Íslenski boltinn

Sjáðu Ísak fara illa með FH-inga og öll hin mörkin frá því í gærkvöldi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ísak Andri Sigurgeirsson var frábær í gær og hér er honum fagnað af Daníel Laxdal.
Ísak Andri Sigurgeirsson var frábær í gær og hér er honum fagnað af Daníel Laxdal. Vísir/Hulda Margrét

Stjarnan og Víkingur fögnuðu bæði sigri í Bestu deild karla í fótbolta í gærkvöldi og skoruðu samtals átta mörk í leikjum sínum.

Þrettándu umferð deildarinnar lauk með tveimur leikjum þar sem Stjarnan burstaði FH 5-0 á heimavelli og topplið Víkinga vann 3-1 útisigur á Fylki.

Hér fyrir neðan má sjö öll mörkin úr leikjunum tveimur.

FH-ingar réðu ekkert við Stjörnumanninn Ísak Andri Sigurgeirsson sem var maðurinn á bak við fjögur marka liðsins auk þess að fiska aukaspyrnuna sem gaf fimmta markið.

Ísak Andri Sigurgeirsson skoraði eitt mark sjálfur en Emil Atlason var með tvö fyrstu mörkin eftir undirbúning hans. Fyrra markið kom úr vítaspyrnu sem Ísak fiskaði. Hin mörkin skoruðu þeir Eggert Aron Guðmundsson og Guðmundur Kristjánsson.

Matthías Vilhjálmsson, Viktor Örlygur Andrason og Ari Sigurpálsson skoruðu mörk Víkinga í 3-1 sigri á Fylki en Óskar Borgþórsson náði að jafna metin í 1-1 stuttu eftir að Víkingar komust yfir.

Klippa: Mörkin úr leik Stjörnunnar og FH
Klippa: Mörkin úr leik Fylkis og Víkings



Fleiri fréttir

Sjá meira


×