Erlent

Há­lendið, pólitíkin og staða flótta­fólks í Sprengi­sandi

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju.
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju.

Há­lendið og fram­tíð þess, staðan í pólitíkinni og staða fólks sem synjað hefur verið um al­þjóð­lega vernd en hefur lent á götunni verða til um­ræðu í þjóð­mála­þættinum Sprengi­sandi á Bylgjunni klukkan tíu. Í þættinum fær Kristján Kristjáns­son til sín góða gesti og fer yfir þau mál­efni sem efst eru á baugi í sam­fé­laginu hverju sinni.

Ólöf Kristín Sí­vert­sen for­maður Ferða­fé­lags Ís­lands og Pétur Óskars­son eig­andi Kötlu Tra­vel skiptast á skoðunum um upp­byggingu, vernd og að­gengi. Hversu mikil má traffíkin vera áður en há­lendið missir stóran hluta að­dráttar­afls síns.

Gunnar Smári Egils­son, Björn Ingi Hrafns­son og Sig­mundur Ernir Rúnars­son ræða stöðuna í pólitíkinni frá ýmsum hliðum og spá í spilin í þjóð­málunum. Ríkis­stjórn stendur veikt, mikil ólga í Sjálfstæðisflokknum og nú styttist í endan­lega á­kvörðun Svan­dísar Svavars­dóttur um hval­veiðar, ákv. sem gæti haft af­gerandi á­hrif á fram­haldið.

Heiða Björg Hilmis­dóttir for­maður Sam­bands ís­lenskra sveitar­fé­laga og Guð­mundur Ingi Guð­brands­son fé­lags­mála­ráð­herra rök­ræða stöðu þess fólks sem synjað hefur verið um al­þjóð­lega vernd en lent hefur á götunni. Hver ber á­byrgð á fólki sem hvorki getur farið eða verið?

Hægt er að hlusta á þáttinn hér fyrir neðan.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×