Veður

Skýjað vestan­til og smá­væta af og til

Atli Ísleifsson skrifar
Spáð er heldur meiri úrkomu vestantil á morgun og mun þá þykkna upp fyrir austan.
Spáð er heldur meiri úrkomu vestantil á morgun og mun þá þykkna upp fyrir austan. Vísir/Vilhelm

Suðvestlæg átt verður ríkjandi í dag og á morgun og verður því skýjað að mestu vestantil á landinu með smávætu af og til.

Á vef Veðurstofunnar segir að það verði víða bjart fyrir austan. Hiti á landinu verði víða á bilinu tólf til tuttugu stig, hlýjast austanlands. Spáð er heldur meiri úrkomu vestantil á morgun og mun þá þykkna upp fyrir austan.

„Víðáttumikil lægð mun svo myndast lang suður í hafi seinni hluta vikunnar og mun hún stjórna veðrinu hjá okkur fram yfir næstu helgi og beina til okkar hlýjum og rökum loftmassa. Austlægar áttir verða þá ríkjandi með súld eða rigning aðallega fyrir austan,“ segir á vef Veðurstofunnar.

Spákort fyrir klukkan 14 í dag.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag: Suðvestlæg eða breytileg átt 3-8 m/s, skýjað og dálítil væta öðru hverju, en þurrt norðaustanlands og bjart framan af. Þokubakkar við norðausturströndina. Hiti 11 til 20 stig, hlýjast á Austurlandi.

Á fimmtudag: Suðaustlæg átt 3-10 en 10-15 syðst um kvöldið. Rigning sunnan- og vestanlands, en yfirleitt þurrt norðaustanlands. Hiti breytist lítið. 

Á föstudag: Austlæg átt, 5-13, en 13-18 syðst. Rigning, en þurrt norðaustantil. Hiti 11 til 21 stig, hlýjast norðaustanlands.

Á laugardag: Ákveðin austanátt, skýjað að mestu og úrkomulítið austanlands, en annars bjart með köflum. Hiti 9 til 19 stig, svalast austanlands.

Á sunnudag og mánudag: Útlit fyrir austlæga átt. Rigning eða súld, en skýjað með köflum dálítil væta sums staðar vestanlands. Áfram hlýtt í veðri.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×