Arsenal snýr sér að Rice eftir að tilboði í Timber var hafnað Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. júní 2023 13:01 Timber í baráttunni gegn Lionel Messi á HM 2022. EPA-EFE/Noushad Thekkayil Tilboði Arsenal í hinn 22 ára gamla Jurriën Timber, varnarmann Ajax, hefur verið neitað. Skytturnar hafa nú sett allt púður í að sækja Declan Rice, fyrirliða West Ham United. Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, vill styrkja leikmannahóp sinn fyrir komandi tímabil en liðið var á toppi ensku úrvalsdeildarinnar nær allt síðasta tímabil til þess eins að sjá Manchester City lyfta titlinum. BREAKING: Arsenal are in talks with Ajax over the signing of 22-year-old Jurrien Timber Reports suggest one bid has already been rejected, but discussions have been described as "very positive" pic.twitter.com/lkRLNtmNHm— Sky Sports News (@SkySportsNews) June 20, 2023 Hinn fjölhæfi Timber er talinn passa fullkomlega inn í leikstíl Arsenal-liðsins en Hollendingurinn er vel spilandi miðvörður sem getur bæði spilað í hægri bakverði eða stigið upp á miðjuna. Þrátt fyrir að vera nýorðinn 22 ára gamall er Timber frekar reynslumikill en hann hefur spilað 121 leik fyrir Ajax í öllum keppnum sem og 15 A-landsleiki. Tilboðið var talið vera upp á 30 milljónir punda [rúma 5 milljarða íslenskra króna] en Ajax er talið vilja töluvert meira fyrir leikmann sem er samningsbundinn þangað til sumarið 2025. EXCLUSIVE: Arsenal working on deal to sign Ajax defender Jurrien Timber. #AFC have made an opening offer worth ~£30m. #Ajax want ~£50m but optimism a compromise will be reached. Personal terms with Netherlands int l thought to be in place @TheAthleticFC https://t.co/mdMeSXp3ff— David Ornstein (@David_Ornstein) June 19, 2023 Vísir greindi nýverið frá því að tilboði Arsenal í Rice hefði verið hafnað þar sem Hamrarnir vildu fá meira fyrir sinn snúð. Að mati West Ham er miðjumaðurinn að minnsta kosti 100 milljóna punda virði en Skytturnar eru ekki alveg sammála. Fyrr í dag var greint frá því að Skytturnar hefði boðið 75 milljónir punda [13 milljarða króna] í leikmanninn. Kaupverðið gæti þó farið upp í 90 milljónir með öllu. Yrði hann dýrasti leikmaður í sögu Arsenal. David Ornstein hjá The Athletic er áfram með puttann á púlsinum þegar kemur að félagaskiptum á Englandi en hann telur líklegast að Hamrarnir hafni tilboðinu. Arsenal have now made a 2nd, improved offer to West Ham for Declan Rice. £75m + £15m add-ons. Club-record proposal for 24yo England midfielder expected to be turned down by #WHUFC - but #AFC getting closer to acceptable fee for top target @TheAthleticFC https://t.co/awJcPUitmf— David Ornstein (@David_Ornstein) June 20, 2023 Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Fótbolti Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Enski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti Fleiri fréttir Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Sjá meira
Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, vill styrkja leikmannahóp sinn fyrir komandi tímabil en liðið var á toppi ensku úrvalsdeildarinnar nær allt síðasta tímabil til þess eins að sjá Manchester City lyfta titlinum. BREAKING: Arsenal are in talks with Ajax over the signing of 22-year-old Jurrien Timber Reports suggest one bid has already been rejected, but discussions have been described as "very positive" pic.twitter.com/lkRLNtmNHm— Sky Sports News (@SkySportsNews) June 20, 2023 Hinn fjölhæfi Timber er talinn passa fullkomlega inn í leikstíl Arsenal-liðsins en Hollendingurinn er vel spilandi miðvörður sem getur bæði spilað í hægri bakverði eða stigið upp á miðjuna. Þrátt fyrir að vera nýorðinn 22 ára gamall er Timber frekar reynslumikill en hann hefur spilað 121 leik fyrir Ajax í öllum keppnum sem og 15 A-landsleiki. Tilboðið var talið vera upp á 30 milljónir punda [rúma 5 milljarða íslenskra króna] en Ajax er talið vilja töluvert meira fyrir leikmann sem er samningsbundinn þangað til sumarið 2025. EXCLUSIVE: Arsenal working on deal to sign Ajax defender Jurrien Timber. #AFC have made an opening offer worth ~£30m. #Ajax want ~£50m but optimism a compromise will be reached. Personal terms with Netherlands int l thought to be in place @TheAthleticFC https://t.co/mdMeSXp3ff— David Ornstein (@David_Ornstein) June 19, 2023 Vísir greindi nýverið frá því að tilboði Arsenal í Rice hefði verið hafnað þar sem Hamrarnir vildu fá meira fyrir sinn snúð. Að mati West Ham er miðjumaðurinn að minnsta kosti 100 milljóna punda virði en Skytturnar eru ekki alveg sammála. Fyrr í dag var greint frá því að Skytturnar hefði boðið 75 milljónir punda [13 milljarða króna] í leikmanninn. Kaupverðið gæti þó farið upp í 90 milljónir með öllu. Yrði hann dýrasti leikmaður í sögu Arsenal. David Ornstein hjá The Athletic er áfram með puttann á púlsinum þegar kemur að félagaskiptum á Englandi en hann telur líklegast að Hamrarnir hafni tilboðinu. Arsenal have now made a 2nd, improved offer to West Ham for Declan Rice. £75m + £15m add-ons. Club-record proposal for 24yo England midfielder expected to be turned down by #WHUFC - but #AFC getting closer to acceptable fee for top target @TheAthleticFC https://t.co/awJcPUitmf— David Ornstein (@David_Ornstein) June 20, 2023
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Fótbolti Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Enski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti Fleiri fréttir Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Sjá meira