James vill hjálpa Hermanni og ÍBV: „Vonandi get ég aðstoðað“ Valur Páll Eiríksson skrifar 10. júlí 2023 07:00 James var heiðraður fyrir leik ÍBV og Fram um helgina en lék með Eyjamönnum fyrir sléttum áratug. Vísir Fyrrum enski landsliðsmarkvörðurinn David James var heiðursgestur á leik ÍBV gegn Fram í Bestu deild karla í fótbolta á laugardag, áratug eftir veru hans í Vestmannaeyjum. Hann segir engan í Eyjunni hafa breyst og þá eigi hann til að vinna fyrir félaga sinn Hermann Hreiðarsson frá Bretlandseyjum. Fyrrum enski landsliðsmarkvörðurinn David James var heiðursgestur á leik ÍBV gegn Fram í Bestu deild karla í fótbolta í gær, áratug eftir veru hans í Vestmannaeyjum. Hann segir engan í Eyjunni hafa breyst og þá eigi hann til að vinna fyrir félaga sinn Hermann Hreiðarsson frá Bretlandseyjum. James er fimmti leikjahæsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar og enginn markvörður hefur spilað fleiri leiki í deildinni. Auk þess að spila fyrir Watford, Liverpool, Aston Villa, West Ham og Manchester City lék hann með Hermanni Hreiðarssyni hjá Portsmouth. Þeir náðu vel saman og James var opinn fyrir því að koma og leika undir stjórn Hermanns í Vestmannaeyjum fyrir áratug síðan. Hann spilaði 23 leiki fyrir ÍBV sumarið 2013 og segir frábært að snúa aftur til Eyja. „Góðan daginn,“ sagði James á ljómandi fínustu íslensku við Smára Jökul Jónsson eftir leik ÍBV og Fram á laugardag. „Þetta er yndislegt, töfrum líkast. Ég elska þessa Eyju og það er orðið of langt síðan ég var hér síðast. Að koma aftur er magnað.“ Aðspurður um hversu vel hann haldi sambandi við Hermann segir James: „Auðvitað, hann er dásamlegur maður. Frá því í Portsmouth hefur hann verið mér sem bróðir. Ég hef unnið fyrir hann og hann fyrir mig. Ég gat ekki hafnað því þegar tækifæri gafst til að koma hingað aftur,“ segir James sem kannast við þónokkur andlit í Eyjum og segir fátt hafa breyst. „Já, og enginn hefur breyst. Hermann lítur út eins og fyrir tíu árum og Eiður [Aron Sigurbjörnsson] líka. Það er dásamlegt að koma aftur og sjá gamla vini.“ Vonast til að hjálpa Hemma frá Englandi En fylgist James með gengi liðsins? „Endrum og eins. Auðvitað hef ég fylgst með þegar Hermann hefur þjálfað liðið hefur ég fylgst meira með. En vegna vinnu getur maður ekki fylgst með öllu,“ „Ég hef fylgst með á þessari leiktíð, og það vannst góður sigur í dag [á laugardag]. Svo er Keflavík í næstu viku og ég hef trú á því að liðið enda á meðal sex efstu, segir James sem kveðst þó ekki komast á leikinn í Keflavík. „Nei, nei. Ég verð kominn heim. En ég fylgist með leikjunum og vonandi get ég aðstoðað Hermann eitthvað og unnið fyrir hann frá Englandi.“ segir James. Viðtalið við James má sjá í spilaranum að ofan. Enski boltinn Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Sjá meira
Fyrrum enski landsliðsmarkvörðurinn David James var heiðursgestur á leik ÍBV gegn Fram í Bestu deild karla í fótbolta í gær, áratug eftir veru hans í Vestmannaeyjum. Hann segir engan í Eyjunni hafa breyst og þá eigi hann til að vinna fyrir félaga sinn Hermann Hreiðarsson frá Bretlandseyjum. James er fimmti leikjahæsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar og enginn markvörður hefur spilað fleiri leiki í deildinni. Auk þess að spila fyrir Watford, Liverpool, Aston Villa, West Ham og Manchester City lék hann með Hermanni Hreiðarssyni hjá Portsmouth. Þeir náðu vel saman og James var opinn fyrir því að koma og leika undir stjórn Hermanns í Vestmannaeyjum fyrir áratug síðan. Hann spilaði 23 leiki fyrir ÍBV sumarið 2013 og segir frábært að snúa aftur til Eyja. „Góðan daginn,“ sagði James á ljómandi fínustu íslensku við Smára Jökul Jónsson eftir leik ÍBV og Fram á laugardag. „Þetta er yndislegt, töfrum líkast. Ég elska þessa Eyju og það er orðið of langt síðan ég var hér síðast. Að koma aftur er magnað.“ Aðspurður um hversu vel hann haldi sambandi við Hermann segir James: „Auðvitað, hann er dásamlegur maður. Frá því í Portsmouth hefur hann verið mér sem bróðir. Ég hef unnið fyrir hann og hann fyrir mig. Ég gat ekki hafnað því þegar tækifæri gafst til að koma hingað aftur,“ segir James sem kannast við þónokkur andlit í Eyjum og segir fátt hafa breyst. „Já, og enginn hefur breyst. Hermann lítur út eins og fyrir tíu árum og Eiður [Aron Sigurbjörnsson] líka. Það er dásamlegt að koma aftur og sjá gamla vini.“ Vonast til að hjálpa Hemma frá Englandi En fylgist James með gengi liðsins? „Endrum og eins. Auðvitað hef ég fylgst með þegar Hermann hefur þjálfað liðið hefur ég fylgst meira með. En vegna vinnu getur maður ekki fylgst með öllu,“ „Ég hef fylgst með á þessari leiktíð, og það vannst góður sigur í dag [á laugardag]. Svo er Keflavík í næstu viku og ég hef trú á því að liðið enda á meðal sex efstu, segir James sem kveðst þó ekki komast á leikinn í Keflavík. „Nei, nei. Ég verð kominn heim. En ég fylgist með leikjunum og vonandi get ég aðstoðað Hermann eitthvað og unnið fyrir hann frá Englandi.“ segir James. Viðtalið við James má sjá í spilaranum að ofan.
Enski boltinn Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki