Sá markahæsti um áhuga frá Belgíu: „Myndi ekki hoppa á hvað sem er“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. júní 2023 09:31 Stefán Ingi Sigurðarson fagnar öðru af mörkum sínum gegn HK. Þau dugðu ekki til sigurs. Vísir/Anton Brink Stefán Ingi skoraði bæði mörk Breiðabliks í 5-2 tapi gegn HK á föstudag. Hann er markahæsti leikmaður deildarinnar með 10 mörk um þessar mundir og hefur vakið athygli erlendis. Lið frá Belgíu er í samningaviðræðum við Breiðablik með það að leiðarljósi að kaupa Stefán Inga áður en tímabilinu á Íslandi er lokið. Hann ræddi við Stöð 2 og Vísi um tímabilið til þessa, sem og hvað framtíðin ber í skauti sér. Um tímabilið til þessa „Erfitt að hafa einhverjar rosalegar væntingar, ég var með markmið á undirbúningstímabilinu og markmið á þessu tímabili. Markmiðin breyttust aðeins því við missum út leikmenn.“ „Erum með stóran hóp og virkilega sterka leikmenn sóknarlega en svo missum við Patrik [Johannesen] og Kiddi [Kristinn Steindórsson] er mikið frá. Þá er þunnskipaðra, svo fara Eyþór Aron [Wöhler] og Pétur Theódór [Árnason] á lán, þannig þessi stóri, stóri hópur var alveg að þynnast tiltölulega hratt.“ „Markmiðin mín voru að ég ætlaði að verða byrjunarliðsmaður. Það hefur alveg gengið hingað til en ég veit að ég þarf að halda áfram að standa mig til þess að það gerist. Annars kemur alltaf einhver annar.“ „Myndi segja að þetta væri spennandi skref“ „Eins og Óli [Kristjáns, yfirmaður knattspyrnumála hjá Breiðabliki] sagði þá er komið tilboð og það eru viðræður í gangi.“ „Engar viðræður byrjaðar milli mín og liðsins, ég er bara að einbeita mér að verkefninu sem er í gangi núna, það er Breiðablik. Evrópuleikir framundan og undanúrslit í bikar, það er mikið að gerast. Þetta eru leikir sem ég vil spila, þarf að einbeita mér að fullu. Það sem gerist milli þessara tveggja liða kemur bara í ljós. „Myndi segja að þetta væri spennandi skref. Þetta er sterk deild, það er nýtt fyrirkomulag í deildinni eins og er annað hvert ár þarna í Belgíu – eru alltaf að breyta til. Það eru sénsar að fara í umspil um að komast upp. Um leið og þú ert kominn út fyrir Ísland, kominn annarsstaðar í Evrópu er meira verið að fylgjast með þér því þá þekkja þeir styrkleika deildarinnar betur.“ „Þetta er alveg tækifæri sem ég mun íhuga og skoða, eins og er þá er ekkert „concrete“ komið nema að félögin eru að ræða saman.“ Fréttin heldur áfram eftir myndbandið. Klippa: Stefán Ingi: Myndi ekki hoppa á hvað sem er „Maður vill finna rétta skrefið“ „Ég myndi ekki hoppa á hvað sem er. Maður vill finna rétta skrefið, er ekki að fara út bara til að fara út og geta lifað þessu atvinnumannalífi innan gæsalappa. Maður þarf að finna rétta tækifærið fyrir sig. Ekki of stórt stökk, ekki of lítið stökk og eitthvað sem getur fleytt manni áfram seinna meir.“ „Markmið allra að fara eins langt og hægt er. Fyrsta „move-ið“ þitt út í atvinnumennsku er vanalega ekki að fara, ef þú stendur þig getur þú farið lengra þannig maður þarf að finna rétt lið og réttan stað til að geta staðið sig vel þar og vonandi farið lengra.“ Sjá má viðtalið við Stefán Inga í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Fleiri fréttir Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Sjá meira
Lið frá Belgíu er í samningaviðræðum við Breiðablik með það að leiðarljósi að kaupa Stefán Inga áður en tímabilinu á Íslandi er lokið. Hann ræddi við Stöð 2 og Vísi um tímabilið til þessa, sem og hvað framtíðin ber í skauti sér. Um tímabilið til þessa „Erfitt að hafa einhverjar rosalegar væntingar, ég var með markmið á undirbúningstímabilinu og markmið á þessu tímabili. Markmiðin breyttust aðeins því við missum út leikmenn.“ „Erum með stóran hóp og virkilega sterka leikmenn sóknarlega en svo missum við Patrik [Johannesen] og Kiddi [Kristinn Steindórsson] er mikið frá. Þá er þunnskipaðra, svo fara Eyþór Aron [Wöhler] og Pétur Theódór [Árnason] á lán, þannig þessi stóri, stóri hópur var alveg að þynnast tiltölulega hratt.“ „Markmiðin mín voru að ég ætlaði að verða byrjunarliðsmaður. Það hefur alveg gengið hingað til en ég veit að ég þarf að halda áfram að standa mig til þess að það gerist. Annars kemur alltaf einhver annar.“ „Myndi segja að þetta væri spennandi skref“ „Eins og Óli [Kristjáns, yfirmaður knattspyrnumála hjá Breiðabliki] sagði þá er komið tilboð og það eru viðræður í gangi.“ „Engar viðræður byrjaðar milli mín og liðsins, ég er bara að einbeita mér að verkefninu sem er í gangi núna, það er Breiðablik. Evrópuleikir framundan og undanúrslit í bikar, það er mikið að gerast. Þetta eru leikir sem ég vil spila, þarf að einbeita mér að fullu. Það sem gerist milli þessara tveggja liða kemur bara í ljós. „Myndi segja að þetta væri spennandi skref. Þetta er sterk deild, það er nýtt fyrirkomulag í deildinni eins og er annað hvert ár þarna í Belgíu – eru alltaf að breyta til. Það eru sénsar að fara í umspil um að komast upp. Um leið og þú ert kominn út fyrir Ísland, kominn annarsstaðar í Evrópu er meira verið að fylgjast með þér því þá þekkja þeir styrkleika deildarinnar betur.“ „Þetta er alveg tækifæri sem ég mun íhuga og skoða, eins og er þá er ekkert „concrete“ komið nema að félögin eru að ræða saman.“ Fréttin heldur áfram eftir myndbandið. Klippa: Stefán Ingi: Myndi ekki hoppa á hvað sem er „Maður vill finna rétta skrefið“ „Ég myndi ekki hoppa á hvað sem er. Maður vill finna rétta skrefið, er ekki að fara út bara til að fara út og geta lifað þessu atvinnumannalífi innan gæsalappa. Maður þarf að finna rétta tækifærið fyrir sig. Ekki of stórt stökk, ekki of lítið stökk og eitthvað sem getur fleytt manni áfram seinna meir.“ „Markmið allra að fara eins langt og hægt er. Fyrsta „move-ið“ þitt út í atvinnumennsku er vanalega ekki að fara, ef þú stendur þig getur þú farið lengra þannig maður þarf að finna rétt lið og réttan stað til að geta staðið sig vel þar og vonandi farið lengra.“ Sjá má viðtalið við Stefán Inga í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Fleiri fréttir Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Sjá meira