Leynipeppari á bak við tjöldin kveikti í Víkingsstelpunum fyrir bikarúrslitin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. ágúst 2023 11:00 Víkingsstelpurnar fagna hér bikarmeistaratitlinum sem var sá fyrsti hjá kvennaliði félagsins. Vísir/Hulda Margrét Nýkrýndu bikarmeistararnir Nadía Atladóttir og Emma Steinsen Jónsdóttir voru gestir Helenu Ólafsdóttur í upphitun fyrir sextándu umferð Bestu deildar kvenna sem hefst í kvöld. Upphitun er að venju aðgengileg hér á Vísi en þar er farið yfir leiki helgarinnar og spáð í spilin. Lengjudeildarlið Víkings kom flestum mjög mikið á óvart með því að tryggja sér bikarmeistaratitilinn með sannfærandi 3-1 sigri á toppliði Bestu deildar kvenna í Breiðabliki. Nadía er fyrirliði Víkingsliðsins og skoraði tvö mörk í úrslitaleiknum þar af annað þeirra eftir stoðsendingu frá hægri bakverðinum Emmu Steinsen. Helena forvitnaðist um undirbúning Víkingsliðsins fyrir bikarúrslitaleikinn en þar heyrðu Víkingsstelpurnar úr flestum áttum, að þær ætti enga möguleika í bikarúrslitaleiknum. Var tryllt vika „Við vorum búnar að undirbúa okkur vel fyrir þennan leik. Við vorum alltaf að peppa okkur meira og meira með hverjum deginum. Því nær sem leið leiknum því meira gíraðar vorum við í þetta. Þetta var bara tryllt vika,“ sagði Nadía Atladóttir. Í spjallinu kom fram að það var leynipeppari á bak við tjöldin. Nadía hafði sjálf fengið hann til að hvetja sig áfram fyrir undanúrslitaleikinn á móti FH en nú talaði hann við allt liðið. Klippa: Besta upphitunin: Sextánda umferðin með Nadíu og Emmu Emma pressaði á Nadíu að segja söguna af pepparanum. „Við fengum smá peppfund líka, ekki gleyma honum,“ sagði Emma Steinsen Jónsdóttir en sá sem kveikti í Víkingsliðinu heitir Bjartur. „Þetta er einn mesti snillingur sem ég hef kynnst. Hann gíraður okkur svo sannarlega í gang fyrir leikinn,“ sagði Emma. Geggjaður gæi „Þetta er geggjaður gæi. Ég fór til hans fyrir FH-leikinn. Undanúrslitin. Mér fannst hann bara geðveikur. Ég kom með alls konar taktík inn í klefa fyrir þann leik. Allir voru bara: Hvað er Nadía að gera?,“ sagði Nadía. „Ég hef aldrei séð Nadíu svona. Nadía lætur aldrei svona. Hún var bara ógeðslega gíruð og ég hugsaði: Mig langar í það sem hún fékk,“ sagði Emma. „Svo sagði ég þeim eftir leikinn hvað ég hafði gert. Þær voru smá að naggast í mér: Ætlar þú ekki að heyra í Bjarti fyrir úrslitaleikinn? Ég ákvað að heyra í honum í byrjun vikunnar og hann var mjög gíraður í þetta. Hann hjálpaði okkur alveg mjög mikið,“ sagði Nadía. Gargandi á hverja aðra „Við hittumst þarna í klukkutíma og við vorum gargandi á hverja aðra að við værum með þetta og værum að fara að vinna. Svo endaði þetta meira að segja á því að við vorum allar hoppandi, dansandi og syngjandi bikarmeistarar. Þá hugsaði maður bara að þetta verður svona á eftir,“ sagði Nadía. „Við vorum bara að manifesta,“ sagði Emma. Bjartur Guðmundsson er lærður leikari sem starfar nær eingöngu sem fyrirlesari og frammistöðuþjálfari eða markþjálfi. Helena fékk stelpurnar einnig til að spá fyrir um sextándu umferðina en fjórir leikir fara fram í kvöld og einn á morgun. Leikir umferðarinnar eru: Þriðjudagurinn 15. ágúst 18.00 ÍBV-Keflavík (Stöð 2 Sport 5) 19.15 Selfoss-FH (Stöð 2 Besta Deildin 1) 19.15 Þór/KA-Valur (Stöð 2 Sport) 19.15 Þróttur-Tindastóll (Stöð 2 Besta Deildin 2) Miðvikudagurinn 16. ágúst 18.00 Stjarnan-Breiðablik (Stöð 2 Sport) 20.00 Bestu mörkin (Stöð 2 Sport) Besta deild kvenna Mjólkurbikar kvenna Lengjudeild kvenna Víkingur Reykjavík Mest lesið Manchester City fær milljón punda sekt fyrir tafir á leikjum Sport Dregið í undanúrslit Mjólkurbikarsins | Vestri fékk heimaleik Sport „Vinna í því að verða heimsmeistarar á ný“ Sport „Þetta var leikur smáatriða“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding 0 - 1 Fram | Fram síðasta liðið áfram í undanúrslit Íslenski boltinn Hefði blásið upp fjandskapinn: „Þetta jaðraði við hatur á tímabili“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og golf í allan dag Sport Messi með sigurmarkið úr aukaspyrnu fyrir Miami Sport Nico Williams á leið til Barcelona ef þeir geta lagað launa strúktúrinn Sport Botnlið Fjölnis með óvæntan sigur á Þrótturum Sport Fleiri fréttir „Þetta var leikur smáatriða“ Uppgjörið: Afturelding 0 - 1 Fram | Fram síðasta liðið áfram í undanúrslit Ótrúlega skrýtið að sjá Val: „Þetta er andlegt þrot“ KA tapaði áfrýjun og þarf að greiða Arnari Hefði blásið upp fjandskapinn: „Þetta jaðraði við hatur á tímabili“ „Ég held samt að hann sé að bulla“ Stígur Diljan ristarbrotin og missir af Evrópuleikjunum Arnar fór í starfskynningu hjá Óskari: „Ætlum að breyta íslenskum fótbolta“ Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 4-2 | Mörkum í öllum regnbogans litum rigndi í Garðabæ „Mætum einu besta liði landsins“ Silkeborg til Akureyrar og leið Vals, Víkings og Breiðabliks ljósari Þórdís Elva og Guðni valin best í fyrri umferðinni Gummi Ben: Erum við að fara að sjá Jóhannes Karl snúa aftur í Skagaliðið? Flýta tveimur leikjum KA-manna í næsta mánuði Versta staða Fylkismanna í næstum því fjörutíu ár „Ég á erfitt með að trúa þessu upp á hreinræktaðan Árbæing“ Sjáðu Gylfa leggja upp sigurmarkið fyrir Gunnar og öll hin í sigri Víkinga á KR Uppgjörið: Víkingur - KR 3-2 | Víkingur tyllti sér á toppinn í frábærum leik Uppgjörið: FH 5 - 1 Tindastóll | FH gekk frá Tindastól í seinni hálfleik Uppgjörið: Þór/KA 0 - 2 Breiðablik | Blikar með öruggan sigur Neyddur í legghlífar í Garðabæ en losaði sig strax við þær Leita arftaka Jóns Þórs: „Hann tók þessu með mikilli reisn“ Jón Þór hættur hjá ÍA Markaveisla Mosfellinga, Blikar á toppi, sigurmark Vestra og öll mörkin í Bestu „Þó við lentum undir missti enginn móðinn“ „Hef alltof margar aðrar áhyggjur til að pæla í því“ Uppgjörið: Afturelding - ÍA 4-1 | Mosfellingar upp úr fallsæti „Liggjum á þeim allan tímann en inn vildi boltinn ekki“ „Það er trú, power, orka og bara gæði í þessu Fram liði“ Uppgjörið: Valur - Fram 1-2 | Endurkomusigur hjá Fram Sjá meira
Upphitun er að venju aðgengileg hér á Vísi en þar er farið yfir leiki helgarinnar og spáð í spilin. Lengjudeildarlið Víkings kom flestum mjög mikið á óvart með því að tryggja sér bikarmeistaratitilinn með sannfærandi 3-1 sigri á toppliði Bestu deildar kvenna í Breiðabliki. Nadía er fyrirliði Víkingsliðsins og skoraði tvö mörk í úrslitaleiknum þar af annað þeirra eftir stoðsendingu frá hægri bakverðinum Emmu Steinsen. Helena forvitnaðist um undirbúning Víkingsliðsins fyrir bikarúrslitaleikinn en þar heyrðu Víkingsstelpurnar úr flestum áttum, að þær ætti enga möguleika í bikarúrslitaleiknum. Var tryllt vika „Við vorum búnar að undirbúa okkur vel fyrir þennan leik. Við vorum alltaf að peppa okkur meira og meira með hverjum deginum. Því nær sem leið leiknum því meira gíraðar vorum við í þetta. Þetta var bara tryllt vika,“ sagði Nadía Atladóttir. Í spjallinu kom fram að það var leynipeppari á bak við tjöldin. Nadía hafði sjálf fengið hann til að hvetja sig áfram fyrir undanúrslitaleikinn á móti FH en nú talaði hann við allt liðið. Klippa: Besta upphitunin: Sextánda umferðin með Nadíu og Emmu Emma pressaði á Nadíu að segja söguna af pepparanum. „Við fengum smá peppfund líka, ekki gleyma honum,“ sagði Emma Steinsen Jónsdóttir en sá sem kveikti í Víkingsliðinu heitir Bjartur. „Þetta er einn mesti snillingur sem ég hef kynnst. Hann gíraður okkur svo sannarlega í gang fyrir leikinn,“ sagði Emma. Geggjaður gæi „Þetta er geggjaður gæi. Ég fór til hans fyrir FH-leikinn. Undanúrslitin. Mér fannst hann bara geðveikur. Ég kom með alls konar taktík inn í klefa fyrir þann leik. Allir voru bara: Hvað er Nadía að gera?,“ sagði Nadía. „Ég hef aldrei séð Nadíu svona. Nadía lætur aldrei svona. Hún var bara ógeðslega gíruð og ég hugsaði: Mig langar í það sem hún fékk,“ sagði Emma. „Svo sagði ég þeim eftir leikinn hvað ég hafði gert. Þær voru smá að naggast í mér: Ætlar þú ekki að heyra í Bjarti fyrir úrslitaleikinn? Ég ákvað að heyra í honum í byrjun vikunnar og hann var mjög gíraður í þetta. Hann hjálpaði okkur alveg mjög mikið,“ sagði Nadía. Gargandi á hverja aðra „Við hittumst þarna í klukkutíma og við vorum gargandi á hverja aðra að við værum með þetta og værum að fara að vinna. Svo endaði þetta meira að segja á því að við vorum allar hoppandi, dansandi og syngjandi bikarmeistarar. Þá hugsaði maður bara að þetta verður svona á eftir,“ sagði Nadía. „Við vorum bara að manifesta,“ sagði Emma. Bjartur Guðmundsson er lærður leikari sem starfar nær eingöngu sem fyrirlesari og frammistöðuþjálfari eða markþjálfi. Helena fékk stelpurnar einnig til að spá fyrir um sextándu umferðina en fjórir leikir fara fram í kvöld og einn á morgun. Leikir umferðarinnar eru: Þriðjudagurinn 15. ágúst 18.00 ÍBV-Keflavík (Stöð 2 Sport 5) 19.15 Selfoss-FH (Stöð 2 Besta Deildin 1) 19.15 Þór/KA-Valur (Stöð 2 Sport) 19.15 Þróttur-Tindastóll (Stöð 2 Besta Deildin 2) Miðvikudagurinn 16. ágúst 18.00 Stjarnan-Breiðablik (Stöð 2 Sport) 20.00 Bestu mörkin (Stöð 2 Sport)
Leikir umferðarinnar eru: Þriðjudagurinn 15. ágúst 18.00 ÍBV-Keflavík (Stöð 2 Sport 5) 19.15 Selfoss-FH (Stöð 2 Besta Deildin 1) 19.15 Þór/KA-Valur (Stöð 2 Sport) 19.15 Þróttur-Tindastóll (Stöð 2 Besta Deildin 2) Miðvikudagurinn 16. ágúst 18.00 Stjarnan-Breiðablik (Stöð 2 Sport) 20.00 Bestu mörkin (Stöð 2 Sport)
Besta deild kvenna Mjólkurbikar kvenna Lengjudeild kvenna Víkingur Reykjavík Mest lesið Manchester City fær milljón punda sekt fyrir tafir á leikjum Sport Dregið í undanúrslit Mjólkurbikarsins | Vestri fékk heimaleik Sport „Vinna í því að verða heimsmeistarar á ný“ Sport „Þetta var leikur smáatriða“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding 0 - 1 Fram | Fram síðasta liðið áfram í undanúrslit Íslenski boltinn Hefði blásið upp fjandskapinn: „Þetta jaðraði við hatur á tímabili“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og golf í allan dag Sport Messi með sigurmarkið úr aukaspyrnu fyrir Miami Sport Nico Williams á leið til Barcelona ef þeir geta lagað launa strúktúrinn Sport Botnlið Fjölnis með óvæntan sigur á Þrótturum Sport Fleiri fréttir „Þetta var leikur smáatriða“ Uppgjörið: Afturelding 0 - 1 Fram | Fram síðasta liðið áfram í undanúrslit Ótrúlega skrýtið að sjá Val: „Þetta er andlegt þrot“ KA tapaði áfrýjun og þarf að greiða Arnari Hefði blásið upp fjandskapinn: „Þetta jaðraði við hatur á tímabili“ „Ég held samt að hann sé að bulla“ Stígur Diljan ristarbrotin og missir af Evrópuleikjunum Arnar fór í starfskynningu hjá Óskari: „Ætlum að breyta íslenskum fótbolta“ Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 4-2 | Mörkum í öllum regnbogans litum rigndi í Garðabæ „Mætum einu besta liði landsins“ Silkeborg til Akureyrar og leið Vals, Víkings og Breiðabliks ljósari Þórdís Elva og Guðni valin best í fyrri umferðinni Gummi Ben: Erum við að fara að sjá Jóhannes Karl snúa aftur í Skagaliðið? Flýta tveimur leikjum KA-manna í næsta mánuði Versta staða Fylkismanna í næstum því fjörutíu ár „Ég á erfitt með að trúa þessu upp á hreinræktaðan Árbæing“ Sjáðu Gylfa leggja upp sigurmarkið fyrir Gunnar og öll hin í sigri Víkinga á KR Uppgjörið: Víkingur - KR 3-2 | Víkingur tyllti sér á toppinn í frábærum leik Uppgjörið: FH 5 - 1 Tindastóll | FH gekk frá Tindastól í seinni hálfleik Uppgjörið: Þór/KA 0 - 2 Breiðablik | Blikar með öruggan sigur Neyddur í legghlífar í Garðabæ en losaði sig strax við þær Leita arftaka Jóns Þórs: „Hann tók þessu með mikilli reisn“ Jón Þór hættur hjá ÍA Markaveisla Mosfellinga, Blikar á toppi, sigurmark Vestra og öll mörkin í Bestu „Þó við lentum undir missti enginn móðinn“ „Hef alltof margar aðrar áhyggjur til að pæla í því“ Uppgjörið: Afturelding - ÍA 4-1 | Mosfellingar upp úr fallsæti „Liggjum á þeim allan tímann en inn vildi boltinn ekki“ „Það er trú, power, orka og bara gæði í þessu Fram liði“ Uppgjörið: Valur - Fram 1-2 | Endurkomusigur hjá Fram Sjá meira