Sendinefnd frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins fékk á dögunum að fara inn í höfuðstöðvar Twitter til að framkvæma æfingu með starfsmönnum Twitter, sem gekk út á að athuga hvernig tekið væri á ofangreindu.
Thierry Breton, sem hefur umsjón með eftirfylgni laganna hjá framkvæmdastjórninni, fagnaði ákvörðun fyrirtækisins að fara að lögum og taka þátt í æfingunni en varaði tæknifyrirtækin jafnframt við því að lögunum yrði framfylgt af fyllstu hörku strax og þau taka gildi í ágúst.
Alls hafa 44 fyrirtæki, þeirra á meðal Meta og Google, tekið þátt í áætlun Evrópusambandsins sem miðar að því að undirbúa þau undir gildistöku laganna.
Ráðamenn höfðu áður varað Elon Musk, eiganda Twitter, við því að ef fyrirtækið færi ekki að lögum í Evrópu ætti það á hættu að verða bannað þar eða sektað um allt að 6 prósent af tekjum á heimsvísu.
Breton, sem var meðal þeirra sem heimsóttu Twitter, sagði fyrirtækið enn eiga langan veg fyrir höndum. Það virtist hins vegar vera að taka málið alvarlega.