Ráðgjafi Trump dæmdur fyrir að óhlýðnast þinginu Kjartan Kjartansson skrifar 8. september 2023 08:38 Peter Navarro ræðir við fréttamenn fryir utan alríkisdómshús í Washington-borg. Fyrir aftan hann standa tveir mótmælendur með spjöld sem á stendur annars vegar „Tugthúslimirnir“ og hins vegar „Hættið að hata hvert annað vegna þess að þið eruð ósammála“. AP/Mark Schiefelbein Fyrrverandi viðskiptaráðgjafi Donalds Trump frá því að hann var Bandaríkjaforseti var fundinn sekur um að óhlýðnast Bandaríkjaþingi fyrir að neita að verða við stefnu í tengslum við rannsókn á árás stuðningsmanna Trump á þinghúsið. Hann bar fyrir sig trúnað við Trump. Peter Navarro var viðskiptaráðgjafi Trumps í Hvíta húsinu. Hann tók undir stoðlausar samsæriskenningar repúblikana um að stórfelld kosningasvik hefðu kostað Trump endurkjör í forsetakosningunum 2020. Þegar sérstök þingnefnd fulltrúadeildarinnar rannsakaði árásina á þinghúsið neitaði hann að verða við stefnu hennar um gögn og vitnisburð. Refsing Navarro verður ákveðin í janúar en hann gæti átt yfir höfði sér allt að árs fangelsi. Navarro hefur þegar sagst ætla að áfrýja dómnum. Málið eigi eftir að rata alla leið fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna. Dómarinn hafnað málsvörn hans um að hann væri bundinn trúnaði við þáverandi froseta þar sem hann hefði ekki sýnt nægilega fram á að Trump hefði farið fram á slíkan trúnað, að sögn AP-fréttastofunnar. Navarro er annar náni ráðgjafi Trump sem er sakfelldur fyrir að óhlýðnast Bandaríkjaþingi í tengslum við rannsóknina á árásinni á þinghúsið. Steve Bannon, fyrrverandi skrifstofustjóri Hvíta hússins, var dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir að hunsa stefnu þingnefndar. Hann gengur enn laus á meðan áfrýjun á dómnum er til meðferðar. Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Giuliani ábyrgur fyrir meiðyrðum í garð kosningastarfsmanna Alríkisdómstóll í Bandaríkjunum úrskurðaði að Rudy Giuliani, fyrrverandi persónulegur lögmaður Donalds Trump, hefði gefið meiðyrðamál tveggja kosningastarfsmanna í Georgíu á hendur honum. Starfsmennirnir sættu líflátshótunum eftir að Giuliani og fleiri sökuðu þær ranglega um svik. 30. ágúst 2023 15:49 Mest lesið Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Innlent Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Fleiri fréttir Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Ákærður fyrir morð í New York Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Norski hryðjuverkamaðurinn telur brotið á sér í fangelsi Sjá meira
Peter Navarro var viðskiptaráðgjafi Trumps í Hvíta húsinu. Hann tók undir stoðlausar samsæriskenningar repúblikana um að stórfelld kosningasvik hefðu kostað Trump endurkjör í forsetakosningunum 2020. Þegar sérstök þingnefnd fulltrúadeildarinnar rannsakaði árásina á þinghúsið neitaði hann að verða við stefnu hennar um gögn og vitnisburð. Refsing Navarro verður ákveðin í janúar en hann gæti átt yfir höfði sér allt að árs fangelsi. Navarro hefur þegar sagst ætla að áfrýja dómnum. Málið eigi eftir að rata alla leið fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna. Dómarinn hafnað málsvörn hans um að hann væri bundinn trúnaði við þáverandi froseta þar sem hann hefði ekki sýnt nægilega fram á að Trump hefði farið fram á slíkan trúnað, að sögn AP-fréttastofunnar. Navarro er annar náni ráðgjafi Trump sem er sakfelldur fyrir að óhlýðnast Bandaríkjaþingi í tengslum við rannsóknina á árásinni á þinghúsið. Steve Bannon, fyrrverandi skrifstofustjóri Hvíta hússins, var dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir að hunsa stefnu þingnefndar. Hann gengur enn laus á meðan áfrýjun á dómnum er til meðferðar.
Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Giuliani ábyrgur fyrir meiðyrðum í garð kosningastarfsmanna Alríkisdómstóll í Bandaríkjunum úrskurðaði að Rudy Giuliani, fyrrverandi persónulegur lögmaður Donalds Trump, hefði gefið meiðyrðamál tveggja kosningastarfsmanna í Georgíu á hendur honum. Starfsmennirnir sættu líflátshótunum eftir að Giuliani og fleiri sökuðu þær ranglega um svik. 30. ágúst 2023 15:49 Mest lesið Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Innlent Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Fleiri fréttir Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Ákærður fyrir morð í New York Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Norski hryðjuverkamaðurinn telur brotið á sér í fangelsi Sjá meira
Giuliani ábyrgur fyrir meiðyrðum í garð kosningastarfsmanna Alríkisdómstóll í Bandaríkjunum úrskurðaði að Rudy Giuliani, fyrrverandi persónulegur lögmaður Donalds Trump, hefði gefið meiðyrðamál tveggja kosningastarfsmanna í Georgíu á hendur honum. Starfsmennirnir sættu líflátshótunum eftir að Giuliani og fleiri sökuðu þær ranglega um svik. 30. ágúst 2023 15:49