Tveir nýir til taks hjá FH í kvöld eftir félagaskiptabannið Sindri Sverrisson skrifar 31. júlí 2023 09:35 Grétar Snær Gunnarsson og Arnór Borg Guðjohnsen spila með FH það sem eftir lifir tímabils, og eru félagaskipti Grétars varanleg. Samsett/Hulda Margrét FH-ingar biðu ekki boðanna eftir að hafa losnað úr félagaskiptabanni og eru tveir nýir leikmenn komnir með staðfest félagaskipti til FH fyrir leikinn við Keflavík í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Grétar Snær Gunnarsson er snúinn aftur til FH frá KR en hann lék aðeins fjóra leiki með KR-ingum í Bestu deildinni í sumar. Grétar, sem er 26 ára varnarmaður, á að baki 59 leiki í efstu deild en hann spilaði síðast fyrir FH árið 2018 og hefur síðan verið hjá Víkingi Ó., Fjölni og svo KR frá 2021. Arnór Borg Guðjohnsen er svo kominn til FH að láni frá Víkingum sem sitja á toppi Bestu deildarinnar. Arnór hefur spilað fjórtán leiki í Bestu deildinni í sumar en aðeins tvo í byrjunarliði, og alls aðeins fimm leiki í byrjunarliði frá því að hann kom frá Fylki eftir tímabilið 2021, en hann missti af stórum hluta síðasta tímabils vegna meiðsla. FH fór í félagaskiptabann samkvæmt úrskurði aga- og úrskurðarnefndar KSÍ, og var sektað um 150 þúsund krónur, eftir að samninga- og félagaskiptanefnd KSÍ komst að þeirri niðurstöðu að félagið hefði ekki staðið við samning sinn við danska leikmanninn Morten Beck Guldsmed. Samkvæmt úrskurði aganefndarinnar gat félagið hins vegar losnað við bannið með því að ná samkomulagi við leikmanninn, en ekki hefur komið fram hvað það uppgjör fól í sér. FH-ingar mæta Keflavík á útivelli í kvöld og þar gætu bæði Grétar og Arnór komið við sögu. Með sigri gæti FH mögulega komist upp úr 6. sæti í það fjórða, en liðið er stigi á eftir Stjörnunni og KR sem mætir Val í kvöld, og á leik eða leiki til góða á bæði lið. Besta deild karla FH Tengdar fréttir „Vona að enginn lendi í sömu stöðu og ég“ Morten Beck Guldsmed er ánægður með að hafa borið sigur úr býtum í deilu sinni við FH vegna vangreiddra launa. Hann er ósáttur við að málið hafi þurft að enda fyrir dómstólum en segir dóminn mikilvægan fyrir íþróttafólk á Íslandi. 17. júní 2023 08:00 FH dæmt í félagaskiptabann ef félagið borgar Morten Beck ekki Ef FH greiðir Morten Beck Guldsmed ekki það sem hann telur sig eiga inni hjá félaginu innan þrjátíu daga verður það dæmt í félagaskiptabann. FH fékk einnig 150 þúsund króna sekt. 30. mars 2023 11:45 Krefst 24 milljóna og FH mögulega bannað að fá leikmenn Knattspyrnudeild FH er í grafalvarlegri stöðu vegna kröfu fyrrverandi leikmanns félagsins, hins danska Mortens Beck Guldsmed, vegna vangreiddra launa á árunum 2019-2021. Félagið gæti verið á leið í félagaskiptabann vegna málsins. 15. mars 2023 08:01 Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Fótbolti Fleiri fréttir Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Sjá meira
Grétar Snær Gunnarsson er snúinn aftur til FH frá KR en hann lék aðeins fjóra leiki með KR-ingum í Bestu deildinni í sumar. Grétar, sem er 26 ára varnarmaður, á að baki 59 leiki í efstu deild en hann spilaði síðast fyrir FH árið 2018 og hefur síðan verið hjá Víkingi Ó., Fjölni og svo KR frá 2021. Arnór Borg Guðjohnsen er svo kominn til FH að láni frá Víkingum sem sitja á toppi Bestu deildarinnar. Arnór hefur spilað fjórtán leiki í Bestu deildinni í sumar en aðeins tvo í byrjunarliði, og alls aðeins fimm leiki í byrjunarliði frá því að hann kom frá Fylki eftir tímabilið 2021, en hann missti af stórum hluta síðasta tímabils vegna meiðsla. FH fór í félagaskiptabann samkvæmt úrskurði aga- og úrskurðarnefndar KSÍ, og var sektað um 150 þúsund krónur, eftir að samninga- og félagaskiptanefnd KSÍ komst að þeirri niðurstöðu að félagið hefði ekki staðið við samning sinn við danska leikmanninn Morten Beck Guldsmed. Samkvæmt úrskurði aganefndarinnar gat félagið hins vegar losnað við bannið með því að ná samkomulagi við leikmanninn, en ekki hefur komið fram hvað það uppgjör fól í sér. FH-ingar mæta Keflavík á útivelli í kvöld og þar gætu bæði Grétar og Arnór komið við sögu. Með sigri gæti FH mögulega komist upp úr 6. sæti í það fjórða, en liðið er stigi á eftir Stjörnunni og KR sem mætir Val í kvöld, og á leik eða leiki til góða á bæði lið.
Besta deild karla FH Tengdar fréttir „Vona að enginn lendi í sömu stöðu og ég“ Morten Beck Guldsmed er ánægður með að hafa borið sigur úr býtum í deilu sinni við FH vegna vangreiddra launa. Hann er ósáttur við að málið hafi þurft að enda fyrir dómstólum en segir dóminn mikilvægan fyrir íþróttafólk á Íslandi. 17. júní 2023 08:00 FH dæmt í félagaskiptabann ef félagið borgar Morten Beck ekki Ef FH greiðir Morten Beck Guldsmed ekki það sem hann telur sig eiga inni hjá félaginu innan þrjátíu daga verður það dæmt í félagaskiptabann. FH fékk einnig 150 þúsund króna sekt. 30. mars 2023 11:45 Krefst 24 milljóna og FH mögulega bannað að fá leikmenn Knattspyrnudeild FH er í grafalvarlegri stöðu vegna kröfu fyrrverandi leikmanns félagsins, hins danska Mortens Beck Guldsmed, vegna vangreiddra launa á árunum 2019-2021. Félagið gæti verið á leið í félagaskiptabann vegna málsins. 15. mars 2023 08:01 Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Fótbolti Fleiri fréttir Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Sjá meira
„Vona að enginn lendi í sömu stöðu og ég“ Morten Beck Guldsmed er ánægður með að hafa borið sigur úr býtum í deilu sinni við FH vegna vangreiddra launa. Hann er ósáttur við að málið hafi þurft að enda fyrir dómstólum en segir dóminn mikilvægan fyrir íþróttafólk á Íslandi. 17. júní 2023 08:00
FH dæmt í félagaskiptabann ef félagið borgar Morten Beck ekki Ef FH greiðir Morten Beck Guldsmed ekki það sem hann telur sig eiga inni hjá félaginu innan þrjátíu daga verður það dæmt í félagaskiptabann. FH fékk einnig 150 þúsund króna sekt. 30. mars 2023 11:45
Krefst 24 milljóna og FH mögulega bannað að fá leikmenn Knattspyrnudeild FH er í grafalvarlegri stöðu vegna kröfu fyrrverandi leikmanns félagsins, hins danska Mortens Beck Guldsmed, vegna vangreiddra launa á árunum 2019-2021. Félagið gæti verið á leið í félagaskiptabann vegna málsins. 15. mars 2023 08:01