu Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) hefur birt nýjar mynd sem tekin var með James Webb geimsjónaukanum. Um er að ræða litrófsgreiningu af andrúmslofti fjarlægs gasrisa en greiningin hefur varpað ljósi á hvaða efni finna má í andrúmslofti reikistjörnunnar og er það í fyrsta sinn sem geimvísindamenn öðlast svo nákvæm gögn af þessu tagi. 22. nóvember 2022 17:04