Skemmdir lögreglu svo miklar að hún eigi ekki rúm til að sofa í Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 1. ágúst 2023 11:03 Umfangsmikil leit var gerð í húsi Ásu og Heuermann í kjölfar handtöku hans. Facebook/AP Ása Guðbjörg Ellerup, eiginkona Rex Heuermann, grunaða Gilgo Beach-raðmorðingjans, segir að varla sé hægt að búa á heimilinu eftir að lögreglan lauk þar rannsókn sinni í kjölfar handtöku Heuermann. Skemmdirnar séu svo miklar. Fréttamenn New York Post hafa nýverið sótt að húsi Ásu og Heuermann, tekið myndefni og otað spurningum að Ásu og uppkomnum börnum hennar, þeim til mikillar mæðu. Loks féllst hún á viðtal við vefmiðilinn þar sem hún sagði frá því sem gengið hefur á hjá fjölskyldunni eftir handtöku Heuermann. Húsið það eina sem hún á Í samtali við miðilinn segir hún lögregluna hafa rústað heimili þeirra í leit sinni að sönnunargögnum í málinu. Hún segir skemmdirnar sem lögreglan skildi eftir sig svo miklar að hún eigi ekki einu sinni rúm til þess að sofa í. Til að mynda hafi baðkar og flísar á baðherbergi þeirra verið rifið í sundur. Að auki hafi þau þurft að grafa í gegnum rústirnar til þess eins að finna stól til þess að sitja á. „Ég átti þrjá ketti. Kattakössunum hafði verið kastað út um allt. Ljósmyndunum mínum líka,“ segir Ása. „Sófinn var alveg tættur.“ Hún segir að þrátt fyrir að varla sé hægt að búa í húsinu sé það það eina sem hún á. Í frétt CNN segir að húsleitin hafi skilað 279 vopnum auk annarra sönnunargagna. Mikið uppnám „Börnin mín gráta sig í svefn. Ég meina, þau eru ekki börn. Þau eru fullorðið fólk en þau eru börnin mín og sonur minn er með þroskahömlun, hann grét sig í svefn,“ segir Ása um ástand fjölskyldunnar eftir handtökuna. „Hann er í svo miklu uppnámi og hann skilur ekki. Og sem móðir hef ég engin svör fyrir hann.“ Lögmaður Ásu var með henni í viðtalinu. Hann segir lögregluna og pressuna hafa komið fram við þau eins og skepnur. Ása hefur þegar sótt um skilnað við Heuermann, en þau hafa verið gift í 27 ár. Samkvæmt heimildum New York Post hafa hvorki hún né börn þeirra heimsótt Heuermann í gæsluvarðhald. Hann hafi einungis fengið heimsóknir frá lögmanni sínum. Fréttin hefur verið uppfærð. Gilgo Beach-raðmorðinginn Bandaríkin Tengdar fréttir Ása þreytt á áreiti gulu pressunnar við heimili hennar Ása Guðbjörg Ellerup, eiginkona meinta Gilgo Beach-raðmorðingjans Rex Heuermann, sást fyrir framan hús þeirra í bænum Massapequa Park í New York fylki í gærmorgun. Þegar fréttamenn gáfu sig á tal við hana við húsið brást hún ósátt við og lyfti löngutöng. 28. júlí 2023 08:00 Sækir um skilnað frá grunuðum raðmorðingja Íslensk kona sem gift er grunuðum raðmorðingja hefur sótt um skilnað. Ása Guðbjörg Ellerup er gift Rex Heuermann en hann hefur verið ákærður fyrir að myrða þrjár konur og er grunaður um að hafa myrt þá fjórðu í „Gilgo Beach morðunum“ svokölluðu. 20. júlí 2023 10:11 Farsímagögn, Chevrolet Avalanche og pizzakassi reyndust lykillinn Það er mögulegt að lögregla hefði getað handsamað raðmorðingjann Rex Heuermann miklu fyrr ef allar vísbendingar í málinu hefðu verið betur gaumgæfðar. Bifreið sem morðinginn ók og vitni tók eftir reyndist lykillinn að lausn málsins. 21. júlí 2023 07:30 Heuermann til rannsóknar vegna fjögurra morða í Atlantic City Lögreglan í Bandaríkjunum er nú með það til rannsóknar hvort að Rex Heuermann hafi myrt fjórar konur í borginni Atlantic City í New Jersey árið 2006. Heuermann heimsótti borgina oft og fór á nektardansklúbba. 27. júlí 2023 11:36 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Fleiri fréttir Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Sjá meira
Fréttamenn New York Post hafa nýverið sótt að húsi Ásu og Heuermann, tekið myndefni og otað spurningum að Ásu og uppkomnum börnum hennar, þeim til mikillar mæðu. Loks féllst hún á viðtal við vefmiðilinn þar sem hún sagði frá því sem gengið hefur á hjá fjölskyldunni eftir handtöku Heuermann. Húsið það eina sem hún á Í samtali við miðilinn segir hún lögregluna hafa rústað heimili þeirra í leit sinni að sönnunargögnum í málinu. Hún segir skemmdirnar sem lögreglan skildi eftir sig svo miklar að hún eigi ekki einu sinni rúm til þess að sofa í. Til að mynda hafi baðkar og flísar á baðherbergi þeirra verið rifið í sundur. Að auki hafi þau þurft að grafa í gegnum rústirnar til þess eins að finna stól til þess að sitja á. „Ég átti þrjá ketti. Kattakössunum hafði verið kastað út um allt. Ljósmyndunum mínum líka,“ segir Ása. „Sófinn var alveg tættur.“ Hún segir að þrátt fyrir að varla sé hægt að búa í húsinu sé það það eina sem hún á. Í frétt CNN segir að húsleitin hafi skilað 279 vopnum auk annarra sönnunargagna. Mikið uppnám „Börnin mín gráta sig í svefn. Ég meina, þau eru ekki börn. Þau eru fullorðið fólk en þau eru börnin mín og sonur minn er með þroskahömlun, hann grét sig í svefn,“ segir Ása um ástand fjölskyldunnar eftir handtökuna. „Hann er í svo miklu uppnámi og hann skilur ekki. Og sem móðir hef ég engin svör fyrir hann.“ Lögmaður Ásu var með henni í viðtalinu. Hann segir lögregluna og pressuna hafa komið fram við þau eins og skepnur. Ása hefur þegar sótt um skilnað við Heuermann, en þau hafa verið gift í 27 ár. Samkvæmt heimildum New York Post hafa hvorki hún né börn þeirra heimsótt Heuermann í gæsluvarðhald. Hann hafi einungis fengið heimsóknir frá lögmanni sínum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Gilgo Beach-raðmorðinginn Bandaríkin Tengdar fréttir Ása þreytt á áreiti gulu pressunnar við heimili hennar Ása Guðbjörg Ellerup, eiginkona meinta Gilgo Beach-raðmorðingjans Rex Heuermann, sást fyrir framan hús þeirra í bænum Massapequa Park í New York fylki í gærmorgun. Þegar fréttamenn gáfu sig á tal við hana við húsið brást hún ósátt við og lyfti löngutöng. 28. júlí 2023 08:00 Sækir um skilnað frá grunuðum raðmorðingja Íslensk kona sem gift er grunuðum raðmorðingja hefur sótt um skilnað. Ása Guðbjörg Ellerup er gift Rex Heuermann en hann hefur verið ákærður fyrir að myrða þrjár konur og er grunaður um að hafa myrt þá fjórðu í „Gilgo Beach morðunum“ svokölluðu. 20. júlí 2023 10:11 Farsímagögn, Chevrolet Avalanche og pizzakassi reyndust lykillinn Það er mögulegt að lögregla hefði getað handsamað raðmorðingjann Rex Heuermann miklu fyrr ef allar vísbendingar í málinu hefðu verið betur gaumgæfðar. Bifreið sem morðinginn ók og vitni tók eftir reyndist lykillinn að lausn málsins. 21. júlí 2023 07:30 Heuermann til rannsóknar vegna fjögurra morða í Atlantic City Lögreglan í Bandaríkjunum er nú með það til rannsóknar hvort að Rex Heuermann hafi myrt fjórar konur í borginni Atlantic City í New Jersey árið 2006. Heuermann heimsótti borgina oft og fór á nektardansklúbba. 27. júlí 2023 11:36 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Fleiri fréttir Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Sjá meira
Ása þreytt á áreiti gulu pressunnar við heimili hennar Ása Guðbjörg Ellerup, eiginkona meinta Gilgo Beach-raðmorðingjans Rex Heuermann, sást fyrir framan hús þeirra í bænum Massapequa Park í New York fylki í gærmorgun. Þegar fréttamenn gáfu sig á tal við hana við húsið brást hún ósátt við og lyfti löngutöng. 28. júlí 2023 08:00
Sækir um skilnað frá grunuðum raðmorðingja Íslensk kona sem gift er grunuðum raðmorðingja hefur sótt um skilnað. Ása Guðbjörg Ellerup er gift Rex Heuermann en hann hefur verið ákærður fyrir að myrða þrjár konur og er grunaður um að hafa myrt þá fjórðu í „Gilgo Beach morðunum“ svokölluðu. 20. júlí 2023 10:11
Farsímagögn, Chevrolet Avalanche og pizzakassi reyndust lykillinn Það er mögulegt að lögregla hefði getað handsamað raðmorðingjann Rex Heuermann miklu fyrr ef allar vísbendingar í málinu hefðu verið betur gaumgæfðar. Bifreið sem morðinginn ók og vitni tók eftir reyndist lykillinn að lausn málsins. 21. júlí 2023 07:30
Heuermann til rannsóknar vegna fjögurra morða í Atlantic City Lögreglan í Bandaríkjunum er nú með það til rannsóknar hvort að Rex Heuermann hafi myrt fjórar konur í borginni Atlantic City í New Jersey árið 2006. Heuermann heimsótti borgina oft og fór á nektardansklúbba. 27. júlí 2023 11:36