Erlent

Segja for­dóma í kerfinu og óttast um unga fólkið

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Meirihluti svartra Bandaríkjamanna telur að fordómar muni aukast á þeirra líftíma.
Meirihluti svartra Bandaríkjamanna telur að fordómar muni aukast á þeirra líftíma. epa/Rick Musacchio

Stór meirihluti svartra Bandaríkjamanna telja innbyggða fordóma í efnahagslega kerfinu og meirihluti telur að rasismi muni aukast á þeirra líftíma. Þetta eru niðurstöður skoðanakönnunar Washington Post og Ipsos.

Margir fullorðnir svartir einstaklingar upplifa fordóma og að segjast búa við ógn haturs og mismununar. Flestir telja hættulegra að vera svart ungmenni nú en þegar þeir voru ungir.

Á sama tíma segir nær helmingur svartra Bandaríkjamanna að þetta sé „góður tími“ til að vera svartur í landinu en um er að ræða 30 prósent aukingu frá því að Donald Trump var forseti og 34 prósent aukningu eftir að hvítur þjóðernissinni myrti tíu svarta einstaklinga í matvöruverslun í Buffalo.

Samkvæmt umfjöllun Washington Post virðast svartir Bandaríkjamenn almennt uggandi vegna pólítískrar- og menningarlegrar stöðu mála í landinu, sem má rekja til ýmissa þátta. Þeirra á meðal eru aukinn fjöldu haturshópa, byssuofbeldi og ný lög sem beint er gegn kennslu sögu er varðar svartra og kynþáttafordóma.

„Já, þú getur fengið vinnu og þú getur unnið þig upp í ákveðin lífsgæði,“ segir Renay Roberts, 40 ára, sem flutti frá Jamaica til Atlanta fyrir tveimur árum síðan og starfar í heilbrigðisþjónustu. „En það er óttinn. Óttinn er stöðugur... og hann snýr allur um kynþátt.“

Roberts segist stöðugt óttast um syni sína tvo, sem eru á táningsaldri; að þeir verði fórnarlömb byssuglæpa eða mismununar af hálfu lögreglu.

„Ég óttast um þá á hverjum degi. Ég segi við þá: Ekki hylja höfuðið með hettu og reynið að koma heim fyrir myrkur. Af hverju er þetta öðruvísi fyrir okkur en aðra kynþætti?“ spyr hún.

Umfjöllun Washington Post.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×