Segir dómarastéttina ósátta með sýndarmennsku KSÍ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. september 2023 07:01 Það er alltaf líf og fjör þegar Víkingur og Breiðablik mætast. Vísir/Hulda Margrét Knattspyrnusamband Íslands fór nýverið af stað með herferð þar sem markmiðið er að þjálfarar, leikmenn og stuðningsfólk beri meiri virðingu fyrir dómurum landsins. Það virðist ekki sem sú herferð sé að ganga nægilega vel. Á dögunum birtist viðtal á vef Mannlífs við ónefndan dómara sem dæmir í Bestu deild karla á Íslandi. Sá vandar ekki KSÍ, Arnari Gunnlaugssyni - þjálfara toppliði Víkings sem og félögum landsins kveðjurnar. „Þessu var hent af stað einhverjum tveimur vikum fyrir leikinn fræga í Kópavogi og búnir til einhverjir bolir og eitthvað dót sem allir áttu að hita upp í. Rosa fínt og flott. Svo er ekkert gert í þessu,“ segir áður ónefndur dómari í viðtalinu sem birt var á vef Mannlífs. Leikurinn sem um er ræðir er viðureign Breiðabliks og Víkings þar sem Arnar ákvað að láta dómara leiksins, Ívar Orra Kristjánsson, heyra það að leik loknum. „Síðan þá hefur enginn farið í þennan bol,“ bætir téður dómari við. Þar sem Arnari var ekki refsað fyrir athæfi sitt þá telur dómarinn að þarna sé „búið að opna einhverja ormagryfju.“ Í viðalinu er þó tekið fram að flestir þjálfarar í efstu deild karla séu toppmenn sem eru með það eina markmið að vinna knattspyrnuleiki. Þeir eru að sinna vinnu sinni „og partur af því er að láta heyra í sér.“ Þá veltir hann fyrir sér ef varamannabekkur eyðir tæpum tíu mínútum í að úthúða dómara í hverjum leik. Hver er þá fókusinn á leikinn og leikmenn liðsins? „Ef þú eyðir 30 til 40 prósent af púðrinu í að öskra á dómara þá skilur þú ekki eftir nema 60 til 70 prósent fyrir leikinn.“ Takk dómarar!https://t.co/3SscPtuOov#Ekkitapa #Takkdómarar pic.twitter.com/FgLXWwmcgx— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) September 2, 2023 Að endingu sagði áður ónefndur dómari að nýliðun í dómarastéttinni mætti vera betri þar sem alltaf sé verið að fjölga leikjum. Þá lét hann lið landsins heyra það fyrir að búa ekki til nýja dómara fyrir knattspyrnuhreyfinguna. Víkingarnir hans Arnars verða í sviðsljósinu í dag líkt og önnur lið Bestu deildar karla þegar 22. umferð fer fram í heild sinni klukkan 14.00. Víkingar geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn þó svo enn séu fimm umferðir eftir í úrslitakeppninni. Allir leikir hefjast klukkan 14.00. Breiðablik - FH (Stöð 2 Sport) Stjarnan - Keflavík (Stöð 2 Sport 2) Fram - Víkingur (Stöð 2 Sport 5) Fylkir - KA (Besta deildin) ÍBV - KR (Besta deildin 2) Valur - HK (Besta deildin 3) Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Fleiri fréttir Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Sjá meira
Á dögunum birtist viðtal á vef Mannlífs við ónefndan dómara sem dæmir í Bestu deild karla á Íslandi. Sá vandar ekki KSÍ, Arnari Gunnlaugssyni - þjálfara toppliði Víkings sem og félögum landsins kveðjurnar. „Þessu var hent af stað einhverjum tveimur vikum fyrir leikinn fræga í Kópavogi og búnir til einhverjir bolir og eitthvað dót sem allir áttu að hita upp í. Rosa fínt og flott. Svo er ekkert gert í þessu,“ segir áður ónefndur dómari í viðtalinu sem birt var á vef Mannlífs. Leikurinn sem um er ræðir er viðureign Breiðabliks og Víkings þar sem Arnar ákvað að láta dómara leiksins, Ívar Orra Kristjánsson, heyra það að leik loknum. „Síðan þá hefur enginn farið í þennan bol,“ bætir téður dómari við. Þar sem Arnari var ekki refsað fyrir athæfi sitt þá telur dómarinn að þarna sé „búið að opna einhverja ormagryfju.“ Í viðalinu er þó tekið fram að flestir þjálfarar í efstu deild karla séu toppmenn sem eru með það eina markmið að vinna knattspyrnuleiki. Þeir eru að sinna vinnu sinni „og partur af því er að láta heyra í sér.“ Þá veltir hann fyrir sér ef varamannabekkur eyðir tæpum tíu mínútum í að úthúða dómara í hverjum leik. Hver er þá fókusinn á leikinn og leikmenn liðsins? „Ef þú eyðir 30 til 40 prósent af púðrinu í að öskra á dómara þá skilur þú ekki eftir nema 60 til 70 prósent fyrir leikinn.“ Takk dómarar!https://t.co/3SscPtuOov#Ekkitapa #Takkdómarar pic.twitter.com/FgLXWwmcgx— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) September 2, 2023 Að endingu sagði áður ónefndur dómari að nýliðun í dómarastéttinni mætti vera betri þar sem alltaf sé verið að fjölga leikjum. Þá lét hann lið landsins heyra það fyrir að búa ekki til nýja dómara fyrir knattspyrnuhreyfinguna. Víkingarnir hans Arnars verða í sviðsljósinu í dag líkt og önnur lið Bestu deildar karla þegar 22. umferð fer fram í heild sinni klukkan 14.00. Víkingar geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn þó svo enn séu fimm umferðir eftir í úrslitakeppninni. Allir leikir hefjast klukkan 14.00. Breiðablik - FH (Stöð 2 Sport) Stjarnan - Keflavík (Stöð 2 Sport 2) Fram - Víkingur (Stöð 2 Sport 5) Fylkir - KA (Besta deildin) ÍBV - KR (Besta deildin 2) Valur - HK (Besta deildin 3)
Allir leikir hefjast klukkan 14.00. Breiðablik - FH (Stöð 2 Sport) Stjarnan - Keflavík (Stöð 2 Sport 2) Fram - Víkingur (Stöð 2 Sport 5) Fylkir - KA (Besta deildin) ÍBV - KR (Besta deildin 2) Valur - HK (Besta deildin 3)
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Fleiri fréttir Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Sjá meira
Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn
Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn