Íslenski boltinn

Óvænt úrslit í Lengjudeildinni

Jón Már Ferro skrifar
Óskar Örn Hauksson skoraði eitt mark fyrir Grindavík gegn uppeldisfélagi sínu. Það dugði þó ekki til sigurs.
Óskar Örn Hauksson skoraði eitt mark fyrir Grindavík gegn uppeldisfélagi sínu. Það dugði þó ekki til sigurs. VÍSIR/BÁRA

Lengjudeildin heldur áfram að bjóða upp á óvænt úrslit. Í þremur leikjum af fjórum vann liðið sem var neðar í töflunni. Í fjórða leiknum voru liðin jöfn að stigum.

Njarðvík vann Grindavík 4-1 en Rafael Victor skoraði tvö fyrstu mörk Njarðvíkur en Óskar Örn Hauksson jafnaði í millitíðinni. Oumar Diouck og Freysteinn Ingi Guðnason skoruðu sitthvort markið og unnu Njarðvíkingar að lokum sanngjarnan sigur.

Sigurinn er vægast sagt mikilvægur í baráttu Njarðvíkinga um að halda sér í deildinni. Með sigrinum komust Njarðvíkingar þremur stigum ofar en Ægismenn á botni deildarinnar.

Fjölnir heimsótti Selfyssinga en tapaði með tveimur mörkum. Lokatölur 2-4 sem eru óvænt úrslit ef horft er til stöðu liðanna í deildinni. Fjölnir er áfram með 26 stig í þriðja sæti en Selfoss lyftir sér upp fyrir Grindavík úr tíunda sæti yfir í það níunda.

Vestri vann Gróttu 3-0 og kemur sér úr sjöunda sæti og jafna Gróttu að stigum sem voru í fjórða sætinu fyrir umferðina.

Leiknir vann Þór en fyrir leikinn voru liðin jöfn að stigum í fimmta og sjötta sæti með sautján stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×