Ágúst sagður taka við eftir brottreksturinn: „Held að Gústi smellpassi“ Sindri Sverrisson skrifar 1. ágúst 2023 07:31 Ágúst Gylfason stýrði síðast Stjörnunni en var sagt upp störfum í maí. Nú virðist hann vera að taka við Fram. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Ágúst Gylfason, sem fyrr í sumar var rekinn frá Stjörnunni, mun að öllum líkindum snúa aftur í Bestu deildina í fótbolta sem þjálfari Fram. Þetta kom fram í Stúkunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld. Framarar ráku félagsmanninn mikla Jón Sveinsson á dögunum vegna slaks gengis liðsins í sumar en Fram situr í fallsæti með 14 stig eftir 17 umferðir. Næsti leikur liðsins er mikilvægur slagur við Fylki eftir viku og þá gæti nýr þjálfari verið kominn í brúna. „Samkvæmt nýjustu heimildum, frá því í dag [í gær] segir sagan að Ágúst Gylfason sé mjög nálægt því að skrifa undir samning við Framara. Ágúst Gylfason er að sjálfsögðu fyrrum leikmaður Fram og væri líklega eðlilegasta lausnin,“ sagði Guðmundur Benediktsson, stjórnandi Stúkunnar, í þætti gærkvöldsins en brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Stúkan: Þjálfaramál Framara Ágúst lék með Fram á árunum 1999-2003 eftir að hafa snúið heim úr atvinnumennsku. Hann hefur stýrt liðum Fjölnis, Breiðabliks, Gróttu og Stjörnunnar í efstu deild. „Ég bjóst bara við að það væri búið að tilkynna hann sem þjálfara. Um leið og þetta gerðist þá beið maður eftir því að það kæmi tilkynning um að hann væri að fara að taka við þessu. Það kæmi mér á óvart ef það yrði einhver annar en hann,“ sagði Lárus Orri Sigurðsson í Stúkunni í gær og bætti við: „Ég held að Gústi yrði mjög flottur fyrir Framarana. Og ef hann fær þann stuðning sem hann þarf, til að setja sitt mark á liðið… Fram er í dag rosalega flottur klúbbur. Þessi aðstaða sem þeir eru með og sagan sem þeir eru með, þetta er mjög flottur klúbbur.“ Ragnar vill þjálfa liðið áfram Albert Brynjar Ingason var sammála Lárusi um að Ágúst væri góður kostur: „Ég held að Gústi smellpassi í það sem þeir þurfa þarna. Það þarf stemningu þarna. Við höfum talað um að þetta hefur verið svolítið flatt undanfarið. Það þarf að rífa þennan hóp upp aðeins og Gústi er fullkominn í það,“ sagði Albert. Albert sagði vin sinn Ragnar Sigurðsson sömuleiðis tilbúinn í að þjálfa liðið en Ragnar hefur verið aðstoðarþjálfari liðsins á þessu tímabili og stýrir því þessa dagana ásamt Aðalsteini Aðalsteinssyni. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla Fram Stúkan Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Sjá meira
Framarar ráku félagsmanninn mikla Jón Sveinsson á dögunum vegna slaks gengis liðsins í sumar en Fram situr í fallsæti með 14 stig eftir 17 umferðir. Næsti leikur liðsins er mikilvægur slagur við Fylki eftir viku og þá gæti nýr þjálfari verið kominn í brúna. „Samkvæmt nýjustu heimildum, frá því í dag [í gær] segir sagan að Ágúst Gylfason sé mjög nálægt því að skrifa undir samning við Framara. Ágúst Gylfason er að sjálfsögðu fyrrum leikmaður Fram og væri líklega eðlilegasta lausnin,“ sagði Guðmundur Benediktsson, stjórnandi Stúkunnar, í þætti gærkvöldsins en brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Stúkan: Þjálfaramál Framara Ágúst lék með Fram á árunum 1999-2003 eftir að hafa snúið heim úr atvinnumennsku. Hann hefur stýrt liðum Fjölnis, Breiðabliks, Gróttu og Stjörnunnar í efstu deild. „Ég bjóst bara við að það væri búið að tilkynna hann sem þjálfara. Um leið og þetta gerðist þá beið maður eftir því að það kæmi tilkynning um að hann væri að fara að taka við þessu. Það kæmi mér á óvart ef það yrði einhver annar en hann,“ sagði Lárus Orri Sigurðsson í Stúkunni í gær og bætti við: „Ég held að Gústi yrði mjög flottur fyrir Framarana. Og ef hann fær þann stuðning sem hann þarf, til að setja sitt mark á liðið… Fram er í dag rosalega flottur klúbbur. Þessi aðstaða sem þeir eru með og sagan sem þeir eru með, þetta er mjög flottur klúbbur.“ Ragnar vill þjálfa liðið áfram Albert Brynjar Ingason var sammála Lárusi um að Ágúst væri góður kostur: „Ég held að Gústi smellpassi í það sem þeir þurfa þarna. Það þarf stemningu þarna. Við höfum talað um að þetta hefur verið svolítið flatt undanfarið. Það þarf að rífa þennan hóp upp aðeins og Gústi er fullkominn í það,“ sagði Albert. Albert sagði vin sinn Ragnar Sigurðsson sömuleiðis tilbúinn í að þjálfa liðið en Ragnar hefur verið aðstoðarþjálfari liðsins á þessu tímabili og stýrir því þessa dagana ásamt Aðalsteini Aðalsteinssyni. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild karla Fram Stúkan Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Sjá meira