Erlent

Myrti lækni á geð­spítala: „Það var ætlunin, að hún skyldi deyja“

Árni Sæberg skrifar
Árásin var framin á geðsjúkrahúsinu í Glostrup.
Árásin var framin á geðsjúkrahúsinu í Glostrup. Google Maps

Kona er látin eftir stunguárás við geðsjúkrahús í Kaupmannahöfn síðdegis í gær. Karlmaður á fimmtugsaldri, sem var handtekinn vegna árásarinnar í gær, hefur játað að hafa myrt konuna. Konan var læknir mannsins á sjúkrahúsinu.

Tveir samstarfsmenn konunnar særðust í árásinni og annar þeirra liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi. 

Danska ríkisútvarpið greinir frá því að 41 árs gamall karlmaður sem grunaður er um árásina hafi játað sök í samtali við lögmann. Hann játaði að hafa banað konunni og framið grófa líkamsárás gagnvart hinum tveimur.

„Það var ætlunin, að hún skyldi deyja,“ hefur DR eftir manninum.

Hann hefur verið úrskurðaður í rúmlega þriggja vikna gæsluvarðhald.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×