Vaknaði við sprengingu: Var viss um að eldflaug hefði hæft húsið Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 14. júlí 2023 15:51 Karl hefur dvalið í Úkraínu síðastliðinn hálfa mánuð ásamt Irynu, konunni sinni. Þau stefna á að dvelja þar í hálfan mánuð í viðbót. Karl Garðarsson Karl Garðarsson, fyrrverandi fjölmiðlamaður og þingmaður, dvelur nú í Kænugarði en fjöldi loftárása hafa verið gerðar á borgina síðustu nætur. Hann segir loftárásir Rússa aukast meðan á stórum viðburðum á vesturlöndum stendur, til að mynda leiðtogafundur NATO og fundur leiðtoga norrænu ríkjanna sem haldinn var í maí Aðfaranótt fimmtudags vöknuðu Karl og Iryna, eiginkona hans, við gríðarlega öfluga sprengingu í Kænugarði. „Ég var alveg viss um að hún væri á annað hvort húsið okkar eða nágrannahús,“ segir Karl um sprenginguna. Raunin reyndist sú að hús í hverfinu hafði orðið fyrir sprengingunni. Að sögn Karls varð mikið tjón. „Það var gríðarlega mikill hávaði í kringum þetta,“ segir Karl. Allmargir særðust og einn lét lífið „Þeir skutu tugum dróna og eldflauga úr ýmsum áttum inn í borgina.“ Karl segir sprengingarnar hafa náð til fjögurra hverfa þá nótt. Fleiri loftárásir þegar leiðtogafundir standa yfir Karl segir loftárásir megi auðveldlega rekja til viðburða í vesturlöndunum. „Þeir hafa þann háttinn á að ef stórir viðburðir eru í gangi, eins og hjá NATO eða í vesturlöndunum, þá auka þeir loftárásir meðan á þeim stendur,“ segir Karl. Hann segir það frekar vera regla en undantekning. Karl segir miklar loftvarnir vera í Kænugarði. Að meirihluti eldflauga og dróna sem skotnir eru yfir borgina séu skotnir niður. Þá brotni þeir upp í loft en þó geti brak þeirra sem síðan fellur til jarðar að auki valdið tjóni og jafnvel mannslífum. Álag á almenning Daglegt líf í Kænugarði gengur nú sinn vanagang flesta daga, að sögn Karls. Þegar loftárásir eru gerðar að degi til fari loftvarnaflautur af stað hálftíma áður en von er á eldflaugum. Þá geti fólk komið sér í skjól í tæka tíð. Stríðið í Úkraínu hefur nú staðið yfir í fimm hundruð daga. Karl segir álag stríðsins á almenning vera orðið talsvert. „Fólk er orðið þreytt á þessu. Það er varla til sá maður hérna sem þekkir ekki einhvern sem annað hvort er í stríðinu eða hefur farist í stríðinu.“ Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Íslendingar erlendis Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Aðfaranótt fimmtudags vöknuðu Karl og Iryna, eiginkona hans, við gríðarlega öfluga sprengingu í Kænugarði. „Ég var alveg viss um að hún væri á annað hvort húsið okkar eða nágrannahús,“ segir Karl um sprenginguna. Raunin reyndist sú að hús í hverfinu hafði orðið fyrir sprengingunni. Að sögn Karls varð mikið tjón. „Það var gríðarlega mikill hávaði í kringum þetta,“ segir Karl. Allmargir særðust og einn lét lífið „Þeir skutu tugum dróna og eldflauga úr ýmsum áttum inn í borgina.“ Karl segir sprengingarnar hafa náð til fjögurra hverfa þá nótt. Fleiri loftárásir þegar leiðtogafundir standa yfir Karl segir loftárásir megi auðveldlega rekja til viðburða í vesturlöndunum. „Þeir hafa þann háttinn á að ef stórir viðburðir eru í gangi, eins og hjá NATO eða í vesturlöndunum, þá auka þeir loftárásir meðan á þeim stendur,“ segir Karl. Hann segir það frekar vera regla en undantekning. Karl segir miklar loftvarnir vera í Kænugarði. Að meirihluti eldflauga og dróna sem skotnir eru yfir borgina séu skotnir niður. Þá brotni þeir upp í loft en þó geti brak þeirra sem síðan fellur til jarðar að auki valdið tjóni og jafnvel mannslífum. Álag á almenning Daglegt líf í Kænugarði gengur nú sinn vanagang flesta daga, að sögn Karls. Þegar loftárásir eru gerðar að degi til fari loftvarnaflautur af stað hálftíma áður en von er á eldflaugum. Þá geti fólk komið sér í skjól í tæka tíð. Stríðið í Úkraínu hefur nú staðið yfir í fimm hundruð daga. Karl segir álag stríðsins á almenning vera orðið talsvert. „Fólk er orðið þreytt á þessu. Það er varla til sá maður hérna sem þekkir ekki einhvern sem annað hvort er í stríðinu eða hefur farist í stríðinu.“
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Íslendingar erlendis Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira