„Ef Blikar komast ekki í þessa Evrópukeppni þá er þetta tímabil algjört fíaskó“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. ágúst 2023 12:00 Viktor Örn Margeirsson og félagar í Blikavörninni hafa verið mistækir í mörgum leikjum í sumar og það hefur verið liðinu dýrkeypt. Vísir/Hulda Margrét Breiðablik tapaði á móti KR í síðasta leik sínum í Bestu deild karla og stimplaði sig með því nánast út úr baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn í ár. Meistararnir hafa oft ekki verið sannfærandi í deildarleikjum í sumar og Stúkan ræddi titilvörn Blikanna í þætti sínum í gær. Þorkell Máni Pétursson, sérfræðingur Stúkunnar, fór mikinn í umræðunni en hann hafði mjög sterkar skoðanir á Blikaliðinu. Efstir í XG Umræðan hófst á því að skoða töfluna yfir XG en þar kemur í ljós að Blikarnir væru á toppnum. „Ef að það væri borgað fyrir ‚expected goals' þá væru Blikarnir á toppnum og Víkingarnir í öðru sæti. Það segir okkur það að þetta hafi ekki verið arfaslakt hjá Blikum í sumar,“ sagði Þorkell Máni Pétursson. „Þessir hlutir sem eru að fara úrskeiðis hjá Blikunum virðist vera eitthvað andlegt þrot og menn eru ekki stilltir inn. Menn að velja sér leiki „Þetta er að einhverju leiti það að menn eru að velja sér leiki. Það er svona pínu eins og menn ætli að sleppa létt frá þessu. Þegar þú gerir svona mistök í varnarleik eins og við erum að sjá þarna í KR-leiknum þá segir það bara eitt að menn eru ekki með hugann alveg við verkefnið,“ sagði Atli Viðar Björnsson, sérfræðingur Stúkunnar, inn í en Blikar eru á fullu í Evrópukeppninni. Þorkell Máni vildi meina að þetta sé búið að vera svona hjá Blikunum í allt sumar. „Þetta er búið að vera frá því að tímabilið hófst þá byrja þeir að tapa fyrir HK og ÍBV. Það kom einhver smá taktur í þetta þegar þeir byrjuðu í Evrópukeppninni en annars hefur þetta allt verið svona,“ sagði Þorkell Máni. „Þetta minnir mann á það að Blikarnir voru svona áður en Óskar (Hrafn Þorvaldsson) tók við,“ sagði Þorkell Máni. Menn að renna út á samning hjá uppeldisfélaginu „Ég velti fyrir mér. Það eru menn þarna í öftustu varnarlínu sem eru að renna út á samning. Uppaldir Blikar að renna út á samning hjá uppeldisfélaginu sínu og það er ekki verið að semja við þá. Hvar er hausinn á þeim,“ spurði Þorkell Máni. „Niðurstaðan er sú að ef Blikar komast ekki í þessa Evrópukeppni þá er þetta tímabil algjört fíaskó,“ sagði Þorkell Máni.Það má finna alla umfjöllunina um Blikana hér fyrir neðan. Klippa: Stúkan: Staðan á Breiðabliksliðinu Besta deild karla Breiðablik Stúkan Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Conor við íslenskan blaðamann: I'm retired, fuck interviews Sport Fleiri fréttir Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Meistararnir hafa oft ekki verið sannfærandi í deildarleikjum í sumar og Stúkan ræddi titilvörn Blikanna í þætti sínum í gær. Þorkell Máni Pétursson, sérfræðingur Stúkunnar, fór mikinn í umræðunni en hann hafði mjög sterkar skoðanir á Blikaliðinu. Efstir í XG Umræðan hófst á því að skoða töfluna yfir XG en þar kemur í ljós að Blikarnir væru á toppnum. „Ef að það væri borgað fyrir ‚expected goals' þá væru Blikarnir á toppnum og Víkingarnir í öðru sæti. Það segir okkur það að þetta hafi ekki verið arfaslakt hjá Blikum í sumar,“ sagði Þorkell Máni Pétursson. „Þessir hlutir sem eru að fara úrskeiðis hjá Blikunum virðist vera eitthvað andlegt þrot og menn eru ekki stilltir inn. Menn að velja sér leiki „Þetta er að einhverju leiti það að menn eru að velja sér leiki. Það er svona pínu eins og menn ætli að sleppa létt frá þessu. Þegar þú gerir svona mistök í varnarleik eins og við erum að sjá þarna í KR-leiknum þá segir það bara eitt að menn eru ekki með hugann alveg við verkefnið,“ sagði Atli Viðar Björnsson, sérfræðingur Stúkunnar, inn í en Blikar eru á fullu í Evrópukeppninni. Þorkell Máni vildi meina að þetta sé búið að vera svona hjá Blikunum í allt sumar. „Þetta er búið að vera frá því að tímabilið hófst þá byrja þeir að tapa fyrir HK og ÍBV. Það kom einhver smá taktur í þetta þegar þeir byrjuðu í Evrópukeppninni en annars hefur þetta allt verið svona,“ sagði Þorkell Máni. „Þetta minnir mann á það að Blikarnir voru svona áður en Óskar (Hrafn Þorvaldsson) tók við,“ sagði Þorkell Máni. Menn að renna út á samning hjá uppeldisfélaginu „Ég velti fyrir mér. Það eru menn þarna í öftustu varnarlínu sem eru að renna út á samning. Uppaldir Blikar að renna út á samning hjá uppeldisfélaginu sínu og það er ekki verið að semja við þá. Hvar er hausinn á þeim,“ spurði Þorkell Máni. „Niðurstaðan er sú að ef Blikar komast ekki í þessa Evrópukeppni þá er þetta tímabil algjört fíaskó,“ sagði Þorkell Máni.Það má finna alla umfjöllunina um Blikana hér fyrir neðan. Klippa: Stúkan: Staðan á Breiðabliksliðinu
Besta deild karla Breiðablik Stúkan Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Conor við íslenskan blaðamann: I'm retired, fuck interviews Sport Fleiri fréttir Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Sjá meira