Íslenski boltinn

Víkingar geta slegið KR út úr bikarnum þriðja árið í röð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Víkingurinn Danijel Dejan Djuric í baráttu við KR-inginn Kennie Knak Chopart
Víkingurinn Danijel Dejan Djuric í baráttu við KR-inginn Kennie Knak Chopart Vísir/Hulda Margrét

Víkingur og KR mætast í kvöld í undanúrslitum Mjólkurbikars karla í fótbolta en í boði er sæti í bikarúrslitaleiknum á móti KA.

Þetta verður þriðja árið í röð sem félögin mætast í bikarnum en Víkingur hefur bæði árin slegið KR út og farið svo alla leið og unnið bikarinn.

Í fyrra vann Víkingur 5-3 sigur á KR í átta liða úrslitunum og árið þar áður vann Víkingur 3-1 sigur í sextán liða úrslitunum.

Víkingar hafa unnið þrjá síðustu bikarmeistaratitla, undanfarin tvö ár og svo líka árið 2019. Árið 2020 var bikarkeppnin ekki klárið vegna kórónuveirufaraldursins.

KR-ingar komust síðast í bikarúrslitaleikinn fyrir átta árum eða sumarið 2015. Það ár voru KR-ingar að komast í bikarúrslitin í fimmta sinn á aðeins sex árum.

KR var síðast í undanúrslitum bikarsins árið 2020 og drógust þá á móti Val. Leikurinn fór þó aldrei fram vegna Covid-19.

Víkingur og KR hafa alls mæst sex sinnum í bikarkeppni og hafa bæði lið unnið þrisvar. Einn sigur KR kom í vítakeppni en það var síðasti bikarsigur Vesturbæinga á Víkingum árið 2005.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×