Íslenski boltinn

Brynjar Björn tekinn við Grindvíkingum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Brynjar Björn Gunnarsson handsalar samninginn við Grindavík.
Brynjar Björn Gunnarsson handsalar samninginn við Grindavík. grindavík

Brynjar Björn Gunnarsson hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs Grindavíkur í fótbolta. Hann samdi við félagið út næsta tímabil.

Brynjar Björn tekur við starfinu af Helga Sigurðssyni sem hætti sem þjálfari Grindavíkur í gær.

Illa hefur gengið hjá Grindvíkingum að undanförnu en þeir hafa aðeins fengið eitt stig í síðustu fimm leikjum sínum í Lengjudeildinni. Í síðasta leik tapaði Grindavík fyrir grönnum sínum úr Njarðvík, 4-1. Grindavík er í 10. sæti lengjudeildarinnar með fimmtán stig, fjórum stigum frá fallsæti.

Brynjar Björn var síðast þjálfari Örgryte í Svíþjóð. Hann þjálfaði HK á árunum 2018-22. Undir hans stjórn komust HK-ingar upp í næstefstu deild 2018.

Brynjar Björn stýrir Grindavík í fyrsta sinn þegar liðið mætir Vestra á heimavelli annað kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×