„Auðvitað er áhugi á mér“ Jón Már Ferro skrifar 12. júlí 2023 07:00 Adam Pálsson var stoðsendingahæstur í fyrra. Nú vill hann verða markahæstur. vísir/Pawel Cieslikiewicz „Ég býst við erfiðum leik. Þeir hafa gefið Víking og Breiðablik hörku leik. Fyrstu sextíu mínúturnar voru þeir mjög flottir og voru nálægt því að gera jafntefli. Þeir eru með gæði innan síns liðs og eru þéttir til baka. Rúnar kann alveg að búa til lið,“ segir Adam Pálsson, sóknarmaður Vals, um leik liðsins gegn Fylki í Bestu deild karla í kvöld. Valur er níu stigum á eftir Víkingum sem eru í toppsætinu. Þrátt fyrir það eiga Hlíðarendapiltar tvo leiki inni á Víkinga og geta því minnkað forystuna niður í þrjú stig sigri þeir báða þessa leiki. Gylfi Þór Sigurðsson æfði með Val á dögunum en meiddist lítillega á æfingu. Adam segist ekki vita stöðuna á honum eins og er. „Það lyfti öllum æfingakúltur á annað plan og í raun bara öllu. Það segir sig sjálft að hafa svona góðan leikmann á æfingu sem er með svona sterka nærveru, þá fara allir upp á tærnar,“ segir Adam. Valur verður að öllum líkindum í keppni við Víkinga um Íslandsmeistaratitilinn. Adam vildi þó ekki útiloka Blika úr þeirri keppni. „Þetta verður keppni fram í rauðann dauðann. Við gerum okkar besta á eftir og sjáum svo hvað gerist. Við þurfum að vinna til að komast nær þeim en þetta verður hörku leikur,“ segir Adam. Adam er ánægður með spilamennsku sína og segir liðið alltaf verða betra og betra. „Tímabilið byrjaði vel hjá mér persónulega og mér finnst liðið alltaf verða betra og betra. Addi er að koma áherslunum betur til okkar. Við erum að verða betri og betri með hverjum leik. Gæðin á æfingum eru rosaleg. Maður finnur fyrir sögunni þegar maður labbar hingað inn. Líka hvað þeir vilja mikið vinna. Það er ekki hægt að gera neitt jafntefli hér og þar. Það er ekkert hægt. Í Keflavík var kannski allt í lagi að gera jafntefli. Hér er það ekki í lagi,“ segir Adam. Eins og flestir góðir leikmenn á Íslandi, þá vill Adam spila erlendis í sterkari deild. Þrátt fyrir það er hann einbeittur á að standa sig vel fyrir Val þangað til. „Það er alltaf einhver samtöl á milli umboðsmanns og liða úti. Svo fær maður að heyra smá af því. Ég reyni bara að einbeita mér eins mikið og ég get að Val. Það er minn aðal fókus. Um leið og þú hugsar um eitthvað annað þá fer þér að ganga illa á vellinum. Fólk horfir bara á næstu framistöðu. Það er öllum drullusama hvað þú gerðir fyrir fimm leikjum síðan. Þú verður að vera góður í næsta leik og ef þú ert góður í næsta leik þá heldur þetta bara áfram,“ segir Adam. „Auðvitað er áhugi á mér. Það segir sig sjálft ef það gengur vel. Það fer bara á milli umboðsmanns og liðsins. Ef það kemur formlegt tilboð þá er ég alveg til í að skoða það. Þangað til er ég bara að einbeita mér að Val og vinna titilinn,“ segir Adam. Besta deild karla Valur Fylkir Víkingur Reykjavík Breiðablik Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Sjá meira
Valur er níu stigum á eftir Víkingum sem eru í toppsætinu. Þrátt fyrir það eiga Hlíðarendapiltar tvo leiki inni á Víkinga og geta því minnkað forystuna niður í þrjú stig sigri þeir báða þessa leiki. Gylfi Þór Sigurðsson æfði með Val á dögunum en meiddist lítillega á æfingu. Adam segist ekki vita stöðuna á honum eins og er. „Það lyfti öllum æfingakúltur á annað plan og í raun bara öllu. Það segir sig sjálft að hafa svona góðan leikmann á æfingu sem er með svona sterka nærveru, þá fara allir upp á tærnar,“ segir Adam. Valur verður að öllum líkindum í keppni við Víkinga um Íslandsmeistaratitilinn. Adam vildi þó ekki útiloka Blika úr þeirri keppni. „Þetta verður keppni fram í rauðann dauðann. Við gerum okkar besta á eftir og sjáum svo hvað gerist. Við þurfum að vinna til að komast nær þeim en þetta verður hörku leikur,“ segir Adam. Adam er ánægður með spilamennsku sína og segir liðið alltaf verða betra og betra. „Tímabilið byrjaði vel hjá mér persónulega og mér finnst liðið alltaf verða betra og betra. Addi er að koma áherslunum betur til okkar. Við erum að verða betri og betri með hverjum leik. Gæðin á æfingum eru rosaleg. Maður finnur fyrir sögunni þegar maður labbar hingað inn. Líka hvað þeir vilja mikið vinna. Það er ekki hægt að gera neitt jafntefli hér og þar. Það er ekkert hægt. Í Keflavík var kannski allt í lagi að gera jafntefli. Hér er það ekki í lagi,“ segir Adam. Eins og flestir góðir leikmenn á Íslandi, þá vill Adam spila erlendis í sterkari deild. Þrátt fyrir það er hann einbeittur á að standa sig vel fyrir Val þangað til. „Það er alltaf einhver samtöl á milli umboðsmanns og liða úti. Svo fær maður að heyra smá af því. Ég reyni bara að einbeita mér eins mikið og ég get að Val. Það er minn aðal fókus. Um leið og þú hugsar um eitthvað annað þá fer þér að ganga illa á vellinum. Fólk horfir bara á næstu framistöðu. Það er öllum drullusama hvað þú gerðir fyrir fimm leikjum síðan. Þú verður að vera góður í næsta leik og ef þú ert góður í næsta leik þá heldur þetta bara áfram,“ segir Adam. „Auðvitað er áhugi á mér. Það segir sig sjálft ef það gengur vel. Það fer bara á milli umboðsmanns og liðsins. Ef það kemur formlegt tilboð þá er ég alveg til í að skoða það. Þangað til er ég bara að einbeita mér að Val og vinna titilinn,“ segir Adam.
Besta deild karla Valur Fylkir Víkingur Reykjavík Breiðablik Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Sjá meira