Heimildarmenn BBC segja heilu fjölskyldurnar svelta til bana Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. júní 2023 07:57 Kim Jong Un ásamt dóttur sinni. Á meðan elítan lifir í vellystingum virðist sem hungursneyð sé mögulega í uppsiglingu. epa/KCNA „Ríkið segir okkur að við séum í faðmi móður okkar. En hvaða móðir myndi taka barn sitt af lífi um miðjan dag fyrir að flýja til Kína af því að það var að svelta?“ Að þessu spyr Chan Ho, einn þriggja íbúa í Norður-Kóreu sem hefur átt í leynilegum samskiptum við BBC um nokkurt skeið. Chan Ho er dulnefni. Einstaklingarnir sem BBC hefur rætt við hafa ótrúlega sögu að segja; af heilu fjölskyldunum sem svelta og harkalegum refsiaðgerðum stjórnvalda gegn öllum þeim sem voga sér að brjóta gegn settum reglum, jafnvel þótt það sé aðeins til að halda sjálfum sér og fjölskyldu sinni á lífi. Þeir segja ástandið hafa versnað til muna eftir að landamærunum var lokað í byrjun árs 2020 vegna Covid-19. Lokað var á innflutning ýmissa nauðsynja og smygl, sem hélt lífinu í mörgum fjölskyldum, varð nær ómögulegt. Áður en landamærunum var lokað seldi Myong Suk sýklalyf og önnur nauðsynleg lyf á markaðnum, sem hún hafði látið smygla fyrir sig frá Kína. Nú er nær ómögulegt að komast yfir nokkuð til að selja og Myong Suk segist hafa stanslausar áhyggjur. BBC segir hana í sömu sporum og flestar konur í Norður-Kóreu, sem hafa hingað til verið aðalfyrirvinna fjölskyldunnar þar sem mennirnir eru skikkaðir í störf sem skila nánast engu til heimilisins. Á mörkuðunum er nú nánast ekkert að fá. Þegar Covid-19 breiddist út hafði Chan Ho fyrst áhyggjur af því að deyja úr sjúkdómnum. Eftir því sem tíminn leið fór hann þó að hafa mun meiri áhyggjur af því að svelta. Í þorpinu þar sem hann býr voru kona sem var orðin óvinnufær og börnin hennar tvö fyrst til að deyja úr hungri. Svo móðir sem var dæmd til erfiðisvinnu fyrir að brjóta gegn sóttvarnareglum og sonur hennar. Þá var sonur vinar Chan Ho nýlega leystur undan herskyldu vegna vannæringar. Hann dó skömmu síðar. „Ég get ekki sofið þegar ég hugsa um börnin mín, að þau þurfi að lifa í þessu vonlausa helvíti,“ segir Chan Ho. Í höfuðborginni Pyongyang reynir Ji Yeon að aðstoða þá sem minna mega sín, jafnvel þótt hún þurfi sjálf að berjast fyrir því að halda fjölskyldu sinni á lífi. Hún segir betlurum hafa fjölgað og þegar hún athugar með þá sem liggja í götunni reynast flestir þeirra látnir. Einn daginn bankaði hún á dyr nágrannafjölskyldunnar, til að færa þeim vatn. Ekkert svar. Þegar yfirvöld fóru inn þremur dögum síðar kom í ljós að allir voru látnir; höfðu soltið til dauða. Aftökur eru daglegt brauð en þrátt fyrir stöðugan áróður stjórnvalda og sambandsleysið við umheiminn virðist unga fólkið hafa sínar efasemdir. „Við ólumst upp við gjafir frá ríkinu en undir Kim Jong Un hefur fólk ekki fengið neitt,“ segir Ryu Hyun Woo, fyrrverandi diplómati sem flúði árið 2019. „Unga fólkið spyr sig nú að því hvað stjórnvöld hafi gert fyrir það.“ Prófessorinn Andrei Lankov, sem hefur rannsakað Norður-Kóreu í 40 ár, segir hins vegar áhyggjuefni hversu vel stjórnvöldum hefur tekist að sá vantrausti meðal íbúa í garð hvors annars. „Ef fólk treystir ekki hvort öðru er ómögulegt fyrir andstöðu að dafna,“ segir hann. Hér má finna ítarlega umfjöllun BBC. Norður-Kórea Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Erlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Sjá meira
Að þessu spyr Chan Ho, einn þriggja íbúa í Norður-Kóreu sem hefur átt í leynilegum samskiptum við BBC um nokkurt skeið. Chan Ho er dulnefni. Einstaklingarnir sem BBC hefur rætt við hafa ótrúlega sögu að segja; af heilu fjölskyldunum sem svelta og harkalegum refsiaðgerðum stjórnvalda gegn öllum þeim sem voga sér að brjóta gegn settum reglum, jafnvel þótt það sé aðeins til að halda sjálfum sér og fjölskyldu sinni á lífi. Þeir segja ástandið hafa versnað til muna eftir að landamærunum var lokað í byrjun árs 2020 vegna Covid-19. Lokað var á innflutning ýmissa nauðsynja og smygl, sem hélt lífinu í mörgum fjölskyldum, varð nær ómögulegt. Áður en landamærunum var lokað seldi Myong Suk sýklalyf og önnur nauðsynleg lyf á markaðnum, sem hún hafði látið smygla fyrir sig frá Kína. Nú er nær ómögulegt að komast yfir nokkuð til að selja og Myong Suk segist hafa stanslausar áhyggjur. BBC segir hana í sömu sporum og flestar konur í Norður-Kóreu, sem hafa hingað til verið aðalfyrirvinna fjölskyldunnar þar sem mennirnir eru skikkaðir í störf sem skila nánast engu til heimilisins. Á mörkuðunum er nú nánast ekkert að fá. Þegar Covid-19 breiddist út hafði Chan Ho fyrst áhyggjur af því að deyja úr sjúkdómnum. Eftir því sem tíminn leið fór hann þó að hafa mun meiri áhyggjur af því að svelta. Í þorpinu þar sem hann býr voru kona sem var orðin óvinnufær og börnin hennar tvö fyrst til að deyja úr hungri. Svo móðir sem var dæmd til erfiðisvinnu fyrir að brjóta gegn sóttvarnareglum og sonur hennar. Þá var sonur vinar Chan Ho nýlega leystur undan herskyldu vegna vannæringar. Hann dó skömmu síðar. „Ég get ekki sofið þegar ég hugsa um börnin mín, að þau þurfi að lifa í þessu vonlausa helvíti,“ segir Chan Ho. Í höfuðborginni Pyongyang reynir Ji Yeon að aðstoða þá sem minna mega sín, jafnvel þótt hún þurfi sjálf að berjast fyrir því að halda fjölskyldu sinni á lífi. Hún segir betlurum hafa fjölgað og þegar hún athugar með þá sem liggja í götunni reynast flestir þeirra látnir. Einn daginn bankaði hún á dyr nágrannafjölskyldunnar, til að færa þeim vatn. Ekkert svar. Þegar yfirvöld fóru inn þremur dögum síðar kom í ljós að allir voru látnir; höfðu soltið til dauða. Aftökur eru daglegt brauð en þrátt fyrir stöðugan áróður stjórnvalda og sambandsleysið við umheiminn virðist unga fólkið hafa sínar efasemdir. „Við ólumst upp við gjafir frá ríkinu en undir Kim Jong Un hefur fólk ekki fengið neitt,“ segir Ryu Hyun Woo, fyrrverandi diplómati sem flúði árið 2019. „Unga fólkið spyr sig nú að því hvað stjórnvöld hafi gert fyrir það.“ Prófessorinn Andrei Lankov, sem hefur rannsakað Norður-Kóreu í 40 ár, segir hins vegar áhyggjuefni hversu vel stjórnvöldum hefur tekist að sá vantrausti meðal íbúa í garð hvors annars. „Ef fólk treystir ekki hvort öðru er ómögulegt fyrir andstöðu að dafna,“ segir hann. Hér má finna ítarlega umfjöllun BBC.
Norður-Kórea Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Erlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Sjá meira