Sækir um skilnað frá grunuðum raðmorðingja Samúel Karl Ólason skrifar 20. júlí 2023 10:11 Ása Ellerup hefur sótt um skilnað frá Rex Heuermann, sem grunaður er um að hafa myrt fjórar konur. AP/Facebook Íslensk kona sem gift er grunuðum raðmorðingja hefur sótt um skilnað. Ása Guðbjörg Ellerup er gift Rex Heuermann en hann hefur verið ákærður fyrir að myrða þrjár konur og er grunaður um að hafa myrt þá fjórðu í „Gilgo Beach morðunum“ svokölluðu. AP fréttaveitan segir að Ása hafi sótt um skilnað í gær og var það staðfest af lögmanni hennar. Hann vildi þó ekkert segja frekar. Í samtali við Fox sagði lögmaðurinn þó að líf Ásu og barna hennar hefði verið snúið algerlega á hvolf. Heuermann var handtekinn í New York borg en skömmu eftir það komu lögregluþjónar á heimili þeirra hjóna og sögðu Ásu og börnum þeirra frá handtökunni og ákærunni. Lögmaðurinn segir fregnirnar hafa komið þeim alfarið í opna skjöldu. Sjá einnig: Grunaður raðmorðingi giftur íslenskri konu Heuermann var handtekinn í síðustu viku en lögregluþjónar eru enn að leita á heimili hans og Ásu, sem eiga saman eina dóttur og hann á son úr fyrra hjónabandi. Þau eru bæði 59 ára gömul en fram kom í ákærunum gegn Heuermann að þegar hann er grunaður um hafa myrt konurnar þrjár var Ása ekki heima. Í einu tilviki var hún á Íslandi. Ása var í gær mynduð í fyrsta sinn frá því Heuermann var ákærður. Rex Heuermann's wife pictured for first time as she files for divorce from Gilgo Beach serial slaying suspect https://t.co/6WCyh7gnSN— Fox News (@FoxNews) July 20, 2023 Konurnar þrjár sem Heuermann hefur verið ákærður fyrir að myrða hétu Melissa Barthelemy, sem hvarf árið 2009 og Megan Waterman og Amber Costello, sem hurfu árið 2010. Fjórða konan, sem hann er grunaður um að hafa myrt hét Maureen Brainard-Barnes en hún hvarf árið 2007. Hann hefur lýst yfir sakleysi sínu en situr í gæsluvarðhaldi, án möguleika á því að losna þar til hann mætir fyrir dómara í næsta mánuði. Sjá einnig: Skæður raðmorðingi loks gómaður Jóhanna Ellerup, systir Ásu, býr einnig í Bandaríkjunum en fjölmiðlar hafa rætt við hana á undanförnum dögum. Hún segist ekki hafa átt í samskiptum við Ásu og að hún viti í raun lítið um hvað sé að gerast. Það sama eigi við föður þeirra, Fróða Ellerup. Sjá einnig: „Við höfum ekki heyrt neitt frá henni“ Hér að neðan má sjá sjónvarpsfrétt héraðsmiðilsins PIX11 þar sem meðal annars er rætt við Jóhönnu. Bandaríkin Gilgo Beach-raðmorðinginn Íslendingar erlendis Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Sjá meira
AP fréttaveitan segir að Ása hafi sótt um skilnað í gær og var það staðfest af lögmanni hennar. Hann vildi þó ekkert segja frekar. Í samtali við Fox sagði lögmaðurinn þó að líf Ásu og barna hennar hefði verið snúið algerlega á hvolf. Heuermann var handtekinn í New York borg en skömmu eftir það komu lögregluþjónar á heimili þeirra hjóna og sögðu Ásu og börnum þeirra frá handtökunni og ákærunni. Lögmaðurinn segir fregnirnar hafa komið þeim alfarið í opna skjöldu. Sjá einnig: Grunaður raðmorðingi giftur íslenskri konu Heuermann var handtekinn í síðustu viku en lögregluþjónar eru enn að leita á heimili hans og Ásu, sem eiga saman eina dóttur og hann á son úr fyrra hjónabandi. Þau eru bæði 59 ára gömul en fram kom í ákærunum gegn Heuermann að þegar hann er grunaður um hafa myrt konurnar þrjár var Ása ekki heima. Í einu tilviki var hún á Íslandi. Ása var í gær mynduð í fyrsta sinn frá því Heuermann var ákærður. Rex Heuermann's wife pictured for first time as she files for divorce from Gilgo Beach serial slaying suspect https://t.co/6WCyh7gnSN— Fox News (@FoxNews) July 20, 2023 Konurnar þrjár sem Heuermann hefur verið ákærður fyrir að myrða hétu Melissa Barthelemy, sem hvarf árið 2009 og Megan Waterman og Amber Costello, sem hurfu árið 2010. Fjórða konan, sem hann er grunaður um að hafa myrt hét Maureen Brainard-Barnes en hún hvarf árið 2007. Hann hefur lýst yfir sakleysi sínu en situr í gæsluvarðhaldi, án möguleika á því að losna þar til hann mætir fyrir dómara í næsta mánuði. Sjá einnig: Skæður raðmorðingi loks gómaður Jóhanna Ellerup, systir Ásu, býr einnig í Bandaríkjunum en fjölmiðlar hafa rætt við hana á undanförnum dögum. Hún segist ekki hafa átt í samskiptum við Ásu og að hún viti í raun lítið um hvað sé að gerast. Það sama eigi við föður þeirra, Fróða Ellerup. Sjá einnig: „Við höfum ekki heyrt neitt frá henni“ Hér að neðan má sjá sjónvarpsfrétt héraðsmiðilsins PIX11 þar sem meðal annars er rætt við Jóhönnu.
Bandaríkin Gilgo Beach-raðmorðinginn Íslendingar erlendis Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Sjá meira