Hreinsunin byrjuð á Old Trafford Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. júlí 2023 15:00 Alex Telles hefur spilað sinn síðasta leik fyrir Man United. Jonathan DiMaggio/Getty Images Erik ten Hag er byrjaður að fara „út með ruslið“ ef svo má að orði komast. Það er, Manchester United er byrjað að selja leikmenn sem eiga enga framtíð fyrir sér hjá félaginu. Í dag var staðfest að brasilíski bakvörðurinn Alex Telles hefði verið seldur til Cristiano Ronaldo og félaga í Al Nassr í Sádi-Arabíu. Kaupverðið er talið nema fjórum milljónum punda eða tæpum 680 milljónum íslenskra króna. Hinn þrítugi Telles gekk í raðir Man United árið 2020 frá Porto en náði sér aldrei á strik á Englandi. Hann var lánaður til Sevilla á Spáni á síðustu leiktíð en hefur nú verið seldur til Sádi-Arabíu. Bakvörðurinn á að baki 12 A-landsleiki fyrir Brasilíu. Alex Telles has joined Al-Nassr from Man Utd pic.twitter.com/AytJWf5vVq— Sky Sports News (@SkySportsNews) July 23, 2023 Miðvörðurinn Eric Bailly hefur einnig verið orðaður við Al Nassr en hann var á láni hjá Marseille í Frakklandi á síðustu leiktíð. Enski landsliðsmaðurinn Harry Maguire hefur einnig verið orðaður frá félaginu. Þá er talið að annað hvort Fred eða Scott McTominay verði seldir fyrr heldur en síðar. Áður hafði Man United selt hinn unga Charlie Savage til Reading og Zidane Iqbal til FC Utrecht. Þá hafa David De Gea, Phil Jones og Axel Tuanzebe allir yfirgefið félagið á frjálsri sölu. Þá voru lánssamningar Jack Butland, Marcel Sabitzer og Wout Weghorst ekki framlengdir. Ef allt gengur eftir má reikna með að Man United losi sig við 10 leikmenn í félagaskiptaglugga sumarsins. Að sama skapi er búist við því að liðið festi kaup á framherja í sumar eftir að hafa keypt André Onana í markið og Mason Mount á miðjuna. Varnarmaðurinn Jonny Evans skrifaði svo undir tímabundinn samning við félagið en hvort hann verði framlengdur út tímabilið er óvitað. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Guardiola hótar að hætta Enski boltinn „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport „Manchester er heima“ Enski boltinn „Verð aldrei trúður“ Fótbolti Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir Sport Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Sport Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Handbolti Fleiri fréttir Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Sjá meira
Í dag var staðfest að brasilíski bakvörðurinn Alex Telles hefði verið seldur til Cristiano Ronaldo og félaga í Al Nassr í Sádi-Arabíu. Kaupverðið er talið nema fjórum milljónum punda eða tæpum 680 milljónum íslenskra króna. Hinn þrítugi Telles gekk í raðir Man United árið 2020 frá Porto en náði sér aldrei á strik á Englandi. Hann var lánaður til Sevilla á Spáni á síðustu leiktíð en hefur nú verið seldur til Sádi-Arabíu. Bakvörðurinn á að baki 12 A-landsleiki fyrir Brasilíu. Alex Telles has joined Al-Nassr from Man Utd pic.twitter.com/AytJWf5vVq— Sky Sports News (@SkySportsNews) July 23, 2023 Miðvörðurinn Eric Bailly hefur einnig verið orðaður við Al Nassr en hann var á láni hjá Marseille í Frakklandi á síðustu leiktíð. Enski landsliðsmaðurinn Harry Maguire hefur einnig verið orðaður frá félaginu. Þá er talið að annað hvort Fred eða Scott McTominay verði seldir fyrr heldur en síðar. Áður hafði Man United selt hinn unga Charlie Savage til Reading og Zidane Iqbal til FC Utrecht. Þá hafa David De Gea, Phil Jones og Axel Tuanzebe allir yfirgefið félagið á frjálsri sölu. Þá voru lánssamningar Jack Butland, Marcel Sabitzer og Wout Weghorst ekki framlengdir. Ef allt gengur eftir má reikna með að Man United losi sig við 10 leikmenn í félagaskiptaglugga sumarsins. Að sama skapi er búist við því að liðið festi kaup á framherja í sumar eftir að hafa keypt André Onana í markið og Mason Mount á miðjuna. Varnarmaðurinn Jonny Evans skrifaði svo undir tímabundinn samning við félagið en hvort hann verði framlengdur út tímabilið er óvitað.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Guardiola hótar að hætta Enski boltinn „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport „Manchester er heima“ Enski boltinn „Verð aldrei trúður“ Fótbolti Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir Sport Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Sport Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Handbolti Fleiri fréttir Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Sjá meira