Dæmd til 22 ára fyrir að reyna að myrða Trump Árni Sæberg skrifar 17. ágúst 2023 21:18 Ferrier tókst ekki að myrða Trump. Alex Brandon/Lögreglan í Hidalgo sýslu/AP Kanadísk kona hefur verið dæmd til 22 ára langrar fangelsisvistar fyrir að hafa sent Donald Trump bréf sem innihélt hið baneitraða rísín. Fyrir dómi sagðist hún ekki sjá eftir neinu nema að hafa ekki tekist að drepa forsetann þáverandi. Pascale Ferrier, sem er 56 ára gömul, var handtekin í september árið 2020 eftir að starfsmenn Hvíta Hússins náðu að stöðva afhendingu bréfsins áður en það barst Donald Trump. Í bréfinu hvatti Ferrier forsetann þáverandi til þess að hætta við framboð sitt í forsetakosningunum sem haldnar voru í nóvember sama ár. Bréfið innihélt ekki aðeins hvatninguna og vel valin fúkyrði í garð Trumps, heldur einnig eitrið rísín. Engin lækning er til við eitrun af völdum rísíns, sem dregur þá sem komast í snertingu við það til dauða á 36 til 72 klukkustundum, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins um málið. Játaði skýlaust og sagðist vera aðgerðasinni Ferrier játaði brot sín fyrir dómi í janúar þessa árs og flutti langa ræðu þar sem hún sagðist ekki sjá eftir því að hafa sent eitrið heldur aðeins að hafa ekki tekist að stöðva Trump. Þá sagðist hún vera aðgerðasinni en ekki hryðjuverkamaður. „Ég vil leita friðsamlegra leiða til þess að ná markmiðum mínum,“ er haft eftir henni. Dómari í Washington D.C. dæmdi hana til 262 mánaða fangelsisvistar, rétt tæplega 22 ára, í dag. Þá verður hún flutt úr landi að afplánun lokinni. Bandaríkin Donald Trump Erlend sakamál Kanada Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Fleiri fréttir Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreyfingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Sjá meira
Pascale Ferrier, sem er 56 ára gömul, var handtekin í september árið 2020 eftir að starfsmenn Hvíta Hússins náðu að stöðva afhendingu bréfsins áður en það barst Donald Trump. Í bréfinu hvatti Ferrier forsetann þáverandi til þess að hætta við framboð sitt í forsetakosningunum sem haldnar voru í nóvember sama ár. Bréfið innihélt ekki aðeins hvatninguna og vel valin fúkyrði í garð Trumps, heldur einnig eitrið rísín. Engin lækning er til við eitrun af völdum rísíns, sem dregur þá sem komast í snertingu við það til dauða á 36 til 72 klukkustundum, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins um málið. Játaði skýlaust og sagðist vera aðgerðasinni Ferrier játaði brot sín fyrir dómi í janúar þessa árs og flutti langa ræðu þar sem hún sagðist ekki sjá eftir því að hafa sent eitrið heldur aðeins að hafa ekki tekist að stöðva Trump. Þá sagðist hún vera aðgerðasinni en ekki hryðjuverkamaður. „Ég vil leita friðsamlegra leiða til þess að ná markmiðum mínum,“ er haft eftir henni. Dómari í Washington D.C. dæmdi hana til 262 mánaða fangelsisvistar, rétt tæplega 22 ára, í dag. Þá verður hún flutt úr landi að afplánun lokinni.
Bandaríkin Donald Trump Erlend sakamál Kanada Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Fleiri fréttir Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreyfingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Sjá meira