Íslenski boltinn

Búið að úti­loka um að brot sé að ræða

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Brynjar Gauti gæti náð næsta leik Fram.
Brynjar Gauti gæti náð næsta leik Fram. Vísir/Anton Brink

Brynjar Gauti Guðjónsson, varnarmaður Fram í Bestu deild karla, yfirgaf Úlfarsárdal í sjúkrabíl eftir að meiðast í 3-2 sigri liðsins á HK. Hann meiddist á öxl í leiknum og óttuðust menn það versta skömmu eftir að flautað var til leiksloka.

„Við erum að missa Brynjar Gauta eitthvað út sýnist mér. Hann slasaðist illa í lokin, það verður skarð að fylla,“ sagði Jón Sveinsson, þjálfari Fram, í viðtali við Fótbolti.net að leik loknum. Brynjar Gauti ræddi einnig við Fótbolti.net fyrr í dag, föstudag, og sagði stöðuna líta betur út nú en hún gerði er hann var í sjúkrabílnum.

„Það er allavega ekkert brotið. Spurning með liðbönd, tognun og eitthvað,“ sagði miðvörðurinn og hélt áfram.

„Ég tek því rólega fram yfir helgi og við sjáum hvernig staðan er, hvort ég þurfi að fara í frekari myndatöku. Það er búið að útiloka brot og að ég hafi farið úr lið. Búið að útiloka verstu möguleikana.“

Brynjar Gauti hefur ekki fengið neinn sérstakan tímaramma frá læknum svo hann stefnir á að ná næsta leik. Sá er þann 8. júlí gegn ÍBV í Vestmannaeyjum.

Fram er sem stendur í 9. sæti Bestu deildarinnar með 14 stig að loknum 13 leikjum.


Tengdar fréttir

„Þetta var ekki okkar besti fótbolta leikur.“

Jón Þórir Sveinsson, þjálfari Fram, var sáttur með 3-2 sigur á móti HK í Bestu-deild karla í fótbolta í kvöld. Leikurinn fór hægt af stað en þegar fimm mínútur voru til loka fyrri hálfleiks fengu Framarar víti sem hleypti lífi í leikinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×