Vígreift afmælisbarn sakar Biden um spillingu og að grafa undan lýðræðinu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. júní 2023 07:02 Ákærurnar á hendur Trump virðast ekki hafa haft áhrif á stuðning við hann í forvali Repúblikana. AP/Andrew Harnik „Það var verið að ákæra mig. Dásamlegur afmælisdagur,“ sagði Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, þegar hann ávarpaði stuðningsmenn sína við gólfklúbb sinn í New Jersey í gær, eftir að hann var ákærður fyrir óvarlega meðferð leyniskjala. Stuðningsmennirnir sungu afmælissönginn fyrir Trump, sem verður 77 ára í dag. Trump fór mikinn í ræðu sinni; sakað Joe Biden Bandaríkjaforseta um að standa að baki ákærunum og gekk svo langt að halda því fram að hans, Bidens, yrði minnst sem „ekki bara spilltasta forseta í sögu landsins okkar heldur, og jafnvel enn mikilvægar, sem eina forsetans sem freistaði þess með nánustu þrjótum sínum, utangarðsmönnum og Marxistum að rústa lýðræðinu í Bandaríkjunum“. Þá sagði Trump saksóknarann í málinu, Jake Smith, sturlaðan þrjót. Trump hefur nú verið ákærður í tveimur málum; vegna leyniskjalanna sé hann hafði með sér úr Hvíta húsinu og vegna mútugreiðsla til klámmyndastjörnunnar Stormy Daniels. Rannsóknir standa enn yfir í tengslum við tilraunir hans til að hafa áhrif á úrslit forsetakosninganna 2020. Engu að síður sýna niðurstöður skoðanakönnunar Reuters/Ipsos sem lauk á mánudag að um 80 prósent Repúblikana telur ákærurnar á hendur Trump pólitískar og þá virðast þær ekki hafa komið niður á stuðningi við Trump í forvali Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar á næsta ári. Það vekur athygli að á Fox News, sem virtist hafa tekið U-beygju og látið af yfirlýstum stuðningi við Trump, mátt í gær sjá borða fyrir neðan tvískiptan skjá, sem sýndi annars vegar myndskeið af ræðu Trump í New Jersey og hins vegar af ræðuhöldum Biden í Hvíta húsinu, þar sem stóð: „Upprennandi einræðisherra talar í Hvíta húsinu eftir að hafa látið handtaka pólitískan andstæðing“. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Stuðningsmennirnir sungu afmælissönginn fyrir Trump, sem verður 77 ára í dag. Trump fór mikinn í ræðu sinni; sakað Joe Biden Bandaríkjaforseta um að standa að baki ákærunum og gekk svo langt að halda því fram að hans, Bidens, yrði minnst sem „ekki bara spilltasta forseta í sögu landsins okkar heldur, og jafnvel enn mikilvægar, sem eina forsetans sem freistaði þess með nánustu þrjótum sínum, utangarðsmönnum og Marxistum að rústa lýðræðinu í Bandaríkjunum“. Þá sagði Trump saksóknarann í málinu, Jake Smith, sturlaðan þrjót. Trump hefur nú verið ákærður í tveimur málum; vegna leyniskjalanna sé hann hafði með sér úr Hvíta húsinu og vegna mútugreiðsla til klámmyndastjörnunnar Stormy Daniels. Rannsóknir standa enn yfir í tengslum við tilraunir hans til að hafa áhrif á úrslit forsetakosninganna 2020. Engu að síður sýna niðurstöður skoðanakönnunar Reuters/Ipsos sem lauk á mánudag að um 80 prósent Repúblikana telur ákærurnar á hendur Trump pólitískar og þá virðast þær ekki hafa komið niður á stuðningi við Trump í forvali Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar á næsta ári. Það vekur athygli að á Fox News, sem virtist hafa tekið U-beygju og látið af yfirlýstum stuðningi við Trump, mátt í gær sjá borða fyrir neðan tvískiptan skjá, sem sýndi annars vegar myndskeið af ræðu Trump í New Jersey og hins vegar af ræðuhöldum Biden í Hvíta húsinu, þar sem stóð: „Upprennandi einræðisherra talar í Hvíta húsinu eftir að hafa látið handtaka pólitískan andstæðing“.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira