Yfirmaður spænsku leyniþjónustunnar rekinn vegna njósnaforrits Kjartan Kjartansson skrifar 10. maí 2022 10:31 Paz Esteban tók við spænsku leyniþjónustunni CNI árið 2020, fyrst kvenna. Hún hefur nú verið látin taka poka sinn. Vísir/EPA Spænska ríkisstjórnin rak Paz Esteban, yfirmann leyniþjónstunnar, vegna uppljóstrana um að umdeilt njósnaforrit hafi verið notað til þess að njósna um spænska ráðamenn. Esteban var fyrsta konan til að gegna embættinu. Uppljóstranir kanadísku samtakanna Citizen Lab um að njósnað hafi verið um fleiri en sextíu manns sem tengjast hreyfingu katalónskra sjálfstæðissinna með svonefndu Pegasus-njósnaforriti ísraelska fyrirtækisins NSO Group hrundu af stað atburðarásinni sem leiddi til brottreksturs Esteban. Í ljós kom að forritið hafði einnig verið notað til þess að njósna um síma Pedro Sánchez, forsætisráðherra, og Margaritu Robles, varnarmálaráðherra. Spænska dagblaðið El País segir ekki vitað hver njósnaði um ráðherrana en líklega hafi það verið erlend ríkisstjórn. Njósnirnar áttu sér stað fyrir ári og fóru fram hjá leyniþjónustunni sem Esteban stýrir. Að minnsta kosti einn gagnaleki er talinn tengjast innbroti í síma Sánchez forsætisráðherra. Málið hefur valdið miklum titringi innan spænsku ríkisstjórnarinnar. Flokkur katalónskra sjálfstæðissinna sem ver minnihlutastjórn Sánchez falli hét því að draga stuðning sinn til baka gripi stjórnin ekki til aðgerða til að endurvekja traust á leyniþjónstunni eftir uppljóstranirnar um njósnirnar í Katalóníu. Persónuverndarstofnun Evrópusambandsins hefur kallað eftir því að bann verði lagt við notkun Pegasus-hugbúnaðarins vegna ásakana um að ríkisstjórnir sem keyptu forritið hafi misnotað það til þess að njósna um baráttufólk, blaðamenn og stjórnmálamenn, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Spánn Ísrael Tengdar fréttir Njósnabúnaðinum Pegasus beitt gegn aðgerðasinnum Símanúmer aðgerðasinna, blaðamanna og stjórnmálamanna eru meðal þeirra sem eru á lista yfir fimmtíu þúsund símanúmer sem var lekið til fjölmiðla í gær. Talið er að símanúmerin tengist ísraelska fyrirtækinu NSO Group sem selur stjórnvöldum um allan heim búnaðinn Pegasus sem breytir símum fólks í eftirlitstæki. 19. júlí 2021 12:25 Pegasus verkefnið veldur usla í stjórnmálaheiminum Um helgina kom upp á yfirborðið að stjórnvöld um allan heim noti ísraelska njósnaforritið Pegasus til að njósna um borgara sína. Meðal þeirra sem njósnað hefur verið um eru forseti Mexíkó og helsti andstæðingur forsætisráðherra Indlands. Rúmlega áttatíu blaðamenn frá sextán miðlum hafa unnið úr gagnaleka um málið síðustu mánuði. 20. júlí 2021 13:22 Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Sjá meira
Uppljóstranir kanadísku samtakanna Citizen Lab um að njósnað hafi verið um fleiri en sextíu manns sem tengjast hreyfingu katalónskra sjálfstæðissinna með svonefndu Pegasus-njósnaforriti ísraelska fyrirtækisins NSO Group hrundu af stað atburðarásinni sem leiddi til brottreksturs Esteban. Í ljós kom að forritið hafði einnig verið notað til þess að njósna um síma Pedro Sánchez, forsætisráðherra, og Margaritu Robles, varnarmálaráðherra. Spænska dagblaðið El País segir ekki vitað hver njósnaði um ráðherrana en líklega hafi það verið erlend ríkisstjórn. Njósnirnar áttu sér stað fyrir ári og fóru fram hjá leyniþjónustunni sem Esteban stýrir. Að minnsta kosti einn gagnaleki er talinn tengjast innbroti í síma Sánchez forsætisráðherra. Málið hefur valdið miklum titringi innan spænsku ríkisstjórnarinnar. Flokkur katalónskra sjálfstæðissinna sem ver minnihlutastjórn Sánchez falli hét því að draga stuðning sinn til baka gripi stjórnin ekki til aðgerða til að endurvekja traust á leyniþjónstunni eftir uppljóstranirnar um njósnirnar í Katalóníu. Persónuverndarstofnun Evrópusambandsins hefur kallað eftir því að bann verði lagt við notkun Pegasus-hugbúnaðarins vegna ásakana um að ríkisstjórnir sem keyptu forritið hafi misnotað það til þess að njósna um baráttufólk, blaðamenn og stjórnmálamenn, að sögn Reuters-fréttastofunnar.
Spánn Ísrael Tengdar fréttir Njósnabúnaðinum Pegasus beitt gegn aðgerðasinnum Símanúmer aðgerðasinna, blaðamanna og stjórnmálamanna eru meðal þeirra sem eru á lista yfir fimmtíu þúsund símanúmer sem var lekið til fjölmiðla í gær. Talið er að símanúmerin tengist ísraelska fyrirtækinu NSO Group sem selur stjórnvöldum um allan heim búnaðinn Pegasus sem breytir símum fólks í eftirlitstæki. 19. júlí 2021 12:25 Pegasus verkefnið veldur usla í stjórnmálaheiminum Um helgina kom upp á yfirborðið að stjórnvöld um allan heim noti ísraelska njósnaforritið Pegasus til að njósna um borgara sína. Meðal þeirra sem njósnað hefur verið um eru forseti Mexíkó og helsti andstæðingur forsætisráðherra Indlands. Rúmlega áttatíu blaðamenn frá sextán miðlum hafa unnið úr gagnaleka um málið síðustu mánuði. 20. júlí 2021 13:22 Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Sjá meira
Njósnabúnaðinum Pegasus beitt gegn aðgerðasinnum Símanúmer aðgerðasinna, blaðamanna og stjórnmálamanna eru meðal þeirra sem eru á lista yfir fimmtíu þúsund símanúmer sem var lekið til fjölmiðla í gær. Talið er að símanúmerin tengist ísraelska fyrirtækinu NSO Group sem selur stjórnvöldum um allan heim búnaðinn Pegasus sem breytir símum fólks í eftirlitstæki. 19. júlí 2021 12:25
Pegasus verkefnið veldur usla í stjórnmálaheiminum Um helgina kom upp á yfirborðið að stjórnvöld um allan heim noti ísraelska njósnaforritið Pegasus til að njósna um borgara sína. Meðal þeirra sem njósnað hefur verið um eru forseti Mexíkó og helsti andstæðingur forsætisráðherra Indlands. Rúmlega áttatíu blaðamenn frá sextán miðlum hafa unnið úr gagnaleka um málið síðustu mánuði. 20. júlí 2021 13:22