Enski boltinn

Son má ekki taka sjálfur á iPhone

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Son Heung-min hefur leikið 112 leiki fyrir suður-kóreska landsliðið og skorað 37 mörk.
Son Heung-min hefur leikið 112 leiki fyrir suður-kóreska landsliðið og skorað 37 mörk. getty/Clive Rose

Son Heung-min, fyrirliði Tottenham og suður-kóreska landsliðsins, má ekki taka sjálfur á iPhone síma.

Á myndbandi sem fór í dreifingu á TikTok sást Son neita að taka sjálfu með aðdáanda á iPhone síma. Það má hann nefnilega ekki.

Ástæðan er að Son er með styrktarsamning við Samsung, helsta keppinaut Apple í símabransanum. Hann má ekki taka sjálfur á iPhone síma og ekki snerta síma frá bandaríska fyrirtækinu.

Son gerði veglegan samning við Samsung í sumar en hann er eins konar sendiherra suður-kóreska tækirisans og er duglegur að auglýsa vörur hans á Instagram. Auk Samsung er Son með styrktarsamninga við Calvin Klein, Burberry, Gatorade og tryggingafyrirtækið AIA Singapore.

Son og félagar í suður-kóreska landsliðinu gerðu markalaust jafntefli við Wales í vináttulandsleik á fimmtudaginn. Suður-Kórea mætir Sádi-Arabíu í vináttulandsleik í Newcastle á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×