Veður

Fremur stíf vest­læg átt og vætu­samt

Atli Ísleifsson skrifar
Hiti verður á bilinu tíu til sextán stig.
Hiti verður á bilinu tíu til sextán stig. Vísir/Vilhelm

Alldjúp lægð mun stjórna veðrinu á landinu næstu daga, en hún mun hringsóla yfir landinu og grynnast smám saman fram að helgi.

Veðurstofan gerir ráð fyrir fremur stífri, vestlægri eða breytilegri átt í dag. Þá er spáð vætu og að það muni draga úr vindi og stytta upp fyrir austan í kvöld. Hiti verður á bilinu tíu til sextán stig.

„Vestlæg átt 5-10 á morgun, en hægari breytileg átt á föstudag og skúrir í flestum landshlutum. Milt í veðri. Lægðin fær liðsauka úr suðvestri á laugardag og dýpkar þá aftur með vaxandi norðaustanátt og rigningu, en birtir til sunnan heiða,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Spákort fyrir klukkan 14 í dag.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag: Vestlæg átt 5-13 m/s og skúrir, en úrkomulítið á Suðausturlandi. Hiti 7 til 15 stig, mildast suðaustanlands.

Á föstudag: Norðaustlæg eða breytileg átt 3-10 og allvíða skúrir. Hiti 7 til 14 stig.

Á laugardag: Gengur í norðaustan 8-15 með rigningu, fyrst norðantil á landinu, en talsverðri rigningu um landið austanvert. Hiti 6 til 16 stig, hlýjast á Suðurlandi.

Á sunnudag og mánudag: Ákveðin norðan- og norðaustanátt og rigning eða súld með köflum, en yfirleitt þurrt um landið suðvestanvert. Hiti 5 til 11 stig, en 10 til 17 stig sunnan heiða.

Á þriðjudag: Útlit fyrir norðaustlæga átt. Dálitlar skúrir, en þurrt og bjart að mestu sunnan- og vestanlands. Hiti breytist lítið.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×