Umfjöllun, viðtöl og myndir: Víkingur - ÍBV 6-0 | Leikur kattarins að músinni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. júlí 2023 19:30 Víkingur vann sinn stærsta sigur í sumar þegar ÍBV kom í heimsókn. vísir/anton Víkingur náði níu stiga forskoti á toppi Bestu deildar karla í fótbolta með stórsigri á ÍBV í Víkinni í dag, 6-0. Víkingar gengu hreint til verks og kláruðu dæmið í fyrri hálfleik þar sem þeir skoruðu þrjú mörk á sautján mínútum. Þau gerðu Nikolaj Hansen, Birnir Snær Ingason og Pablo Punyed. Matthías Vilhjálmsson, Helgi Guðjónsson og Pablo bættu svo mörkum við í seinni hálfleik. Víkingur er nú með 44 stig í efsta sæti deildarinnar, níu stigum á undan Val sem mætir KR annað kvöld. ÍBV er aftur á móti í 9. sæti deildarinnar með sautján stig. Slæmt gengi Eyjamanna á útivelli heldur áfram en þeir hafa tapað sjö af níu leikjum sínum uppi á fasta landinu. Víkingar voru gríðarlega ógnandi hægra megin á vellinum með Danijel sem besta mann og öll þrjú mörkin í fyrri hálfleik komu þaðan. Danijel Dejan Djuric átti frábæran leik.vísir/anton Á 10. mínútu var boltinn laus í vítateignum eftir fyrirgjöf frá hægri. Nikolaj var fyrstur að átta sig og skallaði boltann í netið. Þremur mínútum síðar var staðan orðin 2-0. Davíð Örn Atlason sendi fyrir frá hægri á fjærstöngina þar sem Matthías Vilhjálmsson skallaði boltann fyrir Birni sem þrumaði honum í netið. Skömmu síðar fékk Matthías dauðafæri en skaut framhjá. Þriðja markið kom á 27. mínútu og eins og þau fyrri kom það eftir sókn fram hægri kantinn. Danijel negldi þá boltanum þvert fyrir markið á Pablo sem skoraði af stuttu færi. Staðan 3-0 og dagskránni lokið. Á 30. mínútu komst Tómas Bent Magnússon næst því að skora fyrir ÍBV er hann skallaði hornspyrnu Jóns Ingasonar í slána. Eyjamenn voru duglegir að tækla Loga Tómasson.vísir/anton Leikur Eyjamanna skánaði umtalsvert eftir þessa skelfilegu byrjun en þeir voru samt aldrei nálægt því að ógna Víkingum. Gestirnir úr Eyjum puðuðu framan af seinni hálfleik en komust lítt áleiðis. Heimamenn voru svo alltaf hættulegir þegar þeir komust í sókn. Erlingur Agnarsson fékk upplagt færi á 62. mínútu en Guy Smit varði frá honum. Fjórum mínútum síðar lék Sverrir Páll Hjaltested á Ingvar Jónsson, markvörð Víkings, en náði ekki skoti á markið. Á 72. mínútu sendi Erlingur boltann inn fyrir vörn ÍBV á Helga sem komst einn í gegn, Smit varði frá honum en Matthías fylgdi á eftir og skallaði boltann í netið. Fjórum mínútum síðar varði Smit frá Ara Sigurpálssyni og Tómas bjargaði svo í kjölfarið á línu frá Erlingi. Ingvar Jónsson hélt enn einu sinni hreinu í dag.vísir/anton Þegar tíu mínútur voru til leiksloka bjargaði Elvis Bwomono skoti Helga á línu með hendinni. Jóhann Ingi Jónsson dæmdi vítaspyrnu og rak Elvis af velli. Helgi skoraði af öryggi úr vítinu. Þremur mínútum fyrir leikslok kom svo sjötta markið. Pablo skoraði þá með skoti af stuttu færi eftir sendingu frá Erlingi sem átti frábæran leik. Fleiri urðu mörkin ekki og stórsigur hinna rauðu og svörtu staðreynd. Eyjamenn þurfa hins vegar að líta í eigin barm eftir slaka frammistöðu í kvöld. Hermann: Hrikalega ánægður og stoltur af liðinu Hermann Hreiðarsson hrósaði Eyjamönnum í hástert eftir tapið í Víkinni.vísir/anton Hermanni Hreiðarssyni, þjálfara ÍBV, fannst úrslitin gegn Víkingi ekki gefa rétta mynd af leiknum. „Engan veginn en vissulega byrjuðum við illa og okkur var refsað fyrir lélegan varnarleik. Þetta voru ódýr mörk en lélegur varnarleikur, annað hvort eða bæði,“ sagði Hermann eftir leikinn. „Í kjölfarið, ég vil leyfa mér að segja að ég var hrikalega stoltur af liðinu. Við stoppuðum þá í öllu spili en þetta breytti leiknum vissulega. Ég var hrikalega ánægður og stoltur af liðinu. Það var ekki einn sem hengdi haus. Það eru þvílíkir karakterar í þessu liði. Þeir brettu allir upp ermarnar og við unnum baráttuna, alveg klárt. Gæðin í þeirra liði eru einfaldlega meiri og það er gat þar á milli en við sýndum sannarlega geggjað og frábært hugarfar í níutíu mínútur. Það er asnalegt að segja en ég er hrikalegur stoltur af liðinu.“ Eyjamenn fengu ágætis færi í leiknum en tókst ekki að skora. „Við fengum frían skalla og svo getið þið dæmt um það hvort þetta hafi verið víti eða ekki. Ég ætla ekki að tala um dómarana. Hann var ekki til staðar í dag. Þeir nýttu sín færi en ekki við. Það er lykilinn. En í heildina, djöfull stoltur af liðinu,“ sagði Hermann. Næsti leikur Eyjamanna er á laugardaginn, á Þjóðhátíð, gegn Stjörnumönnum. „Þetta hefur verið svona síðustu tíu ár. Þetta er gaman, það verður fullt af fólki á vellinum og stemmning. Ég get alveg sagt þér að við tökum þennan karakter með okkur í næsta leik. Við höfum mætt tvíefldir í alla leiki. Þetta herðir okkur. Karakterinn sýndi sig,“ sagði Hermann að lokum. Arnar: Fyrstu 30 mínúturnar voru með þeim betri sem ég hef séð mitt lið spila í sumar Arnar Gunnlaugsson á hliðarlínunni í dagVísir/Anton Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings var sáttur með góðan sigur en sagði þó að hans menn hefðu ekki átt fullkominn dag. „Bara flott frammistaða að mörgu leyti. Fyrstu 30 mínúturnar voru með þeim betri sem ég hef séð mitt lið spila í sumar og eftir það lentum við í okkar frægu „down“ köflum en það sem gerðist ekki núna sem hefur gerst alltof oft í sumar er að við fengum ekki á okkur mark meðan við vorum of „sloppy“ og héldum að við ætluðum að taka þetta með annarri hendinni. Meðan þú færð ekki á þig mark og ertu að „suffera“ vel þá áttu alltaf séns að skora fleiri mörk sem á endanum við gerðum mjög vel.“ Arnar vildi ekki gera of mikið úr þeirri staðreynd að hans menn hefðu skorað sex mörk í dag. Þeir hefðu verið of kærulausir á köflum en náð að stilla sig af í hálfleik. „Já, markatalan gæti skipt sköpum í lok móts. Nokkrar geggjaðar frammistöður. Matti spilaði nokkrar stöður á vellinum í dag og var frábær. Gunnar Vatnhamar líka, ótrúleg orka í honum. Heilt yfir fyrstu 30 voru eitthvað sem við vorum búnir að ræða fyrir leikinn, eitthvað sem kerfið okkar býður upp á. Ef menn eru hreifanlegir og spila fyrir heildina. Maður hefur spilað svona leika sjálfur, sem voru kannski aðeins of auðveldir. Þá ferðu að reyna einhverjar hælspyrnur og fíflalæti, einstaklingsmistök og reynir of mikið sem einstaklingur í staðinn fyrir að láta liðsheildina ganga fyrir. Við ræddum það í hálfleik og seinni hálfleikur var betri.“ Spurður út í aukna samkeppni innan liðsins með endurkomu Arons Elís greip Arnar andann hreinlega á lofti. „Já vá, klárlega. Maður er bara stundum upp í stúku á æfingum að njóta þess að sjá þessa stráka spila. Það er hvílík keppni alltaf og maður skynjar það að þessir menn vilja vera með í því sem er að gerast næstu mánuði, að berjast um þessa tvo titla. Ef þú ert ekki klár, sama hvort það er á æfingu eða leikjum, þá er það bara næsti maður sem tekur þína stöðu. Þannig að standardinn er mjög hár, tempóið mjög hátt. Ég held að Aron hafi bara verið hissa á því, komandi frá atvinnumannaliði, hversu hár standardinn er orðinn hjá okkur og örugglega fleiri liðum í deildinni hvað varðar æfingaálag og þess háttar. Klárlega er þetta eitthvað sem er okkur til framdráttar.“ Það er stíf dagskrá framundan hjá Víkingum. 16. ágúst mæta þeir KR í undanúrslitum Mjólkursbikarins og eiga fjóra leiki í deildinni. „Já og einn af erfiðustu útivöllum landsins bíður okkar, Kaplakrikinn, áttunda. Þetta er áttundi, þrettándi við HK. Svo er það þessi veisla sem er undanúrslitin og vonandi úrslitaleikurinn. Svo er það Breiðablik eftir það. Við settum upp eina glæru fyrir strákana í gær, ég veit að það á oft að tala bara um einn leik í einu en af hverju ekki að tala bara um fílinn í herberginu: Ágúst getur verið virkilega gjöfull fyrir okkur ef við höldum okkur á tánum og klárum okkar verkefni.“ Besta deild karla Víkingur Reykjavík ÍBV
Víkingur náði níu stiga forskoti á toppi Bestu deildar karla í fótbolta með stórsigri á ÍBV í Víkinni í dag, 6-0. Víkingar gengu hreint til verks og kláruðu dæmið í fyrri hálfleik þar sem þeir skoruðu þrjú mörk á sautján mínútum. Þau gerðu Nikolaj Hansen, Birnir Snær Ingason og Pablo Punyed. Matthías Vilhjálmsson, Helgi Guðjónsson og Pablo bættu svo mörkum við í seinni hálfleik. Víkingur er nú með 44 stig í efsta sæti deildarinnar, níu stigum á undan Val sem mætir KR annað kvöld. ÍBV er aftur á móti í 9. sæti deildarinnar með sautján stig. Slæmt gengi Eyjamanna á útivelli heldur áfram en þeir hafa tapað sjö af níu leikjum sínum uppi á fasta landinu. Víkingar voru gríðarlega ógnandi hægra megin á vellinum með Danijel sem besta mann og öll þrjú mörkin í fyrri hálfleik komu þaðan. Danijel Dejan Djuric átti frábæran leik.vísir/anton Á 10. mínútu var boltinn laus í vítateignum eftir fyrirgjöf frá hægri. Nikolaj var fyrstur að átta sig og skallaði boltann í netið. Þremur mínútum síðar var staðan orðin 2-0. Davíð Örn Atlason sendi fyrir frá hægri á fjærstöngina þar sem Matthías Vilhjálmsson skallaði boltann fyrir Birni sem þrumaði honum í netið. Skömmu síðar fékk Matthías dauðafæri en skaut framhjá. Þriðja markið kom á 27. mínútu og eins og þau fyrri kom það eftir sókn fram hægri kantinn. Danijel negldi þá boltanum þvert fyrir markið á Pablo sem skoraði af stuttu færi. Staðan 3-0 og dagskránni lokið. Á 30. mínútu komst Tómas Bent Magnússon næst því að skora fyrir ÍBV er hann skallaði hornspyrnu Jóns Ingasonar í slána. Eyjamenn voru duglegir að tækla Loga Tómasson.vísir/anton Leikur Eyjamanna skánaði umtalsvert eftir þessa skelfilegu byrjun en þeir voru samt aldrei nálægt því að ógna Víkingum. Gestirnir úr Eyjum puðuðu framan af seinni hálfleik en komust lítt áleiðis. Heimamenn voru svo alltaf hættulegir þegar þeir komust í sókn. Erlingur Agnarsson fékk upplagt færi á 62. mínútu en Guy Smit varði frá honum. Fjórum mínútum síðar lék Sverrir Páll Hjaltested á Ingvar Jónsson, markvörð Víkings, en náði ekki skoti á markið. Á 72. mínútu sendi Erlingur boltann inn fyrir vörn ÍBV á Helga sem komst einn í gegn, Smit varði frá honum en Matthías fylgdi á eftir og skallaði boltann í netið. Fjórum mínútum síðar varði Smit frá Ara Sigurpálssyni og Tómas bjargaði svo í kjölfarið á línu frá Erlingi. Ingvar Jónsson hélt enn einu sinni hreinu í dag.vísir/anton Þegar tíu mínútur voru til leiksloka bjargaði Elvis Bwomono skoti Helga á línu með hendinni. Jóhann Ingi Jónsson dæmdi vítaspyrnu og rak Elvis af velli. Helgi skoraði af öryggi úr vítinu. Þremur mínútum fyrir leikslok kom svo sjötta markið. Pablo skoraði þá með skoti af stuttu færi eftir sendingu frá Erlingi sem átti frábæran leik. Fleiri urðu mörkin ekki og stórsigur hinna rauðu og svörtu staðreynd. Eyjamenn þurfa hins vegar að líta í eigin barm eftir slaka frammistöðu í kvöld. Hermann: Hrikalega ánægður og stoltur af liðinu Hermann Hreiðarsson hrósaði Eyjamönnum í hástert eftir tapið í Víkinni.vísir/anton Hermanni Hreiðarssyni, þjálfara ÍBV, fannst úrslitin gegn Víkingi ekki gefa rétta mynd af leiknum. „Engan veginn en vissulega byrjuðum við illa og okkur var refsað fyrir lélegan varnarleik. Þetta voru ódýr mörk en lélegur varnarleikur, annað hvort eða bæði,“ sagði Hermann eftir leikinn. „Í kjölfarið, ég vil leyfa mér að segja að ég var hrikalega stoltur af liðinu. Við stoppuðum þá í öllu spili en þetta breytti leiknum vissulega. Ég var hrikalega ánægður og stoltur af liðinu. Það var ekki einn sem hengdi haus. Það eru þvílíkir karakterar í þessu liði. Þeir brettu allir upp ermarnar og við unnum baráttuna, alveg klárt. Gæðin í þeirra liði eru einfaldlega meiri og það er gat þar á milli en við sýndum sannarlega geggjað og frábært hugarfar í níutíu mínútur. Það er asnalegt að segja en ég er hrikalegur stoltur af liðinu.“ Eyjamenn fengu ágætis færi í leiknum en tókst ekki að skora. „Við fengum frían skalla og svo getið þið dæmt um það hvort þetta hafi verið víti eða ekki. Ég ætla ekki að tala um dómarana. Hann var ekki til staðar í dag. Þeir nýttu sín færi en ekki við. Það er lykilinn. En í heildina, djöfull stoltur af liðinu,“ sagði Hermann. Næsti leikur Eyjamanna er á laugardaginn, á Þjóðhátíð, gegn Stjörnumönnum. „Þetta hefur verið svona síðustu tíu ár. Þetta er gaman, það verður fullt af fólki á vellinum og stemmning. Ég get alveg sagt þér að við tökum þennan karakter með okkur í næsta leik. Við höfum mætt tvíefldir í alla leiki. Þetta herðir okkur. Karakterinn sýndi sig,“ sagði Hermann að lokum. Arnar: Fyrstu 30 mínúturnar voru með þeim betri sem ég hef séð mitt lið spila í sumar Arnar Gunnlaugsson á hliðarlínunni í dagVísir/Anton Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings var sáttur með góðan sigur en sagði þó að hans menn hefðu ekki átt fullkominn dag. „Bara flott frammistaða að mörgu leyti. Fyrstu 30 mínúturnar voru með þeim betri sem ég hef séð mitt lið spila í sumar og eftir það lentum við í okkar frægu „down“ köflum en það sem gerðist ekki núna sem hefur gerst alltof oft í sumar er að við fengum ekki á okkur mark meðan við vorum of „sloppy“ og héldum að við ætluðum að taka þetta með annarri hendinni. Meðan þú færð ekki á þig mark og ertu að „suffera“ vel þá áttu alltaf séns að skora fleiri mörk sem á endanum við gerðum mjög vel.“ Arnar vildi ekki gera of mikið úr þeirri staðreynd að hans menn hefðu skorað sex mörk í dag. Þeir hefðu verið of kærulausir á köflum en náð að stilla sig af í hálfleik. „Já, markatalan gæti skipt sköpum í lok móts. Nokkrar geggjaðar frammistöður. Matti spilaði nokkrar stöður á vellinum í dag og var frábær. Gunnar Vatnhamar líka, ótrúleg orka í honum. Heilt yfir fyrstu 30 voru eitthvað sem við vorum búnir að ræða fyrir leikinn, eitthvað sem kerfið okkar býður upp á. Ef menn eru hreifanlegir og spila fyrir heildina. Maður hefur spilað svona leika sjálfur, sem voru kannski aðeins of auðveldir. Þá ferðu að reyna einhverjar hælspyrnur og fíflalæti, einstaklingsmistök og reynir of mikið sem einstaklingur í staðinn fyrir að láta liðsheildina ganga fyrir. Við ræddum það í hálfleik og seinni hálfleikur var betri.“ Spurður út í aukna samkeppni innan liðsins með endurkomu Arons Elís greip Arnar andann hreinlega á lofti. „Já vá, klárlega. Maður er bara stundum upp í stúku á æfingum að njóta þess að sjá þessa stráka spila. Það er hvílík keppni alltaf og maður skynjar það að þessir menn vilja vera með í því sem er að gerast næstu mánuði, að berjast um þessa tvo titla. Ef þú ert ekki klár, sama hvort það er á æfingu eða leikjum, þá er það bara næsti maður sem tekur þína stöðu. Þannig að standardinn er mjög hár, tempóið mjög hátt. Ég held að Aron hafi bara verið hissa á því, komandi frá atvinnumannaliði, hversu hár standardinn er orðinn hjá okkur og örugglega fleiri liðum í deildinni hvað varðar æfingaálag og þess háttar. Klárlega er þetta eitthvað sem er okkur til framdráttar.“ Það er stíf dagskrá framundan hjá Víkingum. 16. ágúst mæta þeir KR í undanúrslitum Mjólkursbikarins og eiga fjóra leiki í deildinni. „Já og einn af erfiðustu útivöllum landsins bíður okkar, Kaplakrikinn, áttunda. Þetta er áttundi, þrettándi við HK. Svo er það þessi veisla sem er undanúrslitin og vonandi úrslitaleikurinn. Svo er það Breiðablik eftir það. Við settum upp eina glæru fyrir strákana í gær, ég veit að það á oft að tala bara um einn leik í einu en af hverju ekki að tala bara um fílinn í herberginu: Ágúst getur verið virkilega gjöfull fyrir okkur ef við höldum okkur á tánum og klárum okkar verkefni.“
Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Íslenski boltinn
Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Íslenski boltinn