Erlent

Mynda­sagna­goð­sögn látin

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Romita er sagður hafa verið goðsögn í myndasagnaheiminum.
Romita er sagður hafa verið goðsögn í myndasagnaheiminum. Getty/Marc Stamas

Bandaríski myndasagnateiknarinn John Romita Sr., er látinn, 93 ára að aldri. Hann er best þekktur fyrir að hafa blásið lífi í myndasagnapersónur á borð við Wolverine, Punisher og Luke Cage.

Sonur Romita, John Romita Jr., greindi frá andláti föður síns í gær. Hann lýsir föður sínum sem goðsögn í myndlistarheiminum og það væri honum heiður að fá að feta í fótspor hans.

Romita vann með Marvel teiknaranum Stan Lee við gerð teiknimyndasagnanna The Amazing Spider-Man frá árinu 1966. Þar skapaði hann persónur á borð við Mary-Jane, kærustu Spiderman, Punisher og Kingpin.

The Night Gwen Stacy Died, Superman, Wolverine og Luke Cage eru meðal þeirra fjölmargra verkefna hjá Marvel og DC sem Romita vann að á starfsferli sínum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×