Læknaður af „Matta Vill-sjúkdómnum“ og klár í slaginn Valur Páll Eiríksson skrifar 23. júlí 2023 14:31 Arnar er spenntur að sjá Aron Elís spila gegn „erkióvinum“ Víkings í KR í kvöld. Vísir/Arnar Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, er spenntur fyrir frumraun Arons Elís Þrándarsonar sem hefur æft með liðinu um þriggja vikna skeið. Aron fékk í gegn félagsskipti í vikunni og verður í eldlínunni gegn KR á Meistaravöllum í Bestu deild karla í kvöld. Það vakti athygli þegar Aron Elís ákvað að semja við uppeldisfélag sitt þar sem hann fékk tilboð að utan og er aðeins 29 ára gamall. Arnar segir Aron vera spenntan fyrir því að komast á völlinn en líklega sé smá stress sem fylgi einnig. „Hann er búinn að æfa mjög vel og langt síðan hann spilaði leik. Hann er virkilega hungraður og væntanlega líka stressaður. Maður þekkir það af eigin raun. Svo er það líka frá Kára [Árnasyni] og Sölva [Geir Ottesen] sem komu heim og töluðu um að það væri jafnvel meira stressandi að spila fyrir heimaklúbbinn sinn heldur en að spila úti fyrir framan 50 þúsund manns,“ „Ástæðan fyrir því er einmitt að þetta er heimaklúbburinn þeirra, þetta er klúbburinn hans Arons sem vill standa sig og þetta er bara frábær búbót fyrir íslenska knattspyrnu og okkur Víkinga. Sérstaklega á þessum tímapunkti þegar talað er eins og það sé einhver krísa í gangi. Við erum með sex stiga forskot í deildinni og í undanúrslitum í bikar en þetta er gott boost að fá svona hæfileikaríkan leikmann inn í hópinn okkar og hann verður klár á móti KR,“ segir Arnar. Laus við taphrinuna og klár gegn „erkióvinunum í KR“ Aron Elís segist sjálfur vera spenntur að komast loks út á völlinn eftir svo langan tíma þar sem hann hefur aðeins getað æft með liðinu. Arnar segist sömuleiðis spenntur að geta valið hann í liðið eftir að hann fékk í gegn félagsskipti í vikunni. Klippa: Spenntur að sjá Aron Elís á vellinum „Svo sannarlega. Hann var reyndar kominn með Matta Vill-sjúkdóminn þar sem hann vinnur ekki leik á æfingum. En hann læknaðist af því þegar leið á sumarið,“ „En auðvitað verður hann á meðal betri leikmanna ef ekki sá besti í deildinni. Þetta er bara drulluerfið deild, ég segi það enn og aftur. Þú þarft að vera í súper standi til að láta ljós þitt skína með þessa fótboltahæfileika. Það mun taka hann tíma að komast í leikform, hann er í toppstandi líkamlega, en það er allt annað að spila þessa leiki,“ „Ég held bara að allir Víkingar og knattspyrnuáhugamenn séu spenntir að sjá hann á vellinum og ég tala nú ekki um á móti okkar erkióvinum í KR í fyrsta leik,“ segir Arnar. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Leikur KR og Víkings hefst kl. 19:15 í kvöld og er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Útsending hefst kl. 19:00. Besta deild karla KR Víkingur Reykjavík Mest lesið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Fótbolti Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Sjá meira
Það vakti athygli þegar Aron Elís ákvað að semja við uppeldisfélag sitt þar sem hann fékk tilboð að utan og er aðeins 29 ára gamall. Arnar segir Aron vera spenntan fyrir því að komast á völlinn en líklega sé smá stress sem fylgi einnig. „Hann er búinn að æfa mjög vel og langt síðan hann spilaði leik. Hann er virkilega hungraður og væntanlega líka stressaður. Maður þekkir það af eigin raun. Svo er það líka frá Kára [Árnasyni] og Sölva [Geir Ottesen] sem komu heim og töluðu um að það væri jafnvel meira stressandi að spila fyrir heimaklúbbinn sinn heldur en að spila úti fyrir framan 50 þúsund manns,“ „Ástæðan fyrir því er einmitt að þetta er heimaklúbburinn þeirra, þetta er klúbburinn hans Arons sem vill standa sig og þetta er bara frábær búbót fyrir íslenska knattspyrnu og okkur Víkinga. Sérstaklega á þessum tímapunkti þegar talað er eins og það sé einhver krísa í gangi. Við erum með sex stiga forskot í deildinni og í undanúrslitum í bikar en þetta er gott boost að fá svona hæfileikaríkan leikmann inn í hópinn okkar og hann verður klár á móti KR,“ segir Arnar. Laus við taphrinuna og klár gegn „erkióvinunum í KR“ Aron Elís segist sjálfur vera spenntur að komast loks út á völlinn eftir svo langan tíma þar sem hann hefur aðeins getað æft með liðinu. Arnar segist sömuleiðis spenntur að geta valið hann í liðið eftir að hann fékk í gegn félagsskipti í vikunni. Klippa: Spenntur að sjá Aron Elís á vellinum „Svo sannarlega. Hann var reyndar kominn með Matta Vill-sjúkdóminn þar sem hann vinnur ekki leik á æfingum. En hann læknaðist af því þegar leið á sumarið,“ „En auðvitað verður hann á meðal betri leikmanna ef ekki sá besti í deildinni. Þetta er bara drulluerfið deild, ég segi það enn og aftur. Þú þarft að vera í súper standi til að láta ljós þitt skína með þessa fótboltahæfileika. Það mun taka hann tíma að komast í leikform, hann er í toppstandi líkamlega, en það er allt annað að spila þessa leiki,“ „Ég held bara að allir Víkingar og knattspyrnuáhugamenn séu spenntir að sjá hann á vellinum og ég tala nú ekki um á móti okkar erkióvinum í KR í fyrsta leik,“ segir Arnar. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Leikur KR og Víkings hefst kl. 19:15 í kvöld og er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Útsending hefst kl. 19:00.
Besta deild karla KR Víkingur Reykjavík Mest lesið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Fótbolti Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn
Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn
Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn