Heuermann til rannsóknar vegna fjögurra morða í Atlantic City Kristinn Haukur Guðnason skrifar 27. júlí 2023 11:36 Konurnar fjórar sem fundust í skurði árið 2006 í útjaðri Atlantic City. Lögreglan í Bandaríkjunum er nú með það til rannsóknar hvort að Rex Heuermann hafi myrt fjórar konur í borginni Atlantic City í New Jersey árið 2006. Heuermann heimsótti borgina oft og fór á nektardansklúbba. Lögreglan í New York hefur lokið rannsókn á heimili Rex Heuermann. Hann er grunaður um að hafa myrt að minnsta kosti fjórar vændiskonur og grafið lík þeirra á Gilgo Beach, nálægt Massapequa Park á Long Island þar sem hann býr. Alls hafa ellefu lík fundist á ströndinni. Rannsóknin hefur vakið grunsemdir um að Heuermann hafi framið ódæði annars staðar og eru lögregluyfirvöld víðs vegar um Bandaríkin að skoða gömul óleyst morðmál. Það stærsta er mál í Atlantic City sem kennt er við Eastbound kyrkjarans (Eastbound strangler). Það voru fjögur morð á konum árið 2006. Á grúfu í fráræsisskurði Líkt og á Gilgo ströndinni voru konurnar sem drepnar voru í Atlantic City flestar vændiskonur. Þetta voru Tracy Ann Roberts 23 ára, Kim Raffo 35 ára, Barbara V. Breidor 42 ára og Molly Jean Dilts 20 ára. En hin síðastnefnda var sú eina sem ekki er vitað til að hafa stundað vændi. Líkin fundust öll undir vatni í fráræsisskurði við Golden Key mótelið í útjaðri borgarinnar þann 20. nóvember árið 2006. Hafði þeim verið raðað í röð með um 20 metra bili á milli og lágu líkin öll á grúfu. Allar voru þær klæddar í föt en berfættar. Rex Heuermann heimsótti Atlantic City oft og fór á nektarstaði. Konurnar voru myrtar á nokkurra vikna tímabili. Lík Bridor og Dilts höfðu verið lengst í vatninu og voru illa farin. Þurfti tannlæknaskýrslur til þess að greina þau og ekki var hægt að segja til um dánarorsökina. Roberts og Raffo voru drepnar seinna og Raffo sást lifandi daginn áður en líkin fundust. Þær voru kyrktar til dauða með reipi eða bandi. Enginn ákærður Nokkrir voru yfirheyrðir í tengslum við morðin. Þar á meðal maður að nafni Terry Oleson, sem starfaði á Golden Key mótelinu. Rannsóknin endaði hins vegar í öngstræti og enginn hefur verið ákærður fyrir morðin. Lögreglan hefur boðið 25 þúsund dollara, eða rúmar 3 milljónir króna, fyrir upplýsingar sem gætu leyst málið. Lögreglan hefur áður rannsakað hvort að tengsl séu á milli morðanna í Atlantic City og Gilgo strandarinnar. Sú kenning var slegin út af borðinu en hefur nú dúkkað aftur upp. Heimsótti Atlantic City oft Komið hefur í ljós að Heuermann, sem starfaði sem arkitekt, hafði tengsl við Atlantic City. Einnig Las Vegas og Suður Karólínu þar sem lögregla er einnig að athuga gömul og óleyst morðmál. Meðal annars hefur nektardansmær í Atlantic City greint frá því að hafa séð Heuermann á staðnum sem hún vann hjá í þrjú skipti. Hann hafi reynt að fá hana til að hitta sig fyrir utan klúbbinn. „Hann vildi að ég sæti hjá honum og talaði við hann og svo reyndi hann að sannfæra mig um að hitta sig fyrir utan klúbbinn en ég fór aldrei,“ sagði konan við fréttastöðina Fox News. „Ég hef hitt fólk fyrir utan klúbbinn áður og þekki þetta en þessi gaur lét mér líða óþægilega.“ Bandaríkin Erlend sakamál Gilgo Beach-raðmorðinginn Tengdar fréttir Farsímagögn, Chevrolet Avalanche og pizzakassi reyndust lykillinn Það er mögulegt að lögregla hefði getað handsamað raðmorðingjann Rex Heuermann miklu fyrr ef allar vísbendingar í málinu hefðu verið betur gaumgæfðar. Bifreið sem morðinginn ók og vitni tók eftir reyndist lykillinn að lausn málsins. 21. júlí 2023 07:30 Sekta fólk sem tekur myndir af húsi Heuermann Lögreglan í Nassau sýslu í New York hefur ákveðið að sekta þá sem stoppa og mynda hús Rex Hauermann sem grunaður er um að vera raðmorðingi. Sektin er 150 dollarar, eða 20 þúsund krónur. 26. júlí 2023 10:54 Grunaður raðmorðingi giftur íslenskri konu Maðurinn, sem handtekinn var í New York í gær og er ákærður fyrir að myrða þrjár konur, er giftur íslenskri konu. Spjótin beindust meðal annars að honum vegna DNA-sýnis sem fannst á konunum þremur og talið er vera af íslensku konunni. 14. júlí 2023 22:06 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Fleiri fréttir Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Sjá meira
Lögreglan í New York hefur lokið rannsókn á heimili Rex Heuermann. Hann er grunaður um að hafa myrt að minnsta kosti fjórar vændiskonur og grafið lík þeirra á Gilgo Beach, nálægt Massapequa Park á Long Island þar sem hann býr. Alls hafa ellefu lík fundist á ströndinni. Rannsóknin hefur vakið grunsemdir um að Heuermann hafi framið ódæði annars staðar og eru lögregluyfirvöld víðs vegar um Bandaríkin að skoða gömul óleyst morðmál. Það stærsta er mál í Atlantic City sem kennt er við Eastbound kyrkjarans (Eastbound strangler). Það voru fjögur morð á konum árið 2006. Á grúfu í fráræsisskurði Líkt og á Gilgo ströndinni voru konurnar sem drepnar voru í Atlantic City flestar vændiskonur. Þetta voru Tracy Ann Roberts 23 ára, Kim Raffo 35 ára, Barbara V. Breidor 42 ára og Molly Jean Dilts 20 ára. En hin síðastnefnda var sú eina sem ekki er vitað til að hafa stundað vændi. Líkin fundust öll undir vatni í fráræsisskurði við Golden Key mótelið í útjaðri borgarinnar þann 20. nóvember árið 2006. Hafði þeim verið raðað í röð með um 20 metra bili á milli og lágu líkin öll á grúfu. Allar voru þær klæddar í föt en berfættar. Rex Heuermann heimsótti Atlantic City oft og fór á nektarstaði. Konurnar voru myrtar á nokkurra vikna tímabili. Lík Bridor og Dilts höfðu verið lengst í vatninu og voru illa farin. Þurfti tannlæknaskýrslur til þess að greina þau og ekki var hægt að segja til um dánarorsökina. Roberts og Raffo voru drepnar seinna og Raffo sást lifandi daginn áður en líkin fundust. Þær voru kyrktar til dauða með reipi eða bandi. Enginn ákærður Nokkrir voru yfirheyrðir í tengslum við morðin. Þar á meðal maður að nafni Terry Oleson, sem starfaði á Golden Key mótelinu. Rannsóknin endaði hins vegar í öngstræti og enginn hefur verið ákærður fyrir morðin. Lögreglan hefur boðið 25 þúsund dollara, eða rúmar 3 milljónir króna, fyrir upplýsingar sem gætu leyst málið. Lögreglan hefur áður rannsakað hvort að tengsl séu á milli morðanna í Atlantic City og Gilgo strandarinnar. Sú kenning var slegin út af borðinu en hefur nú dúkkað aftur upp. Heimsótti Atlantic City oft Komið hefur í ljós að Heuermann, sem starfaði sem arkitekt, hafði tengsl við Atlantic City. Einnig Las Vegas og Suður Karólínu þar sem lögregla er einnig að athuga gömul og óleyst morðmál. Meðal annars hefur nektardansmær í Atlantic City greint frá því að hafa séð Heuermann á staðnum sem hún vann hjá í þrjú skipti. Hann hafi reynt að fá hana til að hitta sig fyrir utan klúbbinn. „Hann vildi að ég sæti hjá honum og talaði við hann og svo reyndi hann að sannfæra mig um að hitta sig fyrir utan klúbbinn en ég fór aldrei,“ sagði konan við fréttastöðina Fox News. „Ég hef hitt fólk fyrir utan klúbbinn áður og þekki þetta en þessi gaur lét mér líða óþægilega.“
Bandaríkin Erlend sakamál Gilgo Beach-raðmorðinginn Tengdar fréttir Farsímagögn, Chevrolet Avalanche og pizzakassi reyndust lykillinn Það er mögulegt að lögregla hefði getað handsamað raðmorðingjann Rex Heuermann miklu fyrr ef allar vísbendingar í málinu hefðu verið betur gaumgæfðar. Bifreið sem morðinginn ók og vitni tók eftir reyndist lykillinn að lausn málsins. 21. júlí 2023 07:30 Sekta fólk sem tekur myndir af húsi Heuermann Lögreglan í Nassau sýslu í New York hefur ákveðið að sekta þá sem stoppa og mynda hús Rex Hauermann sem grunaður er um að vera raðmorðingi. Sektin er 150 dollarar, eða 20 þúsund krónur. 26. júlí 2023 10:54 Grunaður raðmorðingi giftur íslenskri konu Maðurinn, sem handtekinn var í New York í gær og er ákærður fyrir að myrða þrjár konur, er giftur íslenskri konu. Spjótin beindust meðal annars að honum vegna DNA-sýnis sem fannst á konunum þremur og talið er vera af íslensku konunni. 14. júlí 2023 22:06 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Fleiri fréttir Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Sjá meira
Farsímagögn, Chevrolet Avalanche og pizzakassi reyndust lykillinn Það er mögulegt að lögregla hefði getað handsamað raðmorðingjann Rex Heuermann miklu fyrr ef allar vísbendingar í málinu hefðu verið betur gaumgæfðar. Bifreið sem morðinginn ók og vitni tók eftir reyndist lykillinn að lausn málsins. 21. júlí 2023 07:30
Sekta fólk sem tekur myndir af húsi Heuermann Lögreglan í Nassau sýslu í New York hefur ákveðið að sekta þá sem stoppa og mynda hús Rex Hauermann sem grunaður er um að vera raðmorðingi. Sektin er 150 dollarar, eða 20 þúsund krónur. 26. júlí 2023 10:54
Grunaður raðmorðingi giftur íslenskri konu Maðurinn, sem handtekinn var í New York í gær og er ákærður fyrir að myrða þrjár konur, er giftur íslenskri konu. Spjótin beindust meðal annars að honum vegna DNA-sýnis sem fannst á konunum þremur og talið er vera af íslensku konunni. 14. júlí 2023 22:06