Fundu steindaský í lofthjúpi fjarlægrar risareikistjörnu Kjartan Kjartansson skrifar 23. mars 2023 13:53 Teikning listamanns af fjarreikistjörnunni VHS 1256 b. Árið þar er um tíu þúsund ára langt. NASA, ESA, CSA, J. Olmsted (STScI) Ský úr sílíkötum eru á meðal þess sem James Webb-geimsjónaukinn fann í lofthjúpi fjarreikistjörnu sem er margfalt stærri en nokkur hnöttur í okkar sólkerfi. Mælingar sjónaukans á reikistjörnunni eru sagðar byltingakenndar. Síliköt eru svokallaðar steindir sem eru byggingarefni steina. Þau innihalda kísil og súrefni, tvö algengustu frumefnin í skorpu jarðarinnar sem er að mestu leyti úr sílíkötum. Steindir af þessu tagi mynda ský hátt í andrúmslofti fjarreikistjörnunnar VHS 1256 b í um fjörutíu milljón ljósára fjarlægð frá jörðinni, að því segir í grein á Stjörnufræðivefnum. VHS 1256 b er gasrisi, um nítján sinnum efnismeiri en Júpíter. Reikistjarnan er svo stór að hún jaðrar við að vera svonefndur brúnn dvergur, smá sólstjarna þar sem kjarnasamruni nær sér þó aldrei á strik. Hún gengur um tvo brúna dverga á um tíu þúsund árum, um fjórfalt fjær móðurstjörnunum en Plútó er frá sólinni okkar. Ólgandi iðustraumar bera hita upp í háloftin Þrátt fyrir fjarlægðina er hitinn þar sem sílíkatskýin fundust um 830 gráður á Celsíus. Reikistjarnan er talin aðeins um 150 milljón ára gömul, hálfgert ungbarn á stjarnfræðilegan mælikvarða, og innri hiti hennar er enn hár. Hann berst með ólgandi iðustraumum upp í efri lög lofthjúpsins á sama tíma og kaldara efni þrýstist niður. Ólgan í lofthjúpnum veldur gífurlegum birtubreytingum, þeim mestu sem reikistjörnufræðingar hafa nokkurn tímann séð í athugunum sínum. Skýin eru úr stórum og litlum sílíkataögnum. Þær fínustu eru sagðar svipaðar rykögnum í reykjarmekki en þær stærri líkist heitri gosösku eða sandi. „Stærri agnirnar gætu verið meira eins og mjög heitar og mjög smáar sandagnir,“ segir Beth Biller frá Edinborgarháskóla og meðhöfundur greinar um rannsóknina. Tilvist skýjanna er að líkindum hverful. Eftir því sem gasrisinn eldist á næstu milljörðum ára kólnar hann og breytist. Sílíkötin falla þá niður og andrúmsloftið verður heiðskírara. Litrófsgreining á lofthjúpi VHS 1256 b. Aldrei áður hafa svo margar sameindir fundist við eina athugun á fjarreikistjörnu.NASA, ESA, CSA, J. Olmsted (STScI), B. Miles (University of Ariz Skýin víkja fyrir heiðríkju Mælingar Webb-sjónaukans á VHS 1256 b eru sagðar marka tímamót. Með því að litrófsgreina ljós frá reikistjörnunni fann hann merki um vatnsgufu, metan, kolmónoxíð og koldíoxíð í lofthjúpi hennar. Þau efni hafa öll fundust áður í fjarreikistjörnum með öðrum sjónaukum en aldrei öll i einu. Yfirleitt hefur aðeins tekist að finna merki um eitt frumefni eða sameind í einu. Fjarlægð reikistjörnunar frá móðurstjörnunum auðveldaði rannsóknir á henni. Webb-sjónaukinn er næmur fyrir innrauðu ljósi eða hitageislun. Vegna þess hversu langt VHS 1256 b er frá brúnu dvergunum truflaði útgeislun þeirra ekki mælingarnar og Webb gat rannsakað hana beint í stað þess að reiða sig á óbeinar athuganir sem eru algengar í rannsóknum á fjarreikistjörnum. Geimurinn Vísindi James Webb-geimsjónaukinn Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
Síliköt eru svokallaðar steindir sem eru byggingarefni steina. Þau innihalda kísil og súrefni, tvö algengustu frumefnin í skorpu jarðarinnar sem er að mestu leyti úr sílíkötum. Steindir af þessu tagi mynda ský hátt í andrúmslofti fjarreikistjörnunnar VHS 1256 b í um fjörutíu milljón ljósára fjarlægð frá jörðinni, að því segir í grein á Stjörnufræðivefnum. VHS 1256 b er gasrisi, um nítján sinnum efnismeiri en Júpíter. Reikistjarnan er svo stór að hún jaðrar við að vera svonefndur brúnn dvergur, smá sólstjarna þar sem kjarnasamruni nær sér þó aldrei á strik. Hún gengur um tvo brúna dverga á um tíu þúsund árum, um fjórfalt fjær móðurstjörnunum en Plútó er frá sólinni okkar. Ólgandi iðustraumar bera hita upp í háloftin Þrátt fyrir fjarlægðina er hitinn þar sem sílíkatskýin fundust um 830 gráður á Celsíus. Reikistjarnan er talin aðeins um 150 milljón ára gömul, hálfgert ungbarn á stjarnfræðilegan mælikvarða, og innri hiti hennar er enn hár. Hann berst með ólgandi iðustraumum upp í efri lög lofthjúpsins á sama tíma og kaldara efni þrýstist niður. Ólgan í lofthjúpnum veldur gífurlegum birtubreytingum, þeim mestu sem reikistjörnufræðingar hafa nokkurn tímann séð í athugunum sínum. Skýin eru úr stórum og litlum sílíkataögnum. Þær fínustu eru sagðar svipaðar rykögnum í reykjarmekki en þær stærri líkist heitri gosösku eða sandi. „Stærri agnirnar gætu verið meira eins og mjög heitar og mjög smáar sandagnir,“ segir Beth Biller frá Edinborgarháskóla og meðhöfundur greinar um rannsóknina. Tilvist skýjanna er að líkindum hverful. Eftir því sem gasrisinn eldist á næstu milljörðum ára kólnar hann og breytist. Sílíkötin falla þá niður og andrúmsloftið verður heiðskírara. Litrófsgreining á lofthjúpi VHS 1256 b. Aldrei áður hafa svo margar sameindir fundist við eina athugun á fjarreikistjörnu.NASA, ESA, CSA, J. Olmsted (STScI), B. Miles (University of Ariz Skýin víkja fyrir heiðríkju Mælingar Webb-sjónaukans á VHS 1256 b eru sagðar marka tímamót. Með því að litrófsgreina ljós frá reikistjörnunni fann hann merki um vatnsgufu, metan, kolmónoxíð og koldíoxíð í lofthjúpi hennar. Þau efni hafa öll fundust áður í fjarreikistjörnum með öðrum sjónaukum en aldrei öll i einu. Yfirleitt hefur aðeins tekist að finna merki um eitt frumefni eða sameind í einu. Fjarlægð reikistjörnunar frá móðurstjörnunum auðveldaði rannsóknir á henni. Webb-sjónaukinn er næmur fyrir innrauðu ljósi eða hitageislun. Vegna þess hversu langt VHS 1256 b er frá brúnu dvergunum truflaði útgeislun þeirra ekki mælingarnar og Webb gat rannsakað hana beint í stað þess að reiða sig á óbeinar athuganir sem eru algengar í rannsóknum á fjarreikistjörnum.
Geimurinn Vísindi James Webb-geimsjónaukinn Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent