Innlent

„Það hefði mátt koma í veg fyrir þetta“

Bjarki Sigurðsson skrifar
Claudia í stórri tjörn sem myndast hefur í garðinum hennar.
Claudia í stórri tjörn sem myndast hefur í garðinum hennar. Vísir/Steingrímur Dúi

Claudia Gockel býr á Nýlendu í Suðurnesjabæ, ekki langt fyrir utan Sandgerði. Mikill sjógangur var á svæðinu í gær og flæddi yfir sjóvarnargarða. Fór sem svo að sjór umlykti hús Claudiu og þurfti hún að vaða upp að hnjám til að komast út.

Claudia segir að þrátt fyrir að þetta hafi ekki verið í fyrsta sinn sem slíkt gerist hafi hún verið afar hrædd.

Þegar fréttastofu bar að garði í dag var ekki jafn mikið vatn við húsið og kvöldið áður. Þó þurfti að ganga hringinn í kring til að komast að útidyrahurðinni vegna vatnsmagnsins.Vísir/Claudia/Steingrímur Dúi

„Það var af því að sjórinn hafði aldrei náð svo hátt við húsið, næstum því að útidyrunum. Sjórinn flæddi líka eftir götunni að kirkjugarðinum. Það hefur aldrei gerst áður,“ segir Claudia. 

Aldrei hlustað

Varnargarðarnir sem eru nærri heimili Claudiu eru að hennar mati illa staðsettir. Þá hafi hún margoft reynt að ræða við skipulagsyfirvöld um það en lítið sé hlustað á hana. Vatnið sem safnast hefur við heimili hennar mun þá að öllum líkindum vera þar næstu mánuði.

„Því miður er aðeins gras sem hylur grjót og hraun og vatnið sjatnar ekki á vetrum og jörðin þornar af völdum sólar. Síðan frýs það og þá liggur ís yfir öllu veturlangt,“ segir Claudia.

Klippa: Haustið komið

Hægt að koma í veg fyrir þetta

Hún kallar eftir betra skipulagi.

„Ég hef upplifað þetta í mörg ár. Það hefði mátt koma í veg fyrir þetta með betra skipulagi,“ segir Claudia.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×