Heuermann til rannsóknar vegna fjögurra morða í Atlantic City Kristinn Haukur Guðnason skrifar 27. júlí 2023 11:36 Konurnar fjórar sem fundust í skurði árið 2006 í útjaðri Atlantic City. Lögreglan í Bandaríkjunum er nú með það til rannsóknar hvort að Rex Heuermann hafi myrt fjórar konur í borginni Atlantic City í New Jersey árið 2006. Heuermann heimsótti borgina oft og fór á nektardansklúbba. Lögreglan í New York hefur lokið rannsókn á heimili Rex Heuermann. Hann er grunaður um að hafa myrt að minnsta kosti fjórar vændiskonur og grafið lík þeirra á Gilgo Beach, nálægt Massapequa Park á Long Island þar sem hann býr. Alls hafa ellefu lík fundist á ströndinni. Rannsóknin hefur vakið grunsemdir um að Heuermann hafi framið ódæði annars staðar og eru lögregluyfirvöld víðs vegar um Bandaríkin að skoða gömul óleyst morðmál. Það stærsta er mál í Atlantic City sem kennt er við Eastbound kyrkjarans (Eastbound strangler). Það voru fjögur morð á konum árið 2006. Á grúfu í fráræsisskurði Líkt og á Gilgo ströndinni voru konurnar sem drepnar voru í Atlantic City flestar vændiskonur. Þetta voru Tracy Ann Roberts 23 ára, Kim Raffo 35 ára, Barbara V. Breidor 42 ára og Molly Jean Dilts 20 ára. En hin síðastnefnda var sú eina sem ekki er vitað til að hafa stundað vændi. Líkin fundust öll undir vatni í fráræsisskurði við Golden Key mótelið í útjaðri borgarinnar þann 20. nóvember árið 2006. Hafði þeim verið raðað í röð með um 20 metra bili á milli og lágu líkin öll á grúfu. Allar voru þær klæddar í föt en berfættar. Rex Heuermann heimsótti Atlantic City oft og fór á nektarstaði. Konurnar voru myrtar á nokkurra vikna tímabili. Lík Bridor og Dilts höfðu verið lengst í vatninu og voru illa farin. Þurfti tannlæknaskýrslur til þess að greina þau og ekki var hægt að segja til um dánarorsökina. Roberts og Raffo voru drepnar seinna og Raffo sást lifandi daginn áður en líkin fundust. Þær voru kyrktar til dauða með reipi eða bandi. Enginn ákærður Nokkrir voru yfirheyrðir í tengslum við morðin. Þar á meðal maður að nafni Terry Oleson, sem starfaði á Golden Key mótelinu. Rannsóknin endaði hins vegar í öngstræti og enginn hefur verið ákærður fyrir morðin. Lögreglan hefur boðið 25 þúsund dollara, eða rúmar 3 milljónir króna, fyrir upplýsingar sem gætu leyst málið. Lögreglan hefur áður rannsakað hvort að tengsl séu á milli morðanna í Atlantic City og Gilgo strandarinnar. Sú kenning var slegin út af borðinu en hefur nú dúkkað aftur upp. Heimsótti Atlantic City oft Komið hefur í ljós að Heuermann, sem starfaði sem arkitekt, hafði tengsl við Atlantic City. Einnig Las Vegas og Suður Karólínu þar sem lögregla er einnig að athuga gömul og óleyst morðmál. Meðal annars hefur nektardansmær í Atlantic City greint frá því að hafa séð Heuermann á staðnum sem hún vann hjá í þrjú skipti. Hann hafi reynt að fá hana til að hitta sig fyrir utan klúbbinn. „Hann vildi að ég sæti hjá honum og talaði við hann og svo reyndi hann að sannfæra mig um að hitta sig fyrir utan klúbbinn en ég fór aldrei,“ sagði konan við fréttastöðina Fox News. „Ég hef hitt fólk fyrir utan klúbbinn áður og þekki þetta en þessi gaur lét mér líða óþægilega.“ Bandaríkin Erlend sakamál Gilgo Beach-raðmorðinginn Tengdar fréttir Farsímagögn, Chevrolet Avalanche og pizzakassi reyndust lykillinn Það er mögulegt að lögregla hefði getað handsamað raðmorðingjann Rex Heuermann miklu fyrr ef allar vísbendingar í málinu hefðu verið betur gaumgæfðar. Bifreið sem morðinginn ók og vitni tók eftir reyndist lykillinn að lausn málsins. 21. júlí 2023 07:30 Sekta fólk sem tekur myndir af húsi Heuermann Lögreglan í Nassau sýslu í New York hefur ákveðið að sekta þá sem stoppa og mynda hús Rex Hauermann sem grunaður er um að vera raðmorðingi. Sektin er 150 dollarar, eða 20 þúsund krónur. 26. júlí 2023 10:54 Grunaður raðmorðingi giftur íslenskri konu Maðurinn, sem handtekinn var í New York í gær og er ákærður fyrir að myrða þrjár konur, er giftur íslenskri konu. Spjótin beindust meðal annars að honum vegna DNA-sýnis sem fannst á konunum þremur og talið er vera af íslensku konunni. 14. júlí 2023 22:06 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Blautt víðast hvar Veður Fleiri fréttir Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Sjá meira
Lögreglan í New York hefur lokið rannsókn á heimili Rex Heuermann. Hann er grunaður um að hafa myrt að minnsta kosti fjórar vændiskonur og grafið lík þeirra á Gilgo Beach, nálægt Massapequa Park á Long Island þar sem hann býr. Alls hafa ellefu lík fundist á ströndinni. Rannsóknin hefur vakið grunsemdir um að Heuermann hafi framið ódæði annars staðar og eru lögregluyfirvöld víðs vegar um Bandaríkin að skoða gömul óleyst morðmál. Það stærsta er mál í Atlantic City sem kennt er við Eastbound kyrkjarans (Eastbound strangler). Það voru fjögur morð á konum árið 2006. Á grúfu í fráræsisskurði Líkt og á Gilgo ströndinni voru konurnar sem drepnar voru í Atlantic City flestar vændiskonur. Þetta voru Tracy Ann Roberts 23 ára, Kim Raffo 35 ára, Barbara V. Breidor 42 ára og Molly Jean Dilts 20 ára. En hin síðastnefnda var sú eina sem ekki er vitað til að hafa stundað vændi. Líkin fundust öll undir vatni í fráræsisskurði við Golden Key mótelið í útjaðri borgarinnar þann 20. nóvember árið 2006. Hafði þeim verið raðað í röð með um 20 metra bili á milli og lágu líkin öll á grúfu. Allar voru þær klæddar í föt en berfættar. Rex Heuermann heimsótti Atlantic City oft og fór á nektarstaði. Konurnar voru myrtar á nokkurra vikna tímabili. Lík Bridor og Dilts höfðu verið lengst í vatninu og voru illa farin. Þurfti tannlæknaskýrslur til þess að greina þau og ekki var hægt að segja til um dánarorsökina. Roberts og Raffo voru drepnar seinna og Raffo sást lifandi daginn áður en líkin fundust. Þær voru kyrktar til dauða með reipi eða bandi. Enginn ákærður Nokkrir voru yfirheyrðir í tengslum við morðin. Þar á meðal maður að nafni Terry Oleson, sem starfaði á Golden Key mótelinu. Rannsóknin endaði hins vegar í öngstræti og enginn hefur verið ákærður fyrir morðin. Lögreglan hefur boðið 25 þúsund dollara, eða rúmar 3 milljónir króna, fyrir upplýsingar sem gætu leyst málið. Lögreglan hefur áður rannsakað hvort að tengsl séu á milli morðanna í Atlantic City og Gilgo strandarinnar. Sú kenning var slegin út af borðinu en hefur nú dúkkað aftur upp. Heimsótti Atlantic City oft Komið hefur í ljós að Heuermann, sem starfaði sem arkitekt, hafði tengsl við Atlantic City. Einnig Las Vegas og Suður Karólínu þar sem lögregla er einnig að athuga gömul og óleyst morðmál. Meðal annars hefur nektardansmær í Atlantic City greint frá því að hafa séð Heuermann á staðnum sem hún vann hjá í þrjú skipti. Hann hafi reynt að fá hana til að hitta sig fyrir utan klúbbinn. „Hann vildi að ég sæti hjá honum og talaði við hann og svo reyndi hann að sannfæra mig um að hitta sig fyrir utan klúbbinn en ég fór aldrei,“ sagði konan við fréttastöðina Fox News. „Ég hef hitt fólk fyrir utan klúbbinn áður og þekki þetta en þessi gaur lét mér líða óþægilega.“
Bandaríkin Erlend sakamál Gilgo Beach-raðmorðinginn Tengdar fréttir Farsímagögn, Chevrolet Avalanche og pizzakassi reyndust lykillinn Það er mögulegt að lögregla hefði getað handsamað raðmorðingjann Rex Heuermann miklu fyrr ef allar vísbendingar í málinu hefðu verið betur gaumgæfðar. Bifreið sem morðinginn ók og vitni tók eftir reyndist lykillinn að lausn málsins. 21. júlí 2023 07:30 Sekta fólk sem tekur myndir af húsi Heuermann Lögreglan í Nassau sýslu í New York hefur ákveðið að sekta þá sem stoppa og mynda hús Rex Hauermann sem grunaður er um að vera raðmorðingi. Sektin er 150 dollarar, eða 20 þúsund krónur. 26. júlí 2023 10:54 Grunaður raðmorðingi giftur íslenskri konu Maðurinn, sem handtekinn var í New York í gær og er ákærður fyrir að myrða þrjár konur, er giftur íslenskri konu. Spjótin beindust meðal annars að honum vegna DNA-sýnis sem fannst á konunum þremur og talið er vera af íslensku konunni. 14. júlí 2023 22:06 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Blautt víðast hvar Veður Fleiri fréttir Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Sjá meira
Farsímagögn, Chevrolet Avalanche og pizzakassi reyndust lykillinn Það er mögulegt að lögregla hefði getað handsamað raðmorðingjann Rex Heuermann miklu fyrr ef allar vísbendingar í málinu hefðu verið betur gaumgæfðar. Bifreið sem morðinginn ók og vitni tók eftir reyndist lykillinn að lausn málsins. 21. júlí 2023 07:30
Sekta fólk sem tekur myndir af húsi Heuermann Lögreglan í Nassau sýslu í New York hefur ákveðið að sekta þá sem stoppa og mynda hús Rex Hauermann sem grunaður er um að vera raðmorðingi. Sektin er 150 dollarar, eða 20 þúsund krónur. 26. júlí 2023 10:54
Grunaður raðmorðingi giftur íslenskri konu Maðurinn, sem handtekinn var í New York í gær og er ákærður fyrir að myrða þrjár konur, er giftur íslenskri konu. Spjótin beindust meðal annars að honum vegna DNA-sýnis sem fannst á konunum þremur og talið er vera af íslensku konunni. 14. júlí 2023 22:06