Skemmdir lögreglu svo miklar að hún eigi ekki rúm til að sofa í Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 1. ágúst 2023 11:03 Umfangsmikil leit var gerð í húsi Ásu og Heuermann í kjölfar handtöku hans. Facebook/AP Ása Guðbjörg Ellerup, eiginkona Rex Heuermann, grunaða Gilgo Beach-raðmorðingjans, segir að varla sé hægt að búa á heimilinu eftir að lögreglan lauk þar rannsókn sinni í kjölfar handtöku Heuermann. Skemmdirnar séu svo miklar. Fréttamenn New York Post hafa nýverið sótt að húsi Ásu og Heuermann, tekið myndefni og otað spurningum að Ásu og uppkomnum börnum hennar, þeim til mikillar mæðu. Loks féllst hún á viðtal við vefmiðilinn þar sem hún sagði frá því sem gengið hefur á hjá fjölskyldunni eftir handtöku Heuermann. Húsið það eina sem hún á Í samtali við miðilinn segir hún lögregluna hafa rústað heimili þeirra í leit sinni að sönnunargögnum í málinu. Hún segir skemmdirnar sem lögreglan skildi eftir sig svo miklar að hún eigi ekki einu sinni rúm til þess að sofa í. Til að mynda hafi baðkar og flísar á baðherbergi þeirra verið rifið í sundur. Að auki hafi þau þurft að grafa í gegnum rústirnar til þess eins að finna stól til þess að sitja á. „Ég átti þrjá ketti. Kattakössunum hafði verið kastað út um allt. Ljósmyndunum mínum líka,“ segir Ása. „Sófinn var alveg tættur.“ Hún segir að þrátt fyrir að varla sé hægt að búa í húsinu sé það það eina sem hún á. Í frétt CNN segir að húsleitin hafi skilað 279 vopnum auk annarra sönnunargagna. Mikið uppnám „Börnin mín gráta sig í svefn. Ég meina, þau eru ekki börn. Þau eru fullorðið fólk en þau eru börnin mín og sonur minn er með þroskahömlun, hann grét sig í svefn,“ segir Ása um ástand fjölskyldunnar eftir handtökuna. „Hann er í svo miklu uppnámi og hann skilur ekki. Og sem móðir hef ég engin svör fyrir hann.“ Lögmaður Ásu var með henni í viðtalinu. Hann segir lögregluna og pressuna hafa komið fram við þau eins og skepnur. Ása hefur þegar sótt um skilnað við Heuermann, en þau hafa verið gift í 27 ár. Samkvæmt heimildum New York Post hafa hvorki hún né börn þeirra heimsótt Heuermann í gæsluvarðhald. Hann hafi einungis fengið heimsóknir frá lögmanni sínum. Fréttin hefur verið uppfærð. Gilgo Beach-raðmorðinginn Bandaríkin Tengdar fréttir Ása þreytt á áreiti gulu pressunnar við heimili hennar Ása Guðbjörg Ellerup, eiginkona meinta Gilgo Beach-raðmorðingjans Rex Heuermann, sást fyrir framan hús þeirra í bænum Massapequa Park í New York fylki í gærmorgun. Þegar fréttamenn gáfu sig á tal við hana við húsið brást hún ósátt við og lyfti löngutöng. 28. júlí 2023 08:00 Sækir um skilnað frá grunuðum raðmorðingja Íslensk kona sem gift er grunuðum raðmorðingja hefur sótt um skilnað. Ása Guðbjörg Ellerup er gift Rex Heuermann en hann hefur verið ákærður fyrir að myrða þrjár konur og er grunaður um að hafa myrt þá fjórðu í „Gilgo Beach morðunum“ svokölluðu. 20. júlí 2023 10:11 Farsímagögn, Chevrolet Avalanche og pizzakassi reyndust lykillinn Það er mögulegt að lögregla hefði getað handsamað raðmorðingjann Rex Heuermann miklu fyrr ef allar vísbendingar í málinu hefðu verið betur gaumgæfðar. Bifreið sem morðinginn ók og vitni tók eftir reyndist lykillinn að lausn málsins. 21. júlí 2023 07:30 Heuermann til rannsóknar vegna fjögurra morða í Atlantic City Lögreglan í Bandaríkjunum er nú með það til rannsóknar hvort að Rex Heuermann hafi myrt fjórar konur í borginni Atlantic City í New Jersey árið 2006. Heuermann heimsótti borgina oft og fór á nektardansklúbba. 27. júlí 2023 11:36 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Fréttamenn New York Post hafa nýverið sótt að húsi Ásu og Heuermann, tekið myndefni og otað spurningum að Ásu og uppkomnum börnum hennar, þeim til mikillar mæðu. Loks féllst hún á viðtal við vefmiðilinn þar sem hún sagði frá því sem gengið hefur á hjá fjölskyldunni eftir handtöku Heuermann. Húsið það eina sem hún á Í samtali við miðilinn segir hún lögregluna hafa rústað heimili þeirra í leit sinni að sönnunargögnum í málinu. Hún segir skemmdirnar sem lögreglan skildi eftir sig svo miklar að hún eigi ekki einu sinni rúm til þess að sofa í. Til að mynda hafi baðkar og flísar á baðherbergi þeirra verið rifið í sundur. Að auki hafi þau þurft að grafa í gegnum rústirnar til þess eins að finna stól til þess að sitja á. „Ég átti þrjá ketti. Kattakössunum hafði verið kastað út um allt. Ljósmyndunum mínum líka,“ segir Ása. „Sófinn var alveg tættur.“ Hún segir að þrátt fyrir að varla sé hægt að búa í húsinu sé það það eina sem hún á. Í frétt CNN segir að húsleitin hafi skilað 279 vopnum auk annarra sönnunargagna. Mikið uppnám „Börnin mín gráta sig í svefn. Ég meina, þau eru ekki börn. Þau eru fullorðið fólk en þau eru börnin mín og sonur minn er með þroskahömlun, hann grét sig í svefn,“ segir Ása um ástand fjölskyldunnar eftir handtökuna. „Hann er í svo miklu uppnámi og hann skilur ekki. Og sem móðir hef ég engin svör fyrir hann.“ Lögmaður Ásu var með henni í viðtalinu. Hann segir lögregluna og pressuna hafa komið fram við þau eins og skepnur. Ása hefur þegar sótt um skilnað við Heuermann, en þau hafa verið gift í 27 ár. Samkvæmt heimildum New York Post hafa hvorki hún né börn þeirra heimsótt Heuermann í gæsluvarðhald. Hann hafi einungis fengið heimsóknir frá lögmanni sínum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Gilgo Beach-raðmorðinginn Bandaríkin Tengdar fréttir Ása þreytt á áreiti gulu pressunnar við heimili hennar Ása Guðbjörg Ellerup, eiginkona meinta Gilgo Beach-raðmorðingjans Rex Heuermann, sást fyrir framan hús þeirra í bænum Massapequa Park í New York fylki í gærmorgun. Þegar fréttamenn gáfu sig á tal við hana við húsið brást hún ósátt við og lyfti löngutöng. 28. júlí 2023 08:00 Sækir um skilnað frá grunuðum raðmorðingja Íslensk kona sem gift er grunuðum raðmorðingja hefur sótt um skilnað. Ása Guðbjörg Ellerup er gift Rex Heuermann en hann hefur verið ákærður fyrir að myrða þrjár konur og er grunaður um að hafa myrt þá fjórðu í „Gilgo Beach morðunum“ svokölluðu. 20. júlí 2023 10:11 Farsímagögn, Chevrolet Avalanche og pizzakassi reyndust lykillinn Það er mögulegt að lögregla hefði getað handsamað raðmorðingjann Rex Heuermann miklu fyrr ef allar vísbendingar í málinu hefðu verið betur gaumgæfðar. Bifreið sem morðinginn ók og vitni tók eftir reyndist lykillinn að lausn málsins. 21. júlí 2023 07:30 Heuermann til rannsóknar vegna fjögurra morða í Atlantic City Lögreglan í Bandaríkjunum er nú með það til rannsóknar hvort að Rex Heuermann hafi myrt fjórar konur í borginni Atlantic City í New Jersey árið 2006. Heuermann heimsótti borgina oft og fór á nektardansklúbba. 27. júlí 2023 11:36 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Ása þreytt á áreiti gulu pressunnar við heimili hennar Ása Guðbjörg Ellerup, eiginkona meinta Gilgo Beach-raðmorðingjans Rex Heuermann, sást fyrir framan hús þeirra í bænum Massapequa Park í New York fylki í gærmorgun. Þegar fréttamenn gáfu sig á tal við hana við húsið brást hún ósátt við og lyfti löngutöng. 28. júlí 2023 08:00
Sækir um skilnað frá grunuðum raðmorðingja Íslensk kona sem gift er grunuðum raðmorðingja hefur sótt um skilnað. Ása Guðbjörg Ellerup er gift Rex Heuermann en hann hefur verið ákærður fyrir að myrða þrjár konur og er grunaður um að hafa myrt þá fjórðu í „Gilgo Beach morðunum“ svokölluðu. 20. júlí 2023 10:11
Farsímagögn, Chevrolet Avalanche og pizzakassi reyndust lykillinn Það er mögulegt að lögregla hefði getað handsamað raðmorðingjann Rex Heuermann miklu fyrr ef allar vísbendingar í málinu hefðu verið betur gaumgæfðar. Bifreið sem morðinginn ók og vitni tók eftir reyndist lykillinn að lausn málsins. 21. júlí 2023 07:30
Heuermann til rannsóknar vegna fjögurra morða í Atlantic City Lögreglan í Bandaríkjunum er nú með það til rannsóknar hvort að Rex Heuermann hafi myrt fjórar konur í borginni Atlantic City í New Jersey árið 2006. Heuermann heimsótti borgina oft og fór á nektardansklúbba. 27. júlí 2023 11:36
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent