Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Stjarnan 0-1 | Stjarnan á leið í undanúrslit Ágúst Orri Arnarson skrifar 16. júní 2023 22:30 Jasmín Erla í baráttunni við Madison Elise Wolfbauer. Vísir/Hulda Margrét Keflavík tók á móti Stjörnunni í lokaleik 8-liða úrslita Mjólkurbikars kvenna í knattspyrnu í kvöld. Stjörnukonur unnu síðustu viðureign liðanna 3-0 og unnu aftur í kvöld, þó með minnsta mögulega mun. Keflavík tók á móti Stjörnunni í lokaleik 8-liða úrslita Mjólkurbikars kvenna í knattspyrnu í kvöld. Stjörnukonur unnu síðustu viðureign liðanna 3-0 og unnu aftur í kvöld, þó með minnsta mögulega mun. Liðið er því komið í undanúrslit þar sem þær munu taka á móti Breiðabliki. Eina mark leiksins skoraði Jasmín Erla Ingadóttir á 27. mínútu leiksins eftir fyrirgjöf frá Heiðu Ragney Viðarsdóttur. Fyrsta markið er komið í Keflavík. @Jasminerlaa kemur Stjörnunni yfir eftir slétta 23 mínútur. @mjolkurbikarinn pic.twitter.com/REFnDJWZRn— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 16, 2023 Leikurinn byrjaði með látum, bæði lið voru mjög opin varnarlega og tókst að skapa sér mörg marktækifæri á upphafsmínútunum. En þegar Stjarnan náði forystunni dróg liðið sig töluvert til baka og hægði vel á leiknum. Þrátt fyrir að Keflavík héldi vel í boltann voru Stjörnukonur algjörlega við stjórnvölinn, þær vörðust vel og beittu hröðum, hættulegum skyndisóknum. Keflavík náði góðum spilköflum og komu sér í fínar stöður á vellinum en tókst ekki að skapa sér nein almennileg marktækifæri. Þær komu vel út úr búningsherbergjunum í hálfleik og virtust líklegar til að jafna metin. En þegar líða fór á seinni hálfleikinn fór þreytan að segja til sín, sóknirnar urðu sífellt máttlausari og óskipulagðari. Stjarnan hélt hins vegar áfram vel skipulögðum varnarleik og sigldu sigrinum örugglega heim. Af hverju vann Stjarnan? Stjarnan spilaði mjög góðan sóknarbolta á fyrstu mínútum leiksins og uppskáru mark í fyrri hálfleik. Eftir að hafa tekið forystuna spilaði liðið agaðan varnarleik og héldu Keflavíkurstelpum algjörlega í skefjum. Hverjir stóðu upp úr? Varnarlína Stjörnunnar skilaði þeim sigrinum í dag, þær héldu einbeitingu allan leikinn og gáfu lítil sem engin færi á sér. Hvað gekk illa? Þrátt fyrir að halda boltanum vel og skapa sér álitlegar stöður vantaði alltaf upp á lokasendinguna í sóknarleik Keflavíkur. Hvað gerist næst? Stjarnan heldur áfram í undanúrslit þar sem þær fá Breiðablik í heimsókn, föstudaginn 30. júní. Við höfum spilað mjög marga leiki með fámennan hóp og það sást að þær voru þreyttar á lokamínútum Jonathan Glenn og Guðrún Jóna KristjánsdóttirVísir/Hulda Margrét Jonathan Glenn, þjálfari Keflavíkur, segir sitt lið hafa stýrt ferðinni í seinni hálfleik og var svekktur að hafa ekki náð inn jöfnunarmarkinu. „Þetta var leikur tveggja hálfleika, þær stjórnuðu leiknum í fyrri hálfleik en við tókum stjórnina í þeim seinni og þrýstum á þær í leit að jöfnunarmarkinu. Því miður tókst það ekki í dag, en Stjarnan á allt hrós skilið og ég óska þeim góðs gengis í mótinu.“ Agaður varnarleikur Stjörnunnar gerði Keflavíkurliðinu erfitt fyrir í þessum leik. Liðið spilaði boltanum vel á milli sín en þegar komið var á síðasta þriðjung tókst þeim ekki að skapa sér nógu hættuleg færi. „Varnarlega eru þær mjög sterkar, þetta er eitthvað sem við höfum verið í vandræðum með, þessi lokasending. Á móti svona sterku varnarliði þurfum við að reyna að nýta hvert tækifæri, en að því sögðu höfum við spilað mjög marga leiki með fámennan hóp og það sást að þær voru þreyttar á lokamínútum.“ En hvað hefði þjálfarinn viljað sjá sitt lið gera betur? „Í seinni hálfleik, á þeirra vallarhelmingi, hefði ég viljað sjá fleiri hlaup inn á teiginn og vandaðri úrslitasendingar.“ Það þarf bara að vinna leikinn, það er nóg Kristján var hressari í kvöld en í þessum leik!Vísir/Hulda Margrét Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var ánægður með spilamennsku liðsins þrátt fyrir erfiðar vallaraðstæður. „Við réðum ágætlega við aðstæðurnar, þær voru erfiðar en sóknarleikurinn var bara alveg ágætur, vorum að komast inn í teiginn margoft og vinnum boltann þegar hann dettur út, skorum svo mark eftir fyrirgjöf.“ Þrátt fyrir að vera við stjórnvölinn mest allan leikinn tókst Stjörnunni aðeins að skora eitt mark, sem dugði til sigurs í kvöld. „Við fáum færi í upphafi seinni hálfleiks og hefðum getað klárað þetta, gerðum það ekki og þá bara spiluðum við vörn eins og maður gerir í bikar. Það þarf bara að vinna leikinn, það er nóg. Heilt yfir var þetta fínn leikur og ég bjóst við því að við myndum spila vel í dag.“ Stjarnan mun mæta Breiðablik í undanúrslitum bikarsins, óska viðureign að sögn Kristjáns. Þjálfarinn vonast að sjálfsögðu til að hampa bikartitlinum en er ekki búinn að gefast upp á deildinni þrátt fyrir litla stigasöfnun í upphafi móts. „Það er bara akkúrat það sem við vildum fá í næstu umferð, að fá Breiðablik heima. Við erum ekkert búin að gefa deildina frá okkur, það er mikið eftir og alveg hægt að vinna þetta upp því liðin eru að rífa stig hvert frá öðru“ Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikar kvenna Stjarnan Keflavík ÍF Mest lesið Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Manchester United - West Ham | Djöflanir að hlið Chelsea með sigri Enski boltinn Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Fleiri fréttir Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Sjá meira
Keflavík tók á móti Stjörnunni í lokaleik 8-liða úrslita Mjólkurbikars kvenna í knattspyrnu í kvöld. Stjörnukonur unnu síðustu viðureign liðanna 3-0 og unnu aftur í kvöld, þó með minnsta mögulega mun. Liðið er því komið í undanúrslit þar sem þær munu taka á móti Breiðabliki. Eina mark leiksins skoraði Jasmín Erla Ingadóttir á 27. mínútu leiksins eftir fyrirgjöf frá Heiðu Ragney Viðarsdóttur. Fyrsta markið er komið í Keflavík. @Jasminerlaa kemur Stjörnunni yfir eftir slétta 23 mínútur. @mjolkurbikarinn pic.twitter.com/REFnDJWZRn— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 16, 2023 Leikurinn byrjaði með látum, bæði lið voru mjög opin varnarlega og tókst að skapa sér mörg marktækifæri á upphafsmínútunum. En þegar Stjarnan náði forystunni dróg liðið sig töluvert til baka og hægði vel á leiknum. Þrátt fyrir að Keflavík héldi vel í boltann voru Stjörnukonur algjörlega við stjórnvölinn, þær vörðust vel og beittu hröðum, hættulegum skyndisóknum. Keflavík náði góðum spilköflum og komu sér í fínar stöður á vellinum en tókst ekki að skapa sér nein almennileg marktækifæri. Þær komu vel út úr búningsherbergjunum í hálfleik og virtust líklegar til að jafna metin. En þegar líða fór á seinni hálfleikinn fór þreytan að segja til sín, sóknirnar urðu sífellt máttlausari og óskipulagðari. Stjarnan hélt hins vegar áfram vel skipulögðum varnarleik og sigldu sigrinum örugglega heim. Af hverju vann Stjarnan? Stjarnan spilaði mjög góðan sóknarbolta á fyrstu mínútum leiksins og uppskáru mark í fyrri hálfleik. Eftir að hafa tekið forystuna spilaði liðið agaðan varnarleik og héldu Keflavíkurstelpum algjörlega í skefjum. Hverjir stóðu upp úr? Varnarlína Stjörnunnar skilaði þeim sigrinum í dag, þær héldu einbeitingu allan leikinn og gáfu lítil sem engin færi á sér. Hvað gekk illa? Þrátt fyrir að halda boltanum vel og skapa sér álitlegar stöður vantaði alltaf upp á lokasendinguna í sóknarleik Keflavíkur. Hvað gerist næst? Stjarnan heldur áfram í undanúrslit þar sem þær fá Breiðablik í heimsókn, föstudaginn 30. júní. Við höfum spilað mjög marga leiki með fámennan hóp og það sást að þær voru þreyttar á lokamínútum Jonathan Glenn og Guðrún Jóna KristjánsdóttirVísir/Hulda Margrét Jonathan Glenn, þjálfari Keflavíkur, segir sitt lið hafa stýrt ferðinni í seinni hálfleik og var svekktur að hafa ekki náð inn jöfnunarmarkinu. „Þetta var leikur tveggja hálfleika, þær stjórnuðu leiknum í fyrri hálfleik en við tókum stjórnina í þeim seinni og þrýstum á þær í leit að jöfnunarmarkinu. Því miður tókst það ekki í dag, en Stjarnan á allt hrós skilið og ég óska þeim góðs gengis í mótinu.“ Agaður varnarleikur Stjörnunnar gerði Keflavíkurliðinu erfitt fyrir í þessum leik. Liðið spilaði boltanum vel á milli sín en þegar komið var á síðasta þriðjung tókst þeim ekki að skapa sér nógu hættuleg færi. „Varnarlega eru þær mjög sterkar, þetta er eitthvað sem við höfum verið í vandræðum með, þessi lokasending. Á móti svona sterku varnarliði þurfum við að reyna að nýta hvert tækifæri, en að því sögðu höfum við spilað mjög marga leiki með fámennan hóp og það sást að þær voru þreyttar á lokamínútum.“ En hvað hefði þjálfarinn viljað sjá sitt lið gera betur? „Í seinni hálfleik, á þeirra vallarhelmingi, hefði ég viljað sjá fleiri hlaup inn á teiginn og vandaðri úrslitasendingar.“ Það þarf bara að vinna leikinn, það er nóg Kristján var hressari í kvöld en í þessum leik!Vísir/Hulda Margrét Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var ánægður með spilamennsku liðsins þrátt fyrir erfiðar vallaraðstæður. „Við réðum ágætlega við aðstæðurnar, þær voru erfiðar en sóknarleikurinn var bara alveg ágætur, vorum að komast inn í teiginn margoft og vinnum boltann þegar hann dettur út, skorum svo mark eftir fyrirgjöf.“ Þrátt fyrir að vera við stjórnvölinn mest allan leikinn tókst Stjörnunni aðeins að skora eitt mark, sem dugði til sigurs í kvöld. „Við fáum færi í upphafi seinni hálfleiks og hefðum getað klárað þetta, gerðum það ekki og þá bara spiluðum við vörn eins og maður gerir í bikar. Það þarf bara að vinna leikinn, það er nóg. Heilt yfir var þetta fínn leikur og ég bjóst við því að við myndum spila vel í dag.“ Stjarnan mun mæta Breiðablik í undanúrslitum bikarsins, óska viðureign að sögn Kristjáns. Þjálfarinn vonast að sjálfsögðu til að hampa bikartitlinum en er ekki búinn að gefast upp á deildinni þrátt fyrir litla stigasöfnun í upphafi móts. „Það er bara akkúrat það sem við vildum fá í næstu umferð, að fá Breiðablik heima. Við erum ekkert búin að gefa deildina frá okkur, það er mikið eftir og alveg hægt að vinna þetta upp því liðin eru að rífa stig hvert frá öðru“
Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikar kvenna Stjarnan Keflavík ÍF Mest lesið Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Manchester United - West Ham | Djöflanir að hlið Chelsea með sigri Enski boltinn Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Fleiri fréttir Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Sjá meira