„Þetta var ekki okkar besti fótbolta leikur.“ Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 28. júní 2023 21:55 Jón Þórir Sveinsson (með derhúfuna) var ekki sáttur í leikslok. Vísir/Diego Jón Þórir Sveinsson, þjálfari Fram, var sáttur með 3-2 sigur á móti HK í Bestu-deild karla í fótbolta í kvöld. Leikurinn fór hægt af stað en þegar fimm mínútur voru til loka fyrri hálfleiks fengu Framarar víti sem hleypti lífi í leikinn. „Þetta var erfiður leikur og það var hart tekist á. Leikur sem að bar einhver einkenni veðursins sem var í dag, svolítill vindur og menn áttu kannski erfitt með að hemja boltann og spila honum á jörðinni. En góður sigur, ég er mjög ánægður.“ HK-ingar virtust vera með ágætis tak á leiknum fram á 40. mínútu en þá fengu Framarar vítaspyrnu og tvíefldust. Þrátt fyrir að HK hafi náð að minnka muninn gáfu heimamenn ekkert eftir og sigruðu leikinn. „HK voru meira með boltann en skapa sér ekkert færi í fyrri hálfleiknum þannig að ég var mjög sáttur við stöðuna. Við ætluðum að fara svona inn í leikinn og hann spilaðist eins og við vildum spila hann. Við ætluðum að vera lið og þjappa okkur saman. Svolítið að bæta fyrir það sem að fór úrskeiðis í síðasta leik og mér fannst við gera það í dag. Menn voru tilbúnir að hlaupa og berjast, ef að þú gerir það þá áttu alltaf séns í hvaða leik sem er. En þetta var ekki okkar besti fótbolta leikur.“ Fram sækir ÍBV heim í næstu umferð og vill Jón sjá þá tilbúna að slást og berjast. „Ég vil sjá þá eins og í kvöld, tilbúnir að slást og berjast. Þetta eru erfiðir leikir og ÍBV er náttúrulega með hörkulið og erfiðir heim að sækja. Við verðum að vera tilbúnir í það og tilbúnir að hlaupa og vinna því öðruvísi færðu ekki neitt út úr leikjum nema að þú sért drullu heppinn.“ Tengdar fréttir Leik lokið: Fram -HK 3-2| Búist við markaveislu í Úlfarsárdal Fram vann 3-2 sigur á HK þegar liðin mættust í Úlfarsárdal í Bestu deild karla í dag. Sigur Fram þýðir að Stjarnan er í fallsæti. 28. júní 2023 21:15 Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Kairat - Real Madrid | Madrídingar í Kasakstan Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Sjá meira
„Þetta var erfiður leikur og það var hart tekist á. Leikur sem að bar einhver einkenni veðursins sem var í dag, svolítill vindur og menn áttu kannski erfitt með að hemja boltann og spila honum á jörðinni. En góður sigur, ég er mjög ánægður.“ HK-ingar virtust vera með ágætis tak á leiknum fram á 40. mínútu en þá fengu Framarar vítaspyrnu og tvíefldust. Þrátt fyrir að HK hafi náð að minnka muninn gáfu heimamenn ekkert eftir og sigruðu leikinn. „HK voru meira með boltann en skapa sér ekkert færi í fyrri hálfleiknum þannig að ég var mjög sáttur við stöðuna. Við ætluðum að fara svona inn í leikinn og hann spilaðist eins og við vildum spila hann. Við ætluðum að vera lið og þjappa okkur saman. Svolítið að bæta fyrir það sem að fór úrskeiðis í síðasta leik og mér fannst við gera það í dag. Menn voru tilbúnir að hlaupa og berjast, ef að þú gerir það þá áttu alltaf séns í hvaða leik sem er. En þetta var ekki okkar besti fótbolta leikur.“ Fram sækir ÍBV heim í næstu umferð og vill Jón sjá þá tilbúna að slást og berjast. „Ég vil sjá þá eins og í kvöld, tilbúnir að slást og berjast. Þetta eru erfiðir leikir og ÍBV er náttúrulega með hörkulið og erfiðir heim að sækja. Við verðum að vera tilbúnir í það og tilbúnir að hlaupa og vinna því öðruvísi færðu ekki neitt út úr leikjum nema að þú sért drullu heppinn.“
Tengdar fréttir Leik lokið: Fram -HK 3-2| Búist við markaveislu í Úlfarsárdal Fram vann 3-2 sigur á HK þegar liðin mættust í Úlfarsárdal í Bestu deild karla í dag. Sigur Fram þýðir að Stjarnan er í fallsæti. 28. júní 2023 21:15 Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Kairat - Real Madrid | Madrídingar í Kasakstan Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Sjá meira
Leik lokið: Fram -HK 3-2| Búist við markaveislu í Úlfarsárdal Fram vann 3-2 sigur á HK þegar liðin mættust í Úlfarsárdal í Bestu deild karla í dag. Sigur Fram þýðir að Stjarnan er í fallsæti. 28. júní 2023 21:15