„Gerum tilkall í að vera eitt af sterkustu liðum sögunnar“ Aron Guðmundsson skrifar 21. ágúst 2023 12:31 Arnar Gunnlaugsson á hliðarlínunni í leik kvöldsins Vísir/Hulda Margrét Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings Reykjavíkur segir sitt lið gera tilkall til þess að vera metið sem eitt af bestu liðum Íslandssögunnar. Víkingar eru búnir að stinga af á toppi Bestu deildarinnar og settu í gær nýtt stigamet í efstu deild karla. „Við töluðum um það í byrjun ágúst að þessi mánuður gæti orðið gjöfull fyrir okkur, við ætluðum okkur að komast í úrslit bikarkeppninnar og með því að klára okkar deildarleiki vissum við að staðan yrði mjög góð áður en úrslitakeppnin byrjaði,“ sagði Arnar í viðtali á Stöð 2 Sport eftir 4-0 sigur Víkings Reykjavíkur á Val í toppslag Bestu deildarinnar. Sigur Víkinga kemur þeim í ellefu stiga forystu á toppi Bestu deildarinnar og þá er liðið búið að bæta stigametið í efstu deild, situr á toppnum með 53 stig og getur enn bætt í því tvær umferðir eru eftir af hinni hefðbundnu deildarkeppni. Þorkell Máni Pétursson, sérfræðingur Stöðvar 2 Sport í leiknum sagði við Arnar í beinni útsendingu í gær að honum fyndist að Víkingar ættu að biðja þjóðina afsökunar á því að gera mótið svona óspennandi. „Við þurfum að halda fókus og eigum Blikana næst og svo fram en frammistaða okkar í dag var frábær,“ svaraði Arnar. „Það er hægt að tala um flott mörk og allt það en varnarleikur okkar var geggjaður.“ „Ekki í mínum villtustu draumum“ Barst þá talið að árinu 2018 og rifjaði Þorkell Máni upp reynslu sína af Víkingum þá. Það er brjáluð stemning í stúkunni, bikarúrslitaleikur í fjórða skiptið í röð. Árið 2018 ferð þú í undirbúningstímabil með Víkingum sem var bara eitthvað djók. Þið voruð að tapa 7-0 þar sem liðið var leitt til slátrunar. Hugsaðirðu á einhverjum tímapunkti að fimm árum liðnum verð ég með langbesta liðið á Íslandi, búinn að slá stigametið og á leiðinni í bikarúrslit í fjórða skipti í röð? „Ekki í mínum villtustu draumum. Maður er bara auðmjúkur að fá að taka þátt í þessu. Frá 2018/2019 gerðist bara eitthvað í Víkinni. Þetta eru ekki bara þjálfarar og leikmenn, félagið í heild sinni kemur saman. Það er búið að virkja alla. Allt í einu eru allir Víkingar orðnir stoltir af félaginu sínu og þetta hefur verið frábær tími. Það er ótrúlegt til þess að hugsa að við eigum séns á að vinna fimm titla á þremur árum, sex titla af níu mögulegum síðustu fimm ár. Þetta er bara ótrúlegt. Vísir/Hulda Margrét Eitt af fimm bestu liðum sögunnar Borist hefur í tal að núverandi lið Víkings Reykjavíkur sé að stimpla sig inn sem eitt af bestu liðum sögunnar, hvernig metur Arnar þá stöðu? „Við erum kannski eitt af fjórum, fimm bestu liðum sögunnar. Það eru FH lið, KR lið og Skagalið hjá Guðjóni Þórðar sem byrja þetta allt. Þá er einn þjálfari sem fær aldrei neitt kredit upp á Skaga og það er Hörður Helgason, hann gerði Skagann að tvöföldum meisturum tvö ár í röð. Það er afrek sem hefur aldrei verið leikið eftir. Það er fullt af svona flottum sögum þarna úti en af því að við erum í núinu þá man fólk bara fyrst og fremst eftir því sem er að gerast í dag. Við gerum tilkall í að vera eitt af sterkustu liðum sögunnar.“ Víkingar hafa verið magnaðir í árVísir/Anton Brink Víkingar með ellefu stiga forystu á toppi Bestu deildarinnar. Hvernig ætlar Arnar að halda leikmönnum á tánum? „Það er ekkert mál. Það er svo mikið hungur í þessum strákum, þeir vilja vera partur af þessari velgengni og það er hvergi slakað á. Mantran hjá okkur er bara sú að það sem var nógu gott í gær er bara ekki nægilega gott í dag og þannig á þetta að vera.“ Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Sjá meira
„Við töluðum um það í byrjun ágúst að þessi mánuður gæti orðið gjöfull fyrir okkur, við ætluðum okkur að komast í úrslit bikarkeppninnar og með því að klára okkar deildarleiki vissum við að staðan yrði mjög góð áður en úrslitakeppnin byrjaði,“ sagði Arnar í viðtali á Stöð 2 Sport eftir 4-0 sigur Víkings Reykjavíkur á Val í toppslag Bestu deildarinnar. Sigur Víkinga kemur þeim í ellefu stiga forystu á toppi Bestu deildarinnar og þá er liðið búið að bæta stigametið í efstu deild, situr á toppnum með 53 stig og getur enn bætt í því tvær umferðir eru eftir af hinni hefðbundnu deildarkeppni. Þorkell Máni Pétursson, sérfræðingur Stöðvar 2 Sport í leiknum sagði við Arnar í beinni útsendingu í gær að honum fyndist að Víkingar ættu að biðja þjóðina afsökunar á því að gera mótið svona óspennandi. „Við þurfum að halda fókus og eigum Blikana næst og svo fram en frammistaða okkar í dag var frábær,“ svaraði Arnar. „Það er hægt að tala um flott mörk og allt það en varnarleikur okkar var geggjaður.“ „Ekki í mínum villtustu draumum“ Barst þá talið að árinu 2018 og rifjaði Þorkell Máni upp reynslu sína af Víkingum þá. Það er brjáluð stemning í stúkunni, bikarúrslitaleikur í fjórða skiptið í röð. Árið 2018 ferð þú í undirbúningstímabil með Víkingum sem var bara eitthvað djók. Þið voruð að tapa 7-0 þar sem liðið var leitt til slátrunar. Hugsaðirðu á einhverjum tímapunkti að fimm árum liðnum verð ég með langbesta liðið á Íslandi, búinn að slá stigametið og á leiðinni í bikarúrslit í fjórða skipti í röð? „Ekki í mínum villtustu draumum. Maður er bara auðmjúkur að fá að taka þátt í þessu. Frá 2018/2019 gerðist bara eitthvað í Víkinni. Þetta eru ekki bara þjálfarar og leikmenn, félagið í heild sinni kemur saman. Það er búið að virkja alla. Allt í einu eru allir Víkingar orðnir stoltir af félaginu sínu og þetta hefur verið frábær tími. Það er ótrúlegt til þess að hugsa að við eigum séns á að vinna fimm titla á þremur árum, sex titla af níu mögulegum síðustu fimm ár. Þetta er bara ótrúlegt. Vísir/Hulda Margrét Eitt af fimm bestu liðum sögunnar Borist hefur í tal að núverandi lið Víkings Reykjavíkur sé að stimpla sig inn sem eitt af bestu liðum sögunnar, hvernig metur Arnar þá stöðu? „Við erum kannski eitt af fjórum, fimm bestu liðum sögunnar. Það eru FH lið, KR lið og Skagalið hjá Guðjóni Þórðar sem byrja þetta allt. Þá er einn þjálfari sem fær aldrei neitt kredit upp á Skaga og það er Hörður Helgason, hann gerði Skagann að tvöföldum meisturum tvö ár í röð. Það er afrek sem hefur aldrei verið leikið eftir. Það er fullt af svona flottum sögum þarna úti en af því að við erum í núinu þá man fólk bara fyrst og fremst eftir því sem er að gerast í dag. Við gerum tilkall í að vera eitt af sterkustu liðum sögunnar.“ Víkingar hafa verið magnaðir í árVísir/Anton Brink Víkingar með ellefu stiga forystu á toppi Bestu deildarinnar. Hvernig ætlar Arnar að halda leikmönnum á tánum? „Það er ekkert mál. Það er svo mikið hungur í þessum strákum, þeir vilja vera partur af þessari velgengni og það er hvergi slakað á. Mantran hjá okkur er bara sú að það sem var nógu gott í gær er bara ekki nægilega gott í dag og þannig á þetta að vera.“
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Sjá meira