„Gerum tilkall í að vera eitt af sterkustu liðum sögunnar“ Aron Guðmundsson skrifar 21. ágúst 2023 12:31 Arnar Gunnlaugsson á hliðarlínunni í leik kvöldsins Vísir/Hulda Margrét Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings Reykjavíkur segir sitt lið gera tilkall til þess að vera metið sem eitt af bestu liðum Íslandssögunnar. Víkingar eru búnir að stinga af á toppi Bestu deildarinnar og settu í gær nýtt stigamet í efstu deild karla. „Við töluðum um það í byrjun ágúst að þessi mánuður gæti orðið gjöfull fyrir okkur, við ætluðum okkur að komast í úrslit bikarkeppninnar og með því að klára okkar deildarleiki vissum við að staðan yrði mjög góð áður en úrslitakeppnin byrjaði,“ sagði Arnar í viðtali á Stöð 2 Sport eftir 4-0 sigur Víkings Reykjavíkur á Val í toppslag Bestu deildarinnar. Sigur Víkinga kemur þeim í ellefu stiga forystu á toppi Bestu deildarinnar og þá er liðið búið að bæta stigametið í efstu deild, situr á toppnum með 53 stig og getur enn bætt í því tvær umferðir eru eftir af hinni hefðbundnu deildarkeppni. Þorkell Máni Pétursson, sérfræðingur Stöðvar 2 Sport í leiknum sagði við Arnar í beinni útsendingu í gær að honum fyndist að Víkingar ættu að biðja þjóðina afsökunar á því að gera mótið svona óspennandi. „Við þurfum að halda fókus og eigum Blikana næst og svo fram en frammistaða okkar í dag var frábær,“ svaraði Arnar. „Það er hægt að tala um flott mörk og allt það en varnarleikur okkar var geggjaður.“ „Ekki í mínum villtustu draumum“ Barst þá talið að árinu 2018 og rifjaði Þorkell Máni upp reynslu sína af Víkingum þá. Það er brjáluð stemning í stúkunni, bikarúrslitaleikur í fjórða skiptið í röð. Árið 2018 ferð þú í undirbúningstímabil með Víkingum sem var bara eitthvað djók. Þið voruð að tapa 7-0 þar sem liðið var leitt til slátrunar. Hugsaðirðu á einhverjum tímapunkti að fimm árum liðnum verð ég með langbesta liðið á Íslandi, búinn að slá stigametið og á leiðinni í bikarúrslit í fjórða skipti í röð? „Ekki í mínum villtustu draumum. Maður er bara auðmjúkur að fá að taka þátt í þessu. Frá 2018/2019 gerðist bara eitthvað í Víkinni. Þetta eru ekki bara þjálfarar og leikmenn, félagið í heild sinni kemur saman. Það er búið að virkja alla. Allt í einu eru allir Víkingar orðnir stoltir af félaginu sínu og þetta hefur verið frábær tími. Það er ótrúlegt til þess að hugsa að við eigum séns á að vinna fimm titla á þremur árum, sex titla af níu mögulegum síðustu fimm ár. Þetta er bara ótrúlegt. Vísir/Hulda Margrét Eitt af fimm bestu liðum sögunnar Borist hefur í tal að núverandi lið Víkings Reykjavíkur sé að stimpla sig inn sem eitt af bestu liðum sögunnar, hvernig metur Arnar þá stöðu? „Við erum kannski eitt af fjórum, fimm bestu liðum sögunnar. Það eru FH lið, KR lið og Skagalið hjá Guðjóni Þórðar sem byrja þetta allt. Þá er einn þjálfari sem fær aldrei neitt kredit upp á Skaga og það er Hörður Helgason, hann gerði Skagann að tvöföldum meisturum tvö ár í röð. Það er afrek sem hefur aldrei verið leikið eftir. Það er fullt af svona flottum sögum þarna úti en af því að við erum í núinu þá man fólk bara fyrst og fremst eftir því sem er að gerast í dag. Við gerum tilkall í að vera eitt af sterkustu liðum sögunnar.“ Víkingar hafa verið magnaðir í árVísir/Anton Brink Víkingar með ellefu stiga forystu á toppi Bestu deildarinnar. Hvernig ætlar Arnar að halda leikmönnum á tánum? „Það er ekkert mál. Það er svo mikið hungur í þessum strákum, þeir vilja vera partur af þessari velgengni og það er hvergi slakað á. Mantran hjá okkur er bara sú að það sem var nógu gott í gær er bara ekki nægilega gott í dag og þannig á þetta að vera.“ Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
„Við töluðum um það í byrjun ágúst að þessi mánuður gæti orðið gjöfull fyrir okkur, við ætluðum okkur að komast í úrslit bikarkeppninnar og með því að klára okkar deildarleiki vissum við að staðan yrði mjög góð áður en úrslitakeppnin byrjaði,“ sagði Arnar í viðtali á Stöð 2 Sport eftir 4-0 sigur Víkings Reykjavíkur á Val í toppslag Bestu deildarinnar. Sigur Víkinga kemur þeim í ellefu stiga forystu á toppi Bestu deildarinnar og þá er liðið búið að bæta stigametið í efstu deild, situr á toppnum með 53 stig og getur enn bætt í því tvær umferðir eru eftir af hinni hefðbundnu deildarkeppni. Þorkell Máni Pétursson, sérfræðingur Stöðvar 2 Sport í leiknum sagði við Arnar í beinni útsendingu í gær að honum fyndist að Víkingar ættu að biðja þjóðina afsökunar á því að gera mótið svona óspennandi. „Við þurfum að halda fókus og eigum Blikana næst og svo fram en frammistaða okkar í dag var frábær,“ svaraði Arnar. „Það er hægt að tala um flott mörk og allt það en varnarleikur okkar var geggjaður.“ „Ekki í mínum villtustu draumum“ Barst þá talið að árinu 2018 og rifjaði Þorkell Máni upp reynslu sína af Víkingum þá. Það er brjáluð stemning í stúkunni, bikarúrslitaleikur í fjórða skiptið í röð. Árið 2018 ferð þú í undirbúningstímabil með Víkingum sem var bara eitthvað djók. Þið voruð að tapa 7-0 þar sem liðið var leitt til slátrunar. Hugsaðirðu á einhverjum tímapunkti að fimm árum liðnum verð ég með langbesta liðið á Íslandi, búinn að slá stigametið og á leiðinni í bikarúrslit í fjórða skipti í röð? „Ekki í mínum villtustu draumum. Maður er bara auðmjúkur að fá að taka þátt í þessu. Frá 2018/2019 gerðist bara eitthvað í Víkinni. Þetta eru ekki bara þjálfarar og leikmenn, félagið í heild sinni kemur saman. Það er búið að virkja alla. Allt í einu eru allir Víkingar orðnir stoltir af félaginu sínu og þetta hefur verið frábær tími. Það er ótrúlegt til þess að hugsa að við eigum séns á að vinna fimm titla á þremur árum, sex titla af níu mögulegum síðustu fimm ár. Þetta er bara ótrúlegt. Vísir/Hulda Margrét Eitt af fimm bestu liðum sögunnar Borist hefur í tal að núverandi lið Víkings Reykjavíkur sé að stimpla sig inn sem eitt af bestu liðum sögunnar, hvernig metur Arnar þá stöðu? „Við erum kannski eitt af fjórum, fimm bestu liðum sögunnar. Það eru FH lið, KR lið og Skagalið hjá Guðjóni Þórðar sem byrja þetta allt. Þá er einn þjálfari sem fær aldrei neitt kredit upp á Skaga og það er Hörður Helgason, hann gerði Skagann að tvöföldum meisturum tvö ár í röð. Það er afrek sem hefur aldrei verið leikið eftir. Það er fullt af svona flottum sögum þarna úti en af því að við erum í núinu þá man fólk bara fyrst og fremst eftir því sem er að gerast í dag. Við gerum tilkall í að vera eitt af sterkustu liðum sögunnar.“ Víkingar hafa verið magnaðir í árVísir/Anton Brink Víkingar með ellefu stiga forystu á toppi Bestu deildarinnar. Hvernig ætlar Arnar að halda leikmönnum á tánum? „Það er ekkert mál. Það er svo mikið hungur í þessum strákum, þeir vilja vera partur af þessari velgengni og það er hvergi slakað á. Mantran hjá okkur er bara sú að það sem var nógu gott í gær er bara ekki nægilega gott í dag og þannig á þetta að vera.“
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti