Rifust um mann leiksins en Gummi Ben kom Alberti skemmtilega á óvart Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júní 2023 09:31 Lárus Orri Sigurðsson og Albert Brynjar Ingason eru þekktir fyrir að vera sjaldan sammála. Hér eru þeir með Guðmundi Benediktssyni í Stúkunni i gær. S2 Sport Stúkan fór yfir þrettándu umferð Bestu deildar karla í fótbolta í gærkvöldi og það þarf kannski ekki að koma neinum á óvart að Lárus Orri Sigurðsson og Albert Brynjar Ingason voru einu sinni sem oftar ekki sammála í þættinum. Stúkan velur alltaf mann leiksins í hverjum leik en að þessu sinni komu sérfræðingarnir sér ekki saman um hver ætti að vera maður leiksins í 2-0 sigri ÍBV á KA. Albert Brynjar var harður á því að varnarmaðurinn Elvis Bwomono ætti að fá útnefninguna en Lárus Orri vildi að Oliver Heiðarsson yrði valinn. Oliver Heiðarsson skoraði glæsilegt mark í leiknum og lagði einnig upp fyrra mark Eyjamanna eftir frábæran sprett. Mörkin komu á fjögurra mínútna kafla í seinni hálfleik. „Mér fannst þetta vera fimm mínútna kafli hjá ÍBV í þessum leik. Það gerðist ekkert mikið í þessum leik fyrir utan þennan fimm mínútna kafla. Tvö mörk sem komu og rauða spjaldið. Eyjamenn voru flottir og nýttu sín tækifæri vel þessar fimm mínútur,“ sagði Albert. „Mér fannst Elvis flottur allan leikinn,“ sagði Albert. Elvis bjargaði nokkrum sínum vel auk þess að eiga stóran þátt í báðum mörkum Eyjaliðsins. Mörkin komu hins vegar til eftir frábæra spretti frá Oliver. „Erum við að ræða þetta í alvörunni? Eigum við ekki bara að sjá þessi tvö mörk aftur,“ svaraði Lárus Orri. „Það náðist ekki samkomulag á milli ykkar með þetta þá er ég með oddaatkvæði. Bara af því að Oliver er ber að ofan þá,“ sagði Guðmundur Benediktsson. „Nei, nei, nei. Nei, nei, nei,“ heyrðist þá í Alberti en Gummi Ben kom honum á endanum á óvart þegar hann hélt áfram. Það má sjá þetta skemmtilega brot úr Stúkunni hér fyrir neðan. Klippa: Stúkan: Ekki sammála um mann leiksins Besta deild karla Stúkan ÍBV Mest lesið Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Sjá meira
Stúkan velur alltaf mann leiksins í hverjum leik en að þessu sinni komu sérfræðingarnir sér ekki saman um hver ætti að vera maður leiksins í 2-0 sigri ÍBV á KA. Albert Brynjar var harður á því að varnarmaðurinn Elvis Bwomono ætti að fá útnefninguna en Lárus Orri vildi að Oliver Heiðarsson yrði valinn. Oliver Heiðarsson skoraði glæsilegt mark í leiknum og lagði einnig upp fyrra mark Eyjamanna eftir frábæran sprett. Mörkin komu á fjögurra mínútna kafla í seinni hálfleik. „Mér fannst þetta vera fimm mínútna kafli hjá ÍBV í þessum leik. Það gerðist ekkert mikið í þessum leik fyrir utan þennan fimm mínútna kafla. Tvö mörk sem komu og rauða spjaldið. Eyjamenn voru flottir og nýttu sín tækifæri vel þessar fimm mínútur,“ sagði Albert. „Mér fannst Elvis flottur allan leikinn,“ sagði Albert. Elvis bjargaði nokkrum sínum vel auk þess að eiga stóran þátt í báðum mörkum Eyjaliðsins. Mörkin komu hins vegar til eftir frábæra spretti frá Oliver. „Erum við að ræða þetta í alvörunni? Eigum við ekki bara að sjá þessi tvö mörk aftur,“ svaraði Lárus Orri. „Það náðist ekki samkomulag á milli ykkar með þetta þá er ég með oddaatkvæði. Bara af því að Oliver er ber að ofan þá,“ sagði Guðmundur Benediktsson. „Nei, nei, nei. Nei, nei, nei,“ heyrðist þá í Alberti en Gummi Ben kom honum á endanum á óvart þegar hann hélt áfram. Það má sjá þetta skemmtilega brot úr Stúkunni hér fyrir neðan. Klippa: Stúkan: Ekki sammála um mann leiksins
Besta deild karla Stúkan ÍBV Mest lesið Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Sjá meira