Íslenski boltinn

Ó­trú­leg endur­koma Eyja­manna í Kórnum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Eyjamenn náðu í stig í Kópavogi.
Eyjamenn náðu í stig í Kópavogi. Vísir/Hulda Margrét

HK leiddi með tveimur mörkum þegar skammt var til leiksloka í viðureign liðsins gegn ÍBV í Kórnum í Bestu deild karla í knattspyrnu á mánudagskvöld. Eyjamenn eru hins vegar ekki þekktir fyrir að leggja árar í bát og jöfnuðu metin á einhvern ótrúlegan hátt. Mörk leiksins má sjá hér að neðan.

Örvar Eggertsson kom heimamönnum í HK yfir strax á 13. mínútu leiksins með góðri afgreiðslu. Reyndist það eina mark fyrri hálfleiksins í Kórnum. Þegar 68 mínútur voru liðnar virtist Anton Søjberg vera að gera út um leikinn fyrir heimamenn í HK, annað kom þó á daginn.

Ekki löngu síðar jafnaði Richard King metin með marki sem Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, vildi meina að væri rangstaða. Það var svo á sjöttu mínútu uppbótartíma sem varamaðurinn Breki Ómarsson böðlaði boltanum yfir línuna og tryggði ÍBV stig í Kórnum.

HK með 25 stig í 7. sæti en ÍBV í 11. sæti með 18 stig þegar öll lið deildarinnar fyrir utan FH og KA eiga einn leik eftir af hefðbundinni deildarkeppni.

Klippa: Besta deild karla: HK 2-2 ÍBV

Tengdar fréttir

„Í raun bara ó­boð­legt hjá okkur“

HK og ÍBV skildu jöfn í botnbaráttuslag í Bestu deild karla í kvöld eftir mikla dramatík undir lok leiks. HK komst 2-0 yfir en undir lokin jöfnuðu Eyjamenn. Arnþór Ari, miðjumaður HK, var mjög svekktur í leikslok.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×