„Ég veit ekki einu sinni hvernig útiklefinn lítur út“ Valur Páll Eiríksson skrifar 8. ágúst 2023 12:31 Matthías er vanari því að spila í hvítu í Kaplakrika og mætir sem leikmaður gestaliðs á völlinn í fyrsta sinn í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Matthías Vilhjálmsson heldur á fornar slóðir þegar hans menn í Víkingi heimsækja FH í Kaplakrika í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Matthías var fyrirliði FH en skipti til Víkinga í vor og mun spila sinn fyrsta leik sem leikmaður gestaliðs í Krikanum í kvöld. „Það verður pottþétt sérstakt að labba inn í Krikann og hitta allt fólkið. Ég veit ekki einu sinni hvernig útiklefinn lítur út. Það verður sérstakt. En þegar upphitunin byrjar og leikurinn held ég að þetta verði fljótt að gleymast og einbeiting fer á verkefnið að ná í þrjú stig. Við vitum að þetta verður erfiður leikur,“ segir Matthías í samtali við Vísi um endurkomuna í Hafnarfjörð. Hann gerir þá ráð fyrir að FH-ingar mæti vel stemmdir til leiks eftir sigur á Keflavík í síðasta leik en síðustu þrír deildarleikir þar á undan töpuðust hjá Hafnfirðingum. „Ég býst við að þeir verði vel gíraðir. Ég þekki Heimi vel og mér finnst hann hafa gert flotta hluti með FH-liðið þó að úrslitin hafi ekki fallið með þeim. En þeir fengu mikilvægan sigur í Keflavík og ég býst við mjög erfiðum leik. FH hafa skorað töluvert af mörkum og eru alltaf hættulegir, sérstaklega í Krikanum,“ segir Matthías. Matthías hefur fundið sig vel á nýjum stað.Vísir/Hulda Margrét Fullir sjálfstrausts og ekkert ryð eftir helgina Víkingar hafa verið á gríðarlegri siglingu og eru með þriggja stiga forskot á Val á toppi deildarinnar og geta aukið það í sex stig með sigri í kvöld. Þeir unnu síðasta leik 6-0 gegn ÍBV og hafa ekki tapað leik síðan í lok maí, þeirra eina tap í deildinni. „Við mætum mjög gíraðir og vitum að það er hellingur eftir af mótinu. Við höfum verið rosalega fagmannlegir í öllum okkar leikjum og vonandi getum við haldið því áfram. Við erum með gríðarlega sterkan hóp, hvort sem litið er á þá sem byrja eða þeir sem koma inn á. Þeir eru allir að róa í sömu átt, sem er algjör lúxus fyrir okkur, og við þurfum að halda því áfram til að ná okkar markmiðum.“ Matthías segir þá að leikmenn Víkinga hafi tekið því rólega um verslunamannahelgina og ekkert ryð verði í mönnum. „Nei, mér sýndist það ekki á æfingu í gær. Það virkuðu allir vel gíraðir. Þegar maður er með leik svona stuttu eftir verslunarmannahelgi þá verða menn bara að fara í bústað eða til fjölskyldunnar og hafa það rólegt og spila eða slíkt. Það er ekkert svoleiðis hjá okkar liði,“ segir Matthías. Leikur FH og Víkings hefst klukkan 19:15 í kvöld og verður í beinni á Stöð 2 Sport frá klukkan sjö. Þá mætast einnig Fram og Fylkir á sama tíma en sá leikur er í beinni á Stöð 2 Besta deildin. Besta deild karla Víkingur Reykjavík FH Mest lesið Dómarinn sem dæmdi víti á Víkinga fór í rangan skjá Fótbolti Svaðilför og svik umboðsmanns: „Þeir eiginlega bara gengu fram af mér“ Handbolti Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Formúla 1 Nýja tæknin notuð alls staðar nema hjá liði Stefán Teits Enski boltinn Engin kona meðal hundrað tekjuhæsta íþróttafólks heims á síðasta ári Sport Leikmanni Lakers leið eins og hann væri staddur í kvikmynd Körfubolti Carlsen fannst það ekki fyndið að Niemann væri boðið á skákmótið hans Sport Uppgjörið: Víkingur - Panathinaikos 2-1 | Ótrúlegar senur á köldu Evrópukvöldi í Helsinki Fótbolti Viðar Örn Hafsteinsson: Við ætlum okkur að skrifa söguna Körfubolti Utan vallar: Hver ber ábyrgð á því hvað við erum glötuð? Sport Fleiri fréttir Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra Sjá meira
„Það verður pottþétt sérstakt að labba inn í Krikann og hitta allt fólkið. Ég veit ekki einu sinni hvernig útiklefinn lítur út. Það verður sérstakt. En þegar upphitunin byrjar og leikurinn held ég að þetta verði fljótt að gleymast og einbeiting fer á verkefnið að ná í þrjú stig. Við vitum að þetta verður erfiður leikur,“ segir Matthías í samtali við Vísi um endurkomuna í Hafnarfjörð. Hann gerir þá ráð fyrir að FH-ingar mæti vel stemmdir til leiks eftir sigur á Keflavík í síðasta leik en síðustu þrír deildarleikir þar á undan töpuðust hjá Hafnfirðingum. „Ég býst við að þeir verði vel gíraðir. Ég þekki Heimi vel og mér finnst hann hafa gert flotta hluti með FH-liðið þó að úrslitin hafi ekki fallið með þeim. En þeir fengu mikilvægan sigur í Keflavík og ég býst við mjög erfiðum leik. FH hafa skorað töluvert af mörkum og eru alltaf hættulegir, sérstaklega í Krikanum,“ segir Matthías. Matthías hefur fundið sig vel á nýjum stað.Vísir/Hulda Margrét Fullir sjálfstrausts og ekkert ryð eftir helgina Víkingar hafa verið á gríðarlegri siglingu og eru með þriggja stiga forskot á Val á toppi deildarinnar og geta aukið það í sex stig með sigri í kvöld. Þeir unnu síðasta leik 6-0 gegn ÍBV og hafa ekki tapað leik síðan í lok maí, þeirra eina tap í deildinni. „Við mætum mjög gíraðir og vitum að það er hellingur eftir af mótinu. Við höfum verið rosalega fagmannlegir í öllum okkar leikjum og vonandi getum við haldið því áfram. Við erum með gríðarlega sterkan hóp, hvort sem litið er á þá sem byrja eða þeir sem koma inn á. Þeir eru allir að róa í sömu átt, sem er algjör lúxus fyrir okkur, og við þurfum að halda því áfram til að ná okkar markmiðum.“ Matthías segir þá að leikmenn Víkinga hafi tekið því rólega um verslunamannahelgina og ekkert ryð verði í mönnum. „Nei, mér sýndist það ekki á æfingu í gær. Það virkuðu allir vel gíraðir. Þegar maður er með leik svona stuttu eftir verslunarmannahelgi þá verða menn bara að fara í bústað eða til fjölskyldunnar og hafa það rólegt og spila eða slíkt. Það er ekkert svoleiðis hjá okkar liði,“ segir Matthías. Leikur FH og Víkings hefst klukkan 19:15 í kvöld og verður í beinni á Stöð 2 Sport frá klukkan sjö. Þá mætast einnig Fram og Fylkir á sama tíma en sá leikur er í beinni á Stöð 2 Besta deildin.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík FH Mest lesið Dómarinn sem dæmdi víti á Víkinga fór í rangan skjá Fótbolti Svaðilför og svik umboðsmanns: „Þeir eiginlega bara gengu fram af mér“ Handbolti Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Formúla 1 Nýja tæknin notuð alls staðar nema hjá liði Stefán Teits Enski boltinn Engin kona meðal hundrað tekjuhæsta íþróttafólks heims á síðasta ári Sport Leikmanni Lakers leið eins og hann væri staddur í kvikmynd Körfubolti Carlsen fannst það ekki fyndið að Niemann væri boðið á skákmótið hans Sport Uppgjörið: Víkingur - Panathinaikos 2-1 | Ótrúlegar senur á köldu Evrópukvöldi í Helsinki Fótbolti Viðar Örn Hafsteinsson: Við ætlum okkur að skrifa söguna Körfubolti Utan vallar: Hver ber ábyrgð á því hvað við erum glötuð? Sport Fleiri fréttir Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Panathinaikos 2-1 | Ótrúlegar senur á köldu Evrópukvöldi í Helsinki Fótbolti
Uppgjörið: Víkingur - Panathinaikos 2-1 | Ótrúlegar senur á köldu Evrópukvöldi í Helsinki Fótbolti