Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Stjarnan 0-1 | Stjarnan á leið í undanúrslit Ágúst Orri Arnarson skrifar 16. júní 2023 22:30 Jasmín Erla í baráttunni við Madison Elise Wolfbauer. Vísir/Hulda Margrét Keflavík tók á móti Stjörnunni í lokaleik 8-liða úrslita Mjólkurbikars kvenna í knattspyrnu í kvöld. Stjörnukonur unnu síðustu viðureign liðanna 3-0 og unnu aftur í kvöld, þó með minnsta mögulega mun. Keflavík tók á móti Stjörnunni í lokaleik 8-liða úrslita Mjólkurbikars kvenna í knattspyrnu í kvöld. Stjörnukonur unnu síðustu viðureign liðanna 3-0 og unnu aftur í kvöld, þó með minnsta mögulega mun. Liðið er því komið í undanúrslit þar sem þær munu taka á móti Breiðabliki. Eina mark leiksins skoraði Jasmín Erla Ingadóttir á 27. mínútu leiksins eftir fyrirgjöf frá Heiðu Ragney Viðarsdóttur. Fyrsta markið er komið í Keflavík. @Jasminerlaa kemur Stjörnunni yfir eftir slétta 23 mínútur. @mjolkurbikarinn pic.twitter.com/REFnDJWZRn— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 16, 2023 Leikurinn byrjaði með látum, bæði lið voru mjög opin varnarlega og tókst að skapa sér mörg marktækifæri á upphafsmínútunum. En þegar Stjarnan náði forystunni dróg liðið sig töluvert til baka og hægði vel á leiknum. Þrátt fyrir að Keflavík héldi vel í boltann voru Stjörnukonur algjörlega við stjórnvölinn, þær vörðust vel og beittu hröðum, hættulegum skyndisóknum. Keflavík náði góðum spilköflum og komu sér í fínar stöður á vellinum en tókst ekki að skapa sér nein almennileg marktækifæri. Þær komu vel út úr búningsherbergjunum í hálfleik og virtust líklegar til að jafna metin. En þegar líða fór á seinni hálfleikinn fór þreytan að segja til sín, sóknirnar urðu sífellt máttlausari og óskipulagðari. Stjarnan hélt hins vegar áfram vel skipulögðum varnarleik og sigldu sigrinum örugglega heim. Af hverju vann Stjarnan? Stjarnan spilaði mjög góðan sóknarbolta á fyrstu mínútum leiksins og uppskáru mark í fyrri hálfleik. Eftir að hafa tekið forystuna spilaði liðið agaðan varnarleik og héldu Keflavíkurstelpum algjörlega í skefjum. Hverjir stóðu upp úr? Varnarlína Stjörnunnar skilaði þeim sigrinum í dag, þær héldu einbeitingu allan leikinn og gáfu lítil sem engin færi á sér. Hvað gekk illa? Þrátt fyrir að halda boltanum vel og skapa sér álitlegar stöður vantaði alltaf upp á lokasendinguna í sóknarleik Keflavíkur. Hvað gerist næst? Stjarnan heldur áfram í undanúrslit þar sem þær fá Breiðablik í heimsókn, föstudaginn 30. júní. Við höfum spilað mjög marga leiki með fámennan hóp og það sást að þær voru þreyttar á lokamínútum Jonathan Glenn og Guðrún Jóna KristjánsdóttirVísir/Hulda Margrét Jonathan Glenn, þjálfari Keflavíkur, segir sitt lið hafa stýrt ferðinni í seinni hálfleik og var svekktur að hafa ekki náð inn jöfnunarmarkinu. „Þetta var leikur tveggja hálfleika, þær stjórnuðu leiknum í fyrri hálfleik en við tókum stjórnina í þeim seinni og þrýstum á þær í leit að jöfnunarmarkinu. Því miður tókst það ekki í dag, en Stjarnan á allt hrós skilið og ég óska þeim góðs gengis í mótinu.“ Agaður varnarleikur Stjörnunnar gerði Keflavíkurliðinu erfitt fyrir í þessum leik. Liðið spilaði boltanum vel á milli sín en þegar komið var á síðasta þriðjung tókst þeim ekki að skapa sér nógu hættuleg færi. „Varnarlega eru þær mjög sterkar, þetta er eitthvað sem við höfum verið í vandræðum með, þessi lokasending. Á móti svona sterku varnarliði þurfum við að reyna að nýta hvert tækifæri, en að því sögðu höfum við spilað mjög marga leiki með fámennan hóp og það sást að þær voru þreyttar á lokamínútum.“ En hvað hefði þjálfarinn viljað sjá sitt lið gera betur? „Í seinni hálfleik, á þeirra vallarhelmingi, hefði ég viljað sjá fleiri hlaup inn á teiginn og vandaðri úrslitasendingar.“ Það þarf bara að vinna leikinn, það er nóg Kristján var hressari í kvöld en í þessum leik!Vísir/Hulda Margrét Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var ánægður með spilamennsku liðsins þrátt fyrir erfiðar vallaraðstæður. „Við réðum ágætlega við aðstæðurnar, þær voru erfiðar en sóknarleikurinn var bara alveg ágætur, vorum að komast inn í teiginn margoft og vinnum boltann þegar hann dettur út, skorum svo mark eftir fyrirgjöf.“ Þrátt fyrir að vera við stjórnvölinn mest allan leikinn tókst Stjörnunni aðeins að skora eitt mark, sem dugði til sigurs í kvöld. „Við fáum færi í upphafi seinni hálfleiks og hefðum getað klárað þetta, gerðum það ekki og þá bara spiluðum við vörn eins og maður gerir í bikar. Það þarf bara að vinna leikinn, það er nóg. Heilt yfir var þetta fínn leikur og ég bjóst við því að við myndum spila vel í dag.“ Stjarnan mun mæta Breiðablik í undanúrslitum bikarsins, óska viðureign að sögn Kristjáns. Þjálfarinn vonast að sjálfsögðu til að hampa bikartitlinum en er ekki búinn að gefast upp á deildinni þrátt fyrir litla stigasöfnun í upphafi móts. „Það er bara akkúrat það sem við vildum fá í næstu umferð, að fá Breiðablik heima. Við erum ekkert búin að gefa deildina frá okkur, það er mikið eftir og alveg hægt að vinna þetta upp því liðin eru að rífa stig hvert frá öðru“ Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikar kvenna Stjarnan Keflavík ÍF Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Fótbolti Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn Starf Amorims öruggt Enski boltinn Fleiri fréttir Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Sjá meira
Keflavík tók á móti Stjörnunni í lokaleik 8-liða úrslita Mjólkurbikars kvenna í knattspyrnu í kvöld. Stjörnukonur unnu síðustu viðureign liðanna 3-0 og unnu aftur í kvöld, þó með minnsta mögulega mun. Liðið er því komið í undanúrslit þar sem þær munu taka á móti Breiðabliki. Eina mark leiksins skoraði Jasmín Erla Ingadóttir á 27. mínútu leiksins eftir fyrirgjöf frá Heiðu Ragney Viðarsdóttur. Fyrsta markið er komið í Keflavík. @Jasminerlaa kemur Stjörnunni yfir eftir slétta 23 mínútur. @mjolkurbikarinn pic.twitter.com/REFnDJWZRn— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 16, 2023 Leikurinn byrjaði með látum, bæði lið voru mjög opin varnarlega og tókst að skapa sér mörg marktækifæri á upphafsmínútunum. En þegar Stjarnan náði forystunni dróg liðið sig töluvert til baka og hægði vel á leiknum. Þrátt fyrir að Keflavík héldi vel í boltann voru Stjörnukonur algjörlega við stjórnvölinn, þær vörðust vel og beittu hröðum, hættulegum skyndisóknum. Keflavík náði góðum spilköflum og komu sér í fínar stöður á vellinum en tókst ekki að skapa sér nein almennileg marktækifæri. Þær komu vel út úr búningsherbergjunum í hálfleik og virtust líklegar til að jafna metin. En þegar líða fór á seinni hálfleikinn fór þreytan að segja til sín, sóknirnar urðu sífellt máttlausari og óskipulagðari. Stjarnan hélt hins vegar áfram vel skipulögðum varnarleik og sigldu sigrinum örugglega heim. Af hverju vann Stjarnan? Stjarnan spilaði mjög góðan sóknarbolta á fyrstu mínútum leiksins og uppskáru mark í fyrri hálfleik. Eftir að hafa tekið forystuna spilaði liðið agaðan varnarleik og héldu Keflavíkurstelpum algjörlega í skefjum. Hverjir stóðu upp úr? Varnarlína Stjörnunnar skilaði þeim sigrinum í dag, þær héldu einbeitingu allan leikinn og gáfu lítil sem engin færi á sér. Hvað gekk illa? Þrátt fyrir að halda boltanum vel og skapa sér álitlegar stöður vantaði alltaf upp á lokasendinguna í sóknarleik Keflavíkur. Hvað gerist næst? Stjarnan heldur áfram í undanúrslit þar sem þær fá Breiðablik í heimsókn, föstudaginn 30. júní. Við höfum spilað mjög marga leiki með fámennan hóp og það sást að þær voru þreyttar á lokamínútum Jonathan Glenn og Guðrún Jóna KristjánsdóttirVísir/Hulda Margrét Jonathan Glenn, þjálfari Keflavíkur, segir sitt lið hafa stýrt ferðinni í seinni hálfleik og var svekktur að hafa ekki náð inn jöfnunarmarkinu. „Þetta var leikur tveggja hálfleika, þær stjórnuðu leiknum í fyrri hálfleik en við tókum stjórnina í þeim seinni og þrýstum á þær í leit að jöfnunarmarkinu. Því miður tókst það ekki í dag, en Stjarnan á allt hrós skilið og ég óska þeim góðs gengis í mótinu.“ Agaður varnarleikur Stjörnunnar gerði Keflavíkurliðinu erfitt fyrir í þessum leik. Liðið spilaði boltanum vel á milli sín en þegar komið var á síðasta þriðjung tókst þeim ekki að skapa sér nógu hættuleg færi. „Varnarlega eru þær mjög sterkar, þetta er eitthvað sem við höfum verið í vandræðum með, þessi lokasending. Á móti svona sterku varnarliði þurfum við að reyna að nýta hvert tækifæri, en að því sögðu höfum við spilað mjög marga leiki með fámennan hóp og það sást að þær voru þreyttar á lokamínútum.“ En hvað hefði þjálfarinn viljað sjá sitt lið gera betur? „Í seinni hálfleik, á þeirra vallarhelmingi, hefði ég viljað sjá fleiri hlaup inn á teiginn og vandaðri úrslitasendingar.“ Það þarf bara að vinna leikinn, það er nóg Kristján var hressari í kvöld en í þessum leik!Vísir/Hulda Margrét Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var ánægður með spilamennsku liðsins þrátt fyrir erfiðar vallaraðstæður. „Við réðum ágætlega við aðstæðurnar, þær voru erfiðar en sóknarleikurinn var bara alveg ágætur, vorum að komast inn í teiginn margoft og vinnum boltann þegar hann dettur út, skorum svo mark eftir fyrirgjöf.“ Þrátt fyrir að vera við stjórnvölinn mest allan leikinn tókst Stjörnunni aðeins að skora eitt mark, sem dugði til sigurs í kvöld. „Við fáum færi í upphafi seinni hálfleiks og hefðum getað klárað þetta, gerðum það ekki og þá bara spiluðum við vörn eins og maður gerir í bikar. Það þarf bara að vinna leikinn, það er nóg. Heilt yfir var þetta fínn leikur og ég bjóst við því að við myndum spila vel í dag.“ Stjarnan mun mæta Breiðablik í undanúrslitum bikarsins, óska viðureign að sögn Kristjáns. Þjálfarinn vonast að sjálfsögðu til að hampa bikartitlinum en er ekki búinn að gefast upp á deildinni þrátt fyrir litla stigasöfnun í upphafi móts. „Það er bara akkúrat það sem við vildum fá í næstu umferð, að fá Breiðablik heima. Við erum ekkert búin að gefa deildina frá okkur, það er mikið eftir og alveg hægt að vinna þetta upp því liðin eru að rífa stig hvert frá öðru“
Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikar kvenna Stjarnan Keflavík ÍF Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Fótbolti Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn Starf Amorims öruggt Enski boltinn Fleiri fréttir Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Sjá meira