„Hélt ég myndi ekki lifa þann dag að sjá okkur vinna titla“ Aron Guðmundsson skrifar 30. ágúst 2023 23:31 Víkingsmæðgurnar Elíza Gígja Ómarsdóttir og Hjördís Guðmundsdótttir mættu í settið til Helenu Ólafsdóttur. Vísir/Skjáskot Nýjasti þáttur Bestu markanna, þar sem hitað er upp fyrir úrslitakeppnina í Bestu deild kvenna, er kominn í loftið en í þættinum mættu þær Víkings-mæðgur, Elíza Gígja Ómarsdóttir og Hjördís Guðmundsdóttir sem gestir. Hjördís er fyrrum leikmaður Víkings og núverandi samskiptastjóri Almannavarna á meðan að Elíza Gígja dóttir hennar er hluti af núverandi liði Víkings Reykjavíkur í fótbolta sem er ríkjandi bikarmeistari og tryggði sér í gær sigur í Lengjudeildinni og um leið sæti í Bestu deildinni að ári. Víkingar tryggðu sér sæti í efstu deild með sigri gegn Fylki í gær þar sem að áhorfendamet var slegið. Elíza hefur þurft að horfa á liðsfélaga sína vinna glæsta sigra á meðan hún er sjálf föst utan vallar.. Klippa: Bestu mörkin: Víkingsmæðgur kíktu í heimsókn „Ég slít krossband í maí í fyrra og því skrítið fyrir mig að vera á hliðarlínunni þegar að þetta er allt að gerast en bara öðruvísi gaman. Ég hef ekkert spilað í sumar en vonandi fæ ég einhverjar mínútur í þessum síðustu tveimur leikjum,“ segir Elíza og segir endurhæfinguna eftir þessi erfiðu meiðsli ganga vel. Hún viðurkennir að það reyni vel á að geta ekki tekið þátt í leikjum liðsins þegar að svona vel gengur. „Eftir undanúrslitin í bikarnum þurfti ég bara að fara í kælingu því ég trúði ekki að þetta væri að gerast og ég horfði niður og sá mig í strigaskóm en ekki takkaskóm. Svo kom úrslitaleikurinn og ég bara í liðsstjóra hlutverkinu að bera töskur og svona, það var mjög absúrd. Ég hef verið í þessu félagi síðan árið 2007 eða eitthvað og hélt ég myndi ekki lifa þann dag að sjá okkur vinna titla. Það virtist aldrei vera raunhæfur möguleiki. Svo er þetta að gerast og maður er í strigaskónum. Þetta er blaut tuska í andlitið en ég kem sterkari til baka.“ Það var fagnað vel og innilega í Víkinni í gær þegar að Bestu deildar sætið var í höfnVísir/Anton Brink Þáttinn má sjá í heild sinni hér fyrir ofan og þar er farið nánar í ævintýri Víkingskvenna í sumar sem og fyrri tíð þegar að Hjördis var sem leikmaður hjá Víkingi. Þá var spáð í spilin fyrir komandi úrslitakeppni Bestu deildarinnar sem hefst á morgun með tveimur leikjum í efri hlutanum. Úrslitakeppni Bestu deildar kvenna verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Besta deild kvenna Fótbolti Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Mest lesið Gunnar tapaði á stigum Sport Sá síðasti úr hinni heilögu hnefaleikaþrenningu: „Bardagar sem hreyfðu við öllum heiminum“ Sport „Hlökkum til að sjá alla Íslendingana“ Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikur, Kínakappakstur og margt fleira Sport Aftur tvöfaldur fögnuður hjá KA: „Höfum ekki pláss fyrir alla þessa bikara“ Sport Leiðin á HM hefst vel hjá Norðmönnum Fótbolti Uppgjörið: KR - Valur 78-96 | Valsmenn bikarmeistarar í fimmta sinn Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 81-74 | Njarðvíkingar bikarmeistarar Körfubolti Svona var blaðamannafundurinn fyrir seinni leikinn gegn Kósovó Fótbolti „Eins og ég sé kominn í úrslitakeppnina tveimur vikum áður en hún byrjar“ Sport Fleiri fréttir „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Hjartaáfallið stöðvar ekki Grétar Guðjohnsen LUÍH: Kom aldrei til greina að fórna „Maggiball“ Andi á Hlíðarenda: „Viljum allir vera á stóra sviðinu“ Vill menntun fremur en refsingar: „Ótrúlega skakkt“ Reynslumikill Svíi skrifar undir í Úlfarsárdalnum Sauð á pabba Axels sem rauk heim af KR-leikjum Breyta ekki því sem virkar Styrktaraðilar endursemja við ÍTF „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Leifur Andri leggur skóna á hilluna Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Víkingur missir undanúrslitasætið Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Sjá meira
Hjördís er fyrrum leikmaður Víkings og núverandi samskiptastjóri Almannavarna á meðan að Elíza Gígja dóttir hennar er hluti af núverandi liði Víkings Reykjavíkur í fótbolta sem er ríkjandi bikarmeistari og tryggði sér í gær sigur í Lengjudeildinni og um leið sæti í Bestu deildinni að ári. Víkingar tryggðu sér sæti í efstu deild með sigri gegn Fylki í gær þar sem að áhorfendamet var slegið. Elíza hefur þurft að horfa á liðsfélaga sína vinna glæsta sigra á meðan hún er sjálf föst utan vallar.. Klippa: Bestu mörkin: Víkingsmæðgur kíktu í heimsókn „Ég slít krossband í maí í fyrra og því skrítið fyrir mig að vera á hliðarlínunni þegar að þetta er allt að gerast en bara öðruvísi gaman. Ég hef ekkert spilað í sumar en vonandi fæ ég einhverjar mínútur í þessum síðustu tveimur leikjum,“ segir Elíza og segir endurhæfinguna eftir þessi erfiðu meiðsli ganga vel. Hún viðurkennir að það reyni vel á að geta ekki tekið þátt í leikjum liðsins þegar að svona vel gengur. „Eftir undanúrslitin í bikarnum þurfti ég bara að fara í kælingu því ég trúði ekki að þetta væri að gerast og ég horfði niður og sá mig í strigaskóm en ekki takkaskóm. Svo kom úrslitaleikurinn og ég bara í liðsstjóra hlutverkinu að bera töskur og svona, það var mjög absúrd. Ég hef verið í þessu félagi síðan árið 2007 eða eitthvað og hélt ég myndi ekki lifa þann dag að sjá okkur vinna titla. Það virtist aldrei vera raunhæfur möguleiki. Svo er þetta að gerast og maður er í strigaskónum. Þetta er blaut tuska í andlitið en ég kem sterkari til baka.“ Það var fagnað vel og innilega í Víkinni í gær þegar að Bestu deildar sætið var í höfnVísir/Anton Brink Þáttinn má sjá í heild sinni hér fyrir ofan og þar er farið nánar í ævintýri Víkingskvenna í sumar sem og fyrri tíð þegar að Hjördis var sem leikmaður hjá Víkingi. Þá var spáð í spilin fyrir komandi úrslitakeppni Bestu deildarinnar sem hefst á morgun með tveimur leikjum í efri hlutanum. Úrslitakeppni Bestu deildar kvenna verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Besta deild kvenna Fótbolti Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Mest lesið Gunnar tapaði á stigum Sport Sá síðasti úr hinni heilögu hnefaleikaþrenningu: „Bardagar sem hreyfðu við öllum heiminum“ Sport „Hlökkum til að sjá alla Íslendingana“ Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikur, Kínakappakstur og margt fleira Sport Aftur tvöfaldur fögnuður hjá KA: „Höfum ekki pláss fyrir alla þessa bikara“ Sport Leiðin á HM hefst vel hjá Norðmönnum Fótbolti Uppgjörið: KR - Valur 78-96 | Valsmenn bikarmeistarar í fimmta sinn Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 81-74 | Njarðvíkingar bikarmeistarar Körfubolti Svona var blaðamannafundurinn fyrir seinni leikinn gegn Kósovó Fótbolti „Eins og ég sé kominn í úrslitakeppnina tveimur vikum áður en hún byrjar“ Sport Fleiri fréttir „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Hjartaáfallið stöðvar ekki Grétar Guðjohnsen LUÍH: Kom aldrei til greina að fórna „Maggiball“ Andi á Hlíðarenda: „Viljum allir vera á stóra sviðinu“ Vill menntun fremur en refsingar: „Ótrúlega skakkt“ Reynslumikill Svíi skrifar undir í Úlfarsárdalnum Sauð á pabba Axels sem rauk heim af KR-leikjum Breyta ekki því sem virkar Styrktaraðilar endursemja við ÍTF „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Leifur Andri leggur skóna á hilluna Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Víkingur missir undanúrslitasætið Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Sjá meira